Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
30.6.2007 | 00:17
Ljótir eru þeir, satt er það!
En samt einhvernveginn svo sætir!
Mér finnst afar athyglisverð stellingin sem Toggi er í þarna þegar hann blæs í Óbóið. En svona hljóta menn auðvitað að þurfa að vera þegar þeir spila á Óbó. Það segir sig sjálft!
Fyrrnefndur Toggi hringdi einmitt í gær og tilkynnti komu þessara Ljótu Hálfvita vestur á firði fljótlega. Eins gott að fara að steikja kleinur! Halla til ómældrar gleði mun að öllum líkindum ferðast með þeim Hálfvitum, Kristjaníubúinn og æskuvinur hans, Boggi. Veit ekki hvort Boggi borðar kleinur.
En það er best að segja litla sögu, núna þegar klukkan er að verða tólf og ég er svo sólbrennd að ég get ekki sofnað. Halli er á lögguvakt og börnin sofnuð. Sem frægt er orðið hugðum við á flutninga til Danmerkur en erum komin heim með skottið á milli lappanna og farin að taka upp úr kössunum. Þetta var útúrdúr sem mér fannst bara svo fyndinn. En hér kemur sagan. Hún er líka fyndin.
Á Kastrup voru að sjálfsögðu þó nokkuð margir íslendingar og þar með talin ein ágæt dalvísk kona, Gugga Tona að nafni. Gugga var hluti af uppvexti mínum, sem starfsmaður íþróttahússins og hefur látið köldu bununa dynja á mér í sturtuklefunum oftar en ég hef tölu á, eftir íþróttaiðkanir þær sem ég var skylduð til í æsku. Guð má vita að ég er hætt þeirri vitleysu. Enda engin Gugga verið nærri til að kæla mig niður. Eins og títt er um íslendinga, hvað þá sveitunga í útlöndum, klístruðum við okkur saman og settumst öll niður til að borða á meðan beðið var eftir fluginu. Við erum auðvitað að þvælast með þrjú börn og þau frekar þreytt og geðstirð þannig að erillinn við þetta allt saman hafði verið töluverður.
Ég er með brest. Hann lýsir sér í því að þegar atið og hamagangurinn verður mikill þá kemst ég í annarlegt ástand og verð vægast sagt frekar ...........utangátta.
Þegar börnin voru loks búin að ákveða hvað þau vildu borða og allir voru sestir og byrjaðir að spjalla sullaði eitthvað af börnunum mínum niður. Ég stóð ég upp til að ná í servíettur á skenkiborð sem stóð skammt frá. Ég settist aftur og hélt áfram að tala, með fullan munnin af pizzu og ætlaði að fara að þurrka upp af borðinu. Það var ekkert á borðinu. Ég leit upp og starði beint framan í bláókunnugan mann sem sat á móti mér með fartölvuna sína og skildi augljóslega hvorki hvað ég var að segja, né þá heldur hvað ég var að gera þarna!! Fyrir aftan mig hlógu íslendingarnir og það sem verra var; fyrir utan þennan eina "útlending" sem ég hlussaði mér fyrir framan, var borðið þéttskipað íslendingum!
Gugga stundi: Þú hefur nú lítið breyst, Ylfa Mist.
Og það er eflaust alveg rétt.
En Haraldur hefur hins vegar breyst. Það sást best á því þegar við vorum búin að standa töluvert lengi, uþb. klukkustund eða svo í röðinni niðri í "tékkinninu" að bíða eftir að þessi eini kvenmaður sem var að afgreiða, myndi nú lifna við, eða að minnsta kosti vakna. Hún var á þessum klukkutíma búin að afgreiða þrjá. Flestir í röðinni, sem auðvitað voru mest íslendingar, voru farnir að ókyrrast töluvert þegar öðrum deski er skellt upp og röggsamur kvenmaður fer að tékka inn. Þegar röðin kom loks að okkur þá geystust skyndilega hjón inn í sjónlínuna og hentu sér á afgreiðsluborðið. Við bökkuðum og heyrðum óánægjukurr fyrir aftan okkur í röðinni.
Nú.! Undir venjulegum kringumstæðum er það Frú Ringsted sem sér um svonalagað í aðstæðum sem þessum. Það er oftast Frú Ringsted sem sér sig knúna til að standa yfir fólki í sturtuklefunum og heimta að það þvoi sér án sundfata. Það er Frú Ringsted sem bendir fólki á það að það sé óþarfi að tala hátt í bíó. Það er líka Frú Ringsted sem snuprar dónalegt afgreiðslufólk eða skilar matnum á veitingahúsum, falli hann henni ekki í geð. Frú Ringsted tæki slíkt jafnvel að sér fyrir aðra líka, væri sá gállinn á henni. En þarna var Frú Ringsted bara orðið heitt, hún var þreytt og þyrst. Barnið á handleggnum seig í og hún vildi bara komast í gegn um innritun á alls vesens. En viti menn! Haraldur Ringsted, hinn dagfarsprúði geystist fram og þrumaði yfir salinn! You are not next!!! Fólkið horfði á hann og skildi ekki alveg hvað hann átti við, enda höfðu þau ekki tekið eftir hlykkjóttri röðinni aftan við "bandið" sem halda á öllu í skefjum í svona byggingum sem þessari. Haraldur Ringsted æddi að fólkinu og bókstaflega henti því aftur fyrir hníf og gaffal, alla leið í hinn enda salarins þar sem það mátti reka lestina.
Haraldur Ringsted uppskar ómælt þakklæti íslendinganna í röðinni og ómælda undrun eiginkonunnar.
Þegar ég impraði nú á því við hann að fólkið hafi ekkert vitað að það væri að troðast fram fyrir, hreytti hann því út að það væri nú ekkert skrítið; þetta væru ÚTLENDINGAR!!!
Hálfvitaleg plata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.6.2007 | 11:55
Komin HEIM
Það sprakk hjá okkur á leiðinni heim í gær. Það hlýtur að tákna að Halli sé um það bil að fá góða vinnu og við fáum gott tilboð um notuð húsgögn ásamt ísskáp í dag :)
Það er gott að vera komin heim. Búin að drekka morgunkaffi með Valrúnu og get núna farið að taka upp úr kössum.
Garðurinn er með mánaðarhátt gras og allur frekar sjoppulegur. Hvað er ég að slóra???
Farin út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.6.2007 | 14:18
Ringning dauðans, allsberir pónýhestar og atvinnutilboð!
Baldur sagði okkur í gær að allsberir pónýhestar sem hefðu vængi, þeir gætu flogið.
Þá vitum við það.
Við ætluðum að fara og skoða safn hér í Lejre í dag þar sem fólk býr eins og í gamla daga, starfar og lifir einhverjum öldum aftar en við í dag. En vegna rigningar, og þá er ég að tala um úrhelli, erum við bara heima að "hygga" eins og Steina segir. Hjálpa Gunna ofurkokki að undirbúa grillveislu fyrir 80 manns og borða kökur, drekka te og pakka niður í rólegheitum. Svo förum við bráðum að tía okkur af stað til Kastrup vallar. Við verðum að öllum líkindum frekar þreytt á morgun en ætlum samt að reyna að renna vestur. Verst að við þurfum eiginlega fyrst að kaupa okkur ísskáp og sitthvað fleira því að við seldum eiginlega allt undan og ofan af okkur!!! Við eigum þó enn rúmin okkar og sjónvarpið.... sem Björgúlfur á eiginlega. Okkar er orðið gamalt og virkar ekki alveg. Þvottavélin er enn á sínum stað niðri í kjallara Hraunbergshússins og diskar og glös eru í kössum. Það besta er samt að Halli fékk ATVINNUTILBOÐ núna áðan!!! Hann var head-huntaður á einhverju jobindexi á netinu og býðst vinna hér í nágrenni Kaupmannahafnar. Við erum nú samt bara róleg í bili. Fáum nú kannski að vita meira um laun og þessháttar áður en við hættum við að hætta við :)
Ég hringdi í gær á leikskólann heima og sótti um plássið hans Baldurs aftur. Auðvitað er búið að fylla í það nú þegar en ég krossa bara putta og vona það besta. Birnir fékk glænýja skólatösku í Legolandi. Það er sko Bionicle taska....ef einhver veit hvað það er... og hann hlakkar til að þramma með hana göngustíginn í haust.
Ég er á bömmer yfir að vera búin að henda öllum sultukrukkunum mínum. Markaðsdagur á næsta leiti og ÉG Á ENGAR KRUKKUR!!! Þá get ég ekki gert neina sultu til að selja! Hvað á þá að bjarga fjárhagnum???
Eins og Steina segir: Ljós frá Lejre, I´m coming home!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2007 | 07:53
Dagur fra Hell.....
Vid keyrdum til Gedsen i gær til ad na ferjunni til Rostock. Misstum af henni. Tha skruppum vid til Nykøbing til ad fa okkur ad borda. Fengum okkur ekta danskan fråkost sem innihelt baedi sild, steikta raudsprettu og audvitad remoulade. Mjøg danskt og MJØG GOTT!!
Aftur til Gedsen til ad na næstu ferju. Hun var full. Thar ad auki var madurinn i hlidinu einkar donalegur. Vid vorum ordin half ful. Akvadum samt ad fara i Bonbonland til ad bjarga deginum fyrir børnin. Vorum komin thangad klukkan half thrju. Gardurinn lokadi FJØGUR! A thessum eina og halfa tima sem vid høfdum i gardinum tokst ad na i okkur fra Islandi til ad tilkynna okkur ad vidgerdin a bilnum okkar kosti a thridja hundrad thusund kronur!
Vid yfirgafum BonBonland og akvadum ad hugga okkur med thvi ad kaupa eithvad rosalega gott i matinn. Vid buum sko hja GunnaPalla KOKKI! Veisla alla daga. Fyrir valinu vard Flæskesteg i skiver med persillesås, eftir simtal vid kokkinn. Vid forum til Næstved ad kaupa i matinn. Lentum i molli daudans og thar var lagvørubudin BILKA. Vid gatum audvitad ekki stillt okkur, enda utsala i Bilka. Vid keyptum føt a børnin og okkur i stofum stil og thegar vid komum, vopnud tveimur kerrum ad kassanum, tok sinn tima ad koma thessu øllu i gegn thar sem ad a kassanum var svona dæmigerdur Bonus-unglingur ad afgreida. Thid vitid; thessi sem var ad byrja i DAG!
Thegar allar vørurnar voru komnar i gegn, stamadi verslings unglingurinn thvi upp ur ser ad budin tæki BARA DANKORT! Vid hefdum alveg matt buast vid thessu. Fæstar budir her taka annad en Dankort. Einkennilegt, thar sem Danmørk gerir mikid ut a turisma. Eg var ordin svo frustrerud ad eg øskradi a aumingja unglinginn: vorfor i helvide tar du ikke VISA!!! med serlega kjarnmiklum dønskum hreim. Hann hrøkk til baka og reyndi ad utskyra ad svona væri thetta bara en ef vid færum ad kassa numer 1, tha gæum vid........
MOLBUAR!!!
Heim komumst vid, daudthreytt og fengum dyrdlegan mat. Thad var finn endir a thessum annars mislukkada degi. Svo komum vid heim a morgun og eins og dvølin her hefur verid dasamleg, tha hlakka eg til ad sofa i thurra ruminu minu og fara i thurru føtin min. Eg er ekki vøn svona miklum loftraka eins og her. I dag er hann td 94%!!!! Eg hlakka lika til ad draga djupt andann og fylla lungun af brakandi fersku og svølu vestfirsku lofti sem inniheldur ekki gramm af mengun. Sidan hlakka eg audvitad til ad fylla lungun af almennilegum sigarettureyk, danir selja nefnilega ekki mina tegund
Kvedjur til ykkar allra ur husi ljossins her i Lejre.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.6.2007 | 19:53
Eg fer nu samt ad versla i Thyskalandi a morgun!!
Vid ætlum ad taka ferju til Rostock en thad myndi einmitt vera heimabaer fyrrum kaerustu Halla. Tilviljun? Eg held ekki :)
Fuglaflensa eda ekki...fer samt. Og shoppa thar til eg droppa......
(bidst afsokunar a islenska stafaleysinu, kann ekkert a thetta lyklabord.....)
Fuglaflensa staðfest í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2007 | 10:58
Þar lágu Danir í því!
Ég veit varla hvað ég á að segja né þá hvar ég á að byrja.
Síðustu þrjár vikur hafa verið vægast sagt sveiflukenndar. Við höfum verið í yndislegu sumarhúsi á Jótlandi með ættingjum og haft það reglulega gott. Halli hefur farið í atvinnuviðtöl og við höfum sinnt húsnæðisleit við reyndar heldur bágbornar aðstæður þar sem ekkert var netið.
Vinnan sem Halli fékk var hræðilega illa launuð. Alls ekki nóg kaup fyrir íslenskar eyðsluklær. Sú vinna sem við vonuðumst helst eftir að hann fengi, fékkst ekki okkur til undrunar og vonbrigða þar sem búið var að ýja að því við hann að hann væri nokk öruggur með hana. Þeir ákváðu að fara í samstarf við barnlausan dana. En jæja, honum var boðin vinna, en þá er það nú húsnæðið. Það er allt of dýrt í kring um vinnustaðinn. við erum, eins og aðrir íslendingar, skuldug upp fyrir haus og verðum því að hafa amk, nóg fyrir skuldunum. Okkur bauðst þó eitt æðislegt hús með riiiisastórum garði og hellingsplássi, fyrir litlar 8000 kr danskar á mánuði. Það er heldur stór biti fyrir okkur þegar launin fyrir skatta áttu að vera 23000 krónur danskar!!! Glufur opnuðust og lokuðust til skiptist og allt var í lausu lofti.
Á endanum ákváðum við að fara bara aftur heim og salta þetta ævintýri í ár eða svo. Þetta er of mikil óvissa og ringulreið, okkur langar bara heim í fallega húsið okkar og fallega garðinn... sem líklega er fullur af illgresi og vanhirtur með afbrigðum, og hitta alla góðu vinina sem maður lærir að sakna þegar maður er í burtu. Danmörk er yndislegt land, fullt af skemmtilegum hlutum og fallegum gróðri. En hér eru engin fjöll. Engir dalir. Engin villt náttura. Engir Jökulfirðir. Engar Hornastrandir. Enginn Svarfaðardalur. Engin amma og afi á Ísafirði. Engin amma Ella og enginn afi Einar. Engin Alla í sveitinni. Engin Óshlíð...... nei, nú er ég greinilega að sjá hlutina í ljósi þess að fjarlægðin gerir fjöllin blá!!!
Ég er Íslendingur. Vissulega íslendingur sem langar að prófa að búa erlendis. En þjóðernisremban er mér í blóð borin. Það hef ég fundið núna undanfarið.
Núna erum við að njóta síðustu daganna hjá hinni yndislegu Steinu frænku sem er uppi á lofti að hugleiða á meðan ég blogga. Hún hefur verið svo boðin og búin þessi elska að hjálpa okkur og gekk svo langt að bjóða okkur að búa hjá sér á meðan við værum að finna út úr þessu öllu saman! Við ætlum að eiga það inni. Það var svo skrítið að þegar við vorum búin að taka ákvörðun um að hætta við, fórum við að fá boð um aðstoð frá ótrúlegasta fólki. Gömlum vinum og kunningjum sem eru ýmist búsettir hér eða á leiðinni hingað. Meira að segja einhverjum Ísfirðingum sem við höfum aldrei hitt og fréttu af okkur hér á hrakhólum. Það er fólk sem hefur búið í Danmörku í langan, langan tíma og konan var víst í bekk með einhverjum sem er mér tengdur.... eða eitthvað....!!
En af því að tíminn var þetta knappur orðinn vegna minnar vinnu og vegna útleigunnar á húsinu heima, þá ákváðum við að halda okkar striki. Við vorum búin að segja legjandanum upp, aumingja maðurinn hafði ekki einu sinni fengið að koma inn í húsið áður en honum var sagt upp!!! En það verður gott að vita af hjálpinni þegar til kemur. Við eigum sko eftir að nota öll sambönd :)
Nú ætla ég út í blíðuna og njóta þess að vera með skyldfólkinu þennan stutta tíma sem eftir er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2007 | 13:58
Tvo lond a degi
Logdumst i verslunarferd til Tyskalands i dag. Erum a netkaffihusi i Flensburg. Tad er svo odyrt ad versla her ad danir flykkjast thetta is storum stil og tollyfirvold eru farin ad hafa af tvi ahyggjur.
Annars er hitinn ad laekka, thetta er ordid baerilegt. Eg var ad drepast ur heimthra i marga daga, er ad lagast. Er ad fara ad skoda fasteign i Skjern a eftir. Thad er fallegur baer og stutt a strondina. Valrun min, thad fylgir meira ad segja verkstaedi med! Best ad innretta thad bara fyrir ykkur!!!
Astarkvedja fra Flensburg. Halli er ad kortleggja borgina i minni sitt svo ad vid komum til med ad rata her thad sem eftir er aevinniar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.6.2007 | 17:06
Dnamørk hin heita
Nu er eg i Lejre hja Steinu fraenku sem er med danskt lyklabord. Eg veit ad thad a ad vera haegt ad finna islenska stafi en eg nenni ekki ad kalla i hana. Hun er nefnilega ad vaska upp og tha tharf eg ad taka vid uppvaskinu :)
Thad er 30 stiga hiti her. Full heitt fyrir minn smekk en eg er audvitad islendingur og ekki vøn svona hita. Nú er ég búin ad finna kommuna yfir íid!
Vid vorum ferlega threytt i gaer. Gátum varla haft augun opin. Ég var svo stressud í fyrrinótt ad ég sofnadi ekkert fyrir flugid. Vid fórum til Hróarskeldu í dag, keyptum okkur danskan farsíma og allir fengu nýja sandala. Vid fengum okkur líka litla uppblásna sundlaug svo ad nú busla strákarnir saelir og áneaegdir úti í gardinum yndislega hennar Steinu. Vid førum líklega á strøndina á morgun. Thad er alltof heitt til ad vera ad fara í einhvern skemmtigard.
Thar til naest, Hej hej..... :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.6.2007 | 17:38
Svefnvana fólkið....
Við komum til Reykjavíkur í ausandi ringningu í nótt. Skildum allt eftir á hvolfi heima í Hraunbergshúsi og ókum bara af stað út í nóttina. Örþreytt. Drösluðum börnunum inn til Sörufrænku klukkan fjögur í nótt og gengum inn í Himnaríki. Nýuppbúin rúm og falleg birta í herberginu sem hún hafði nostrað við og gert huggulegt. Það var unaðslegt að fara uppí og steinsofa......til átta. Þá vöknuðu litlu herforingjarnir okkar og mamman drattaðist á lappir. Pabbinn fékk að sofa til hádegis og þá lagði konukvölin sig. Svaf til HÁLF FIMM!
Í fyrramálið klukkan fjögur vöknum við svo og förum til Keflavíkur. Fljúgum svo eins og fuglar til Danaveldis. Ef einhvern í RVK langar að hitta okkur í kvöld má hafa samband ;)
Hún Lóa Blómarós dó í gær. Enn ein hetjan sem barist hefur við krabbann ljóta í langan tíma. Lóa var úr Dýrafirðinum og var nýkomin suður eftir þriggja daga ferð í dýrðina heima í sveitinni. Guð blessi hennar fallegu og æðrulausu sál og veri með foreldrum hennar og systur nú þegar þau takast á við söknuð og sorg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2007 | 09:54
Fjör, ferðalag og fyrirbæn.
Púff. Það er svo mikið að gera. Við erum búin að selja um það bil helminginn undan okkur en ekki sér högg á vatni ennþá. Ella og Einar Björgúlfsamma og -afi komu hér í gær eins og þeir frelsandi englar sem þau eru og hjálpuðu okkur við niðurpakkið. Ekki veit ég hvað við munaðarleysingjarnir gerðum án þeirra. Þau eru BARA yndisleg. Björgúlfsafi kom í gærmorgun með fullt af kössum og bóluplasti og allskonar "flutningsdóti." En við eigum laaaaangt í land.
Það er mjög vel þegið sko ef einhver kemur og klárar þetta á meðan við erum í Danmörku í júní
Garðurinn er sleginn og beðin nokk hrein svo að við ættum svosem að geta horfið skammlaust á brott í bili. Það verður gott að komst í frí. Yndislegt. VIð ætlum að keyra suður í dag. Eigum sko alveg eftir að pakka niður fyrir sjálfa Danmerkurferðina......
Best að hefjast handa. Áður en ég kveð, langar mig að biðja ykkur að leiða hugann að lítilli stúlku sem er vensluð í fjölskylduna hans Halla. Hún heitir Þuríður Arna og er fimm ára. Hún er með krabba í höfðinu og á að fá út úr niðurstöðum í dag. Móðir hennar heldur úti heimasíðu, tengillinn er hér til hliðar. Aslaugosk. Allar þær bænir sem beðnar eru þessari litlu stúlku til handa þær skila sér. Allt gott skilar sér alltaf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)