Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Næstved...

Mér finnst það bara svo flott bæjarnafn. Er samt held ég ekki að flytja þangað.

En út fer ek, því mitt hús er útleigt! Fjögurra barna faðir hefur tekið húsið mitt á leigu og er það vel. Viss um að það á eftir að fara vel um hann. Gallinn er bara sá að hann vill fá húsið 1. júlí. Það er mánuði fyrr en við reiknuðum með að losa það. Og þar sem við förum suður... ekki á morgun heldur hinn og komum ekki heim fyrr en 28. júní,....þá veit ég ekki ALVEG hvernig við förum að. En það skal nú samt ganga.

Hér hefur verið spánarblíða. Allsber börn í garðinum að sulla og við hjónin eins og holdugt White trash úti á plani með hálfa búslóðina í kringum okkur, og allt til sölu! Halli með gítarinn og ég sígarettuna! Sjáið þið þetta ekki alveg í anda! LOL!  Hvítt hyski. Það erum við.

Nú er hann farinn á lögguvakt, kemur í fyrramálið og ég´auðvitað búin að fylla húsið af börnum foreldra, hverjir eru á sjómannadagsfylleríi í Víkurbæ. Það er ágætt. Á meðan ég þarf ekki að fara á ball er ég bara fegin að fá að hafa börnin!

Nú taka við þrjár vikur í Danaveldi. Á þeim þarf að ganga frá atvinnu, búsetu og ....öllu öðru. Svo bara heim að pakka á kortéri. Við þurfum hjálp. HJÁLP!!!!!!!


Premier trommusett til sölu!

Jæja, nú hefur hann Halli minn ákveðið að selja dýrgripinn sinn: Premier settið. Það er sumsé til sölu hér. Þetta er auðvitað það allra besta, kostar nýtt 350 þúsund en ég held hann ætli að láta það á 200.

Svo má til gamans geta þess að hér fæst líka tengdamömmubox, lazy boy stoll, kommóður, barnarúm, bílstóll og sitthvað fleira. Míkrófónn, -til að syngja í, og allskona svoleiðis drasl. Ég er með bílskúrssölu í dag :)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband