Úr Hraunbergshúsi

Það er óveður og ef við verðum sérlega heppin fer rafmagnið af EFTIR að við erum búin að elda jólamatinn! En ef við verðum sérlega óheppin þá komast Ella og Einar ekki til okkar í kvöld. Sem yrði mikill skaði.

En jólin koma í kvöld þó að tölvuherbergið geymi allt draslið sem var á dreif um húsið og það eigi eftir að setja nýjar perur í útiseríuna og hengja upp tvær inni. Þau koma líka þó að engin sé búinn að klæða sig í Hraunbergshúsi nema Urta sem vaknaði í feldinum og er núna sloppin eitthvað útí bæ að hitta einhvern myndarlegan hund!

Við ætlum í sturtu, finna okkur einhver jólaklæði, leggja á borð og elda góðan mat og hafa það dásamlegt í kvöld og á morgun!

Elsku vinir og ættingjar; gleðileg jól og njótið alls þess besta sem þessi yndilslega hátíð ljóss og friðar getur boðið.

Frúin, eiginmaðurinn og synir. Að ógleymdri Urtu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Djö sem maður getur öfundað Urtu..aldrei hef ég vaknað í feldinum !

Ragnheiður , 25.12.2009 kl. 00:36

2 identicon

Vona að rafmagnið hafi hangið inni og Ella og Einar hafi komist alla leið þrátt fyrir fréttir af afar slæmu veðri þarna á ykkar slóðum. En notalegt samt að vera heima í hlýja húsinu sínu, með alla sína nánustu örugga sér við hlið meðan stormurinn geysar úti á jólanótt.

Hér er allt hvítt og snjóaði meira segja í gærdag svo það var voða jólalegt, en engin hætta á rafmagnsleysi...sem kannski er ókostur í sjálfu sér :þ

Valrun (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband