Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Ástarkveðjur frá Akramesi

Elsku Ylfa, Halli og synir. Það er ekkert smá skemmtilegt að lesa bloggið þitt (kom mér alavegana til að hlæja). Annars er allt gott að frétta hér af Skaganum, börnin frísk, Gunni byrjaður að vinna í álverinu og ég húsmóðirin á fullu í ræktini og á fæðubótaefnum. Annars Þurfum við að heyrast oftar sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum. Það er gaman að lesa að þér gengur vel í skólanum. Guð veri með ykkur. Kveðja Lára Elín og smjattpattarnir.

Lára Elín Guðbransdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 14. okt. 2008

Skemmtilegt blogg......

Blessuð Ylfa mín, en hvað er gaman að skoða bloggið þitt.......skemmtilegur penni - tja sem ekki er að undra með skemmtilega mannsveskju heheh.... ....ég sé að þú ert áhyggjufull útaf heilsunni sem ekki er undra, því hún er jú mjög mikilvæg, en vildi bara láta þig vita að ég sendi þér góða strauma og bið verndarenglana mína að passa þig elsku vinkona..... verðum í bandi - ég bjalla í þig fyrr en seinna og rifja upp gamlar stundir ;o)

Ása Dóra (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 24. sept. 2008

er orðin ógildur limur,,,,,,

elsku Thelllma mín ég reindi að svar á coment hjá þér og vitið menn.... ég er ekki með viðurkenda e-maile adressu svo i...... love you en get ekki comentað hjá þér xxx Luísa og sólarlagið

greta skúla (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 6. sept. 2008

Frá Gartnerivej 1a,1 sal.8220 Brabrand

sæl elsku Ylfa.Ég vildi bara segja til hamingju með brúðkaupsafmælið.Ég er annars flutt til Danmerkur og bý í Aarhus. Allt gengur vel og allir hressir.Vona að það sé einnig svoleiðis hjá ykkur:) hafið það sem allra best.

Ella Rósa,Edward og Lúkas Edafe (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 19. júlí 2008

Ylfa Mist Helgadóttir

Sultukrukkur

Sæl Svanlaug, takk fyrir það. Sæki þær við fyrsta tækifæri! En er þetta sulta? Eru þetta ekki tómar krukkur?

Ylfa Mist Helgadóttir, lau. 28. júní 2008

Sultan er komin!!!

Sæl Ylfa, þú átt fullan kassa af sultu á Hlíðarvegi 37....hún Gunna í Kópavoginum bað mig fyrir þessu því ég var á leiðinni vestur. kveðja Svanlaug

Svanlaug (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 18. júní 2008

Sæl sæl.

Þú ert yndisleg. Kveðja,Gurrý Péturs

Guðríður Pétursdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 8. apr. 2008

Til hamingju með fermingarbarnið

Sælar frú mín góð,ég er ekkert á þessari plánetu undanfarið og hafði ekki gert mér grein fyrir að Björgúlfur væri orðinn fullorðins,til hamingju með það,tíminn flýgur og skilur mig bara eftir í fornöld,ég er sko með tvær bloggsíður og hef ekkert bloggað enda Nonni að gera okkur gráhærð af áhyggjum og kennarana líka,en hann er á leið í fleiri rannsóknir sem betur fer er líklega með gigt þau próf voru jákvæð hjá honum,en hann andar enn sem betur fer þó hann hafi gert hlé á því tvisvar í skólanum svo hann er búinn með sjúkrabílakvóta skólans hehe.heyri í þér bæbæ luvju Ásdís

ásdís Valdimarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 27. mars 2008

Bara að kíkja!

Varð að kíkja á síðuna þína eftir spjallið uppi á Skýli um umdeild skrif á síðunni. kveðja Fanney

Fanney Pálsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 26. mars 2008

Út úr skápnum!

Sæl Ylfa Mist Ég veit ekki hvort þú manst eftir mér en við höfum hist á Smáraveginum. Ég bý með gamla kennaranum þínum honum Heimi. Svo er ég jafnmikið skyld Halla og Huld, það er bara annar afabróðir Halla sem er pabbi minn. Það var gaman að lesa prakkarasögu af syni þínum, minnti mig á þegar Halli, þá líklega um 3 ára, hjálpaði frænku sinni, dóttur minni, að mála dágóðan hluta af einum vegg í einu herbergi hjá mér í Brekkugötunni á Akureyri með rauðum og bláum vaxlitum. ;) Ég hef haft gaman af að lesa skrifin þín og nú fer ég kannski að skrifa eina og eina athugasemd fyrst ég er komin út úr skápnum.

Gunnur Ringsted (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 22. feb. 2008

Hæ bara að kvitta

Sæl Ylfa mín og takk fyrir spjallið um daginn. Ég sá að nú vilt þú að ég kvitti þegar ég kíki við svo hér er það. Kveðja Ragga

Ragnhildur Stefánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. jan. 2008

Ylfa Mist Helgadóttir

Til Selmu

Hurðu, við erum í Bolungarvík og eigum þrjá stráka. Björgúlf, Birni og Baldur Hrafn. Ég er nýbúin að skipta um vinnu og er núna starfsmaður á sjúkrahúsinu í Bolungarvik.

Ylfa Mist Helgadóttir, mán. 14. jan. 2008

Selma Sigurbjörnsdóttir

tamina

hæ takk fyrir inn litið ylfa min og takk fyrir hrosið, ja eg a sindra 12 ara og elvu björk 3 ara, og svo verður það ekki meir af börnum:)en hvað att þu af börnum, eg veit um björgulf en ekki meir? og hvar ertu a landinu og við hvað vinnuru? kv selma.

Selma Sigurbjörnsdóttir, fim. 10. jan. 2008

Selma Sigurbjörnsdóttir

hæ elsku ylfa mist min:)

hæææææ elsku dullan min gaman að skoða blogið þitt, eg var að lesa blogið hans jula jul, og sa nafnið þitt þar og langaði nu að sja hvað þu ert að gera og svoleiðis:) svo langaði mig lika bara til að kasta a þig sma kveðju:) en..hafðu það sem allra best ylfa min og öll þin fjölskylda:) kveðja selma sibba. ja og gleðilegt ar min kæra:)

Selma Sigurbjörnsdóttir, fim. 10. jan. 2008

Halló Ylfa

Sæl langt síðan ég heyrði í þér síðast. Vonandi ertu betri í öxlunum. Hurðu ég er búin að safna nokkrum krukkum fyrir þig og ætla að skilja þær eftir á tröppunum hjá þér þegar ég fer í göngutúr með Jórunni Ingu á eftir. Þarf svo að fara að droppa í kaffibolla til þín á næstunni. ps. geggjaður pistillinn um brasilíu-tískuna. svo hjartanlega sammála að mér þykir þetta perralegt að finnast aðlaðandi að líta út eina og 9 en við viljum alls ekki að 9 ára saklaust barn verði fyrir árás. jámm jæja bið að heilsa í bili kveðja Ragga

Ragnhildur (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. nóv. 2007

hæ hæ

komdu sæl Ylfa ! voðalega er heimurinn lítill og Ísland ennþá minna. Málið er að ég bý herna á Borg í Grímsnesi og í ágúst flutti kona frá Bolungavík í íbúðina við hliðin á mer sem ég er að farin að kynnast og líkar vel við. eftir gott kaffisopaspjall komumst við að því að við þekktum sömu manneskjuna þig. og hún bað mig um að skila til þín kærri kveðju já nafnið hún heitir Eva Ólöf kölluð Eva Hjalta. og her með er ég búin að því. hafðu það sem allra best kveðja Linda Rós :o)

Linda (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 3. okt. 2007

Sæl

Sæl Ylfa má til að kasta kveðju á þig kveðja frá Dalvík Sigga

Sigga Dalvík (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 3. sept. 2007

Huld S. Ringsted

Lítið land

Afi Halla þíns og pabbi minn eru bræður. Gaman að heyra af ykkur en manninn þinn hef ég ekki séð síðan hann var lítill, ég held ég hafi verið um tíu ára þegar hann var pínugutti og bjó með mömmu sinni og pabba í Brekkugötunni og var ég eins og grár köttur þar hjá þeim til að fá að passa Halla. Kær kveðja til þín og Halla Kveðja Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, lau. 11. ágú. 2007

frá gömlum nágranna

Sæl Ylfa mín. Bara rétt að kasta á þig kveðju, ég kíki alltaf reglulega á bloggið þitt og guð hvað mig langar í þessar sultur! Kveðja frá Kanada. Sunna Björk

Sunna Björk Bragadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 3. ágú. 2007

Sætur bróðir...

Gaman að heyra af litla bróður þínum, ég var bara svo undrandi. ;) Yndislegt að þú og Rúnar hafið svona gott samband. Ég sjálf á tvær ættleiddar dætur úr sitthvorri heimsálfunni og eina... eins og dæturnar segja óættleidda. Yndislegar systur. Bestu kveðjur Unnur

Unnur (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. júlí 2007

Ylfa Mist Helgadóttir

Svar til Unnar:

Takk fyrir þessa skemmtilegu kveðju Unnur. Já, það er staðreynd. Ég eignaðist lítinn bróður. Hann heitir Vilberg Samúel og er sonur Rúnars Vilbergssonar, sem er líffræðilegur farðir minn. Ég þykist vita að þú sért að spyrja um það hvort að Helgi, pabbi minn hafi eignast barn, en því fer fjarri!! En Rúnar og ég erum góðir vinir og höfum verið í góðu sambandi frá því að ég var 15 ára gömul. Bestu kveðjur til mömmu þinnar kæra frænka og takk fyrir innlitið á síðuna mína. Ylfa

Ylfa Mist Helgadóttir, sun. 8. júlí 2007

Sultugerð í Bolungarvík....

Komdu sæl Ylfa Mist! Það kom mér skemmtilega á óvart að rekast á þig hér á blogginu... hef ekkert sjálf, enda ekkert að segja. Það hefur verið mér mikil ánægja að lesa skrifin þín... síðasta klukkutímann. Til þess að gera grein fyrir mér, þá höfum við rætt saman í síma, ég er dóttir Kristínar H. Tryggvadóttur, mamma þín og mamma eru bræðradætur. Ég man síðast eftir þér sem smá unga, yndislegt barn með yndislegri systur. :) Það sem ég hef svo gaman af er að þú virðist vera mikil "sultu" kona, í Bolungarvík. Mín fyrsta reynsla í sultu- og marmelade- gerð var eftir heimsókn til Bolungarvíkur. Hitti ég þar fyrir yndislega konu að nafni Martha, sem gaf mér frábærar uppskriftir, ég hitti hana vegna þess að hún var kona Karvels Pálmasonar og var ég tengd honum í gegnum "pólitík". Það var ekki spurning, bjó þá í Súðavík... og vhallah... sultugerð hófst. ;) Merkilegt þótti mér líka að sjá það að þú hafir verið að lesa margt sem ég held mikið upp á: "Too kill a mocking bird", "Colour of purple", ógleymanlegar bækur og áhrifaríkar. Ísfólkið var auðvitað alveg spes... Ég sé að þú ert á "Flickr"... með ljósmyndaáhugann sem er svo ríkjandi í kringum mig. Frábærar ljósmyndir... en spyr, er það staðreynd að pabbi þinn eignaðist son á þessu ári og þú lítinn bróður...:) ? Bestu kveðjur til þín og Irsu, mömmu þinnar og hundsins.. Unnur

Unnur (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 8. júlí 2007

ég aftur

þú mátt gjarnan kíkja mig her er slóðin á síðuna mína blog.central.is/holy-one kveðja Linda Rós

Linda Rós (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 29. júní 2007

sjaldseðir hvítir !!!

komdu sæl Ylfa ! ég rakst á þig fyrir tilviljun er ég var að lesa eitthvað blogg. við höfum ábyggilega ekki sest frá því í oldays á Dalvikinni. Gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá þer með lífið og tilveruna. en samt leitt að Danski draumurinn gangi ekki upp. en það kemur betri tími síðar og þú ert ekki uppgjafarkona heldur kröftug og styrk og lætur þetta ekki spilla fyrir þer hamingjunni. ég vona að þú og fjölkylda þín hafi það sem best. bestu kveðjur Linda Rós Jóhannsdóttir. Dallari

Linda Rós (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 29. júní 2007

Víst kom sms

Sorry dreg allar kvartanir til baka, sá smsið áðan. Æði að vera brunarúst í sumarfríinu. Gott að hitstigið í Danaveldi er farið að aðlagast AÐ ÞÉR. Það verður ekki gaman að bera alla kassana út úr gámnum þegar þar að kemur... svit svit. Hvað áttu annars að vera margir kassar pr family, 3o ???? Sýnist þeir verða AÐEINS fleiri. 40 feta gámur kominn sterklega inn í myndina!!!Góða nótt dúllur.

valrun (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 10. júní 2007

Engar veðurfréttir!!!

Hæ og hó , hér hafa ekki komið neinar veðurfréttir í dag. Er nokkuð liðið yfir mína þarna í hitanum eða þessir " legsteinar" læknisins eitthvað að láta á sér kræla...engin sms í gær eða dag...humm humm. Er með bauga og dreymir pappakassa, fór niðureftir að tékka á húsinu ykkar í gærkvöld...sé að ég er bara í rosagóðum málum!!!Eins gott að ég verð búin að pakka niður mínu húsi þegar þið komið aftur. Hver veit, verð kannski byrjuð á ykkar!!!Loveja all, kyssa strákana mína....Kveðjur Valrún

Valrun (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 10. júní 2007

Sigríður Karen Bárudóttir

Gaman að rekast á þig

Sæl Ylfa! Rakst á nýja bloggið þitt þegar ég var að lesa um veikindin hennar Þórunnar litlu. Skil ég þig rétt að þið ætlið að leggja land undir fót og flytja til Danmerkur? Gangi ykkur fjölskyldunni vel og vonandi finnið þið ykkur þar sem þið verðið. Ég fæ svo að kíkja hingað í heimsókn til þín af og til. Bestu kveðjur frá Karen

Sigríður Karen Bárudóttir, sun. 10. júní 2007

Fann þig!! Ég fékk kveðju frá þér hingað á hjara veraldar og ákvað að leita að þér. Var nú ekki lengi að googla þig fullt um þig á netinu;) Er svo bara verið að fara að flýja land. Getur kíkt á síðuna okkar this.is/baldur og this.is/baer Kveðja Eyja

Eyja (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. júní 2007

HALLÓ YLFA MIST

Sæl og blessuð ég var mjög ánægð að fá póstinn frá þér um þessa nýju blogg síðu. Alltaf gaman að skoða hjá þér bloggið mín kæra. Já og mín bara að fara langt út í heim að kanna nýjar sljóðir. Bráðum kem ég og snýki kaffi hjá þér er sko alltaf á leiðinni. þú kannast við þetta :) Bið að heilsa í bili kveðja Ragnhildur

Ragnhildur Stefánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 6. maí 2007

Hamingja

Ó Ylfa mín hvað það gleður mitt litla hjarta að vita af þér á ný í netheimum. Ég þarf líka að fara að fylgjast betur með þér og kynna mér bolvíska siði og menningu þar sem að Una Guðrún er búin að skipuleggja ferð til Bolungarvíkur í sumar. Já við mæðgur ætlum að gerast "Vesturfarar", því firðina höfum við aldrei augum litið.....og þykir Unu það mikil skömm ! Ég býst við að mæta í sultukennslu til þín, er það ekki annars? Við getum að minnsta kosti mjólkað eins og eina hvítvínsbelju (já eða rauða) saman eina kvöldstund ;o) En heilsur í bæinn þinn fagra, Stína Dallasmær með meiru....(soon to be Ólafsfjarðarmær) www.kristing77.bloggar.is

Stína (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 5. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband