Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Feminískar beljur...

....súpa sjálfsagt hveljur, er eftirlætissetningin mín í allri dægurlagaflórunni.

Skilgreiningaráráttan er slæm árátta. Og lýsir yfirleitt neikvæðri áráttu. Rasisti, fasisti, kapítalisti, nasisti, perfectionisti, sexisti, feministi, (er ekki það sama að vera sexisti og feministi?) alkóhólisti, nihilisti.....eiginlega allt nema kommúnisti! (þetta var bara fyrir Yrsu systur.) Allir þessir "istar" eru fólk sem annaðhvort er skilgreint af þjóðfélaginu eða sjálfu sér, og þá líklega vegna þess að enginn annar vill skilgreina það. Eigninlega er svipað að vera "isti" og að búa í einhverju ríkjanna sem enda á "stan." Kasakstan. Túrkmenistan. Daghestan.... Þetta er hvorttveggja stórhættulegt.

Ég á reyndar ágætisvinkonur sem eru "istar." Flestar þá ýmist perfectionistar eða alkóhólistar. Jafnvel feministar! Ein til dæmis, hún Matta, hefur alla sína rauðsokkulituðu tíð, liðið fyrir það að vera einungis kona og því gerst feministi. Ég reyni eins og ég lifandi get, að benda henni á þessi mistök, en hún lætur sér alls ekki segjast. Pínir bara upp á mig uppskriftum af núðlusúpum og betty crocker barnaafmælum! En þar sem ég er umburðarlynd kona og leyfi öllum að vera eins og þeir eru, þá brosi ég einungis góðlátlega og jánka......

Ég hefði nú gaman af því að fá viðbrögð þessarra vinkvenna minna við eftirfarandi pistli. Svo er nú það, að við hjónin erum Harry Potterfólk og höfum verið að hlusta á nýjustu bókina lesna af bandi. Stefan Fry, sá breski leikari er sögumaður og gerir söguna einkar spennandi. En þetta var útúrdúr.  Feminísk belja nokkur, Christine Schoefer, hefur greinilega stúderað Potterbækurnar (sem eru jú skrifaðar af konu) og séð sig knúna til að rita eftirfarandi:

Feminist criticism

Yet another vein of criticism comes from some feminist circles, Christine Schoefer prominent among them, who contended that the novels are patriarchal and male chauvinistic. According to Schoefer the series presents a world filled with stereotypes and adherence to "the conventional assumption that men do and should run the world," and she suggests that this conventionality might be a part of the comfort readers take in the series. Schoefer cites Harry's courage in dangerous situations in contrast to Hermione's apparent emotional frailty when confronting the same, along with her need for Harry and Ron's approval. Similarly, she contrasts the female Professor McGonagall and her similar frailty under stress compared to the composed and farsighted Dumbledore. In addition to this is the attachment of fraud to females (Professor Trelawney, Professor Umbridge), immaturity (constantly giggling, naive and catty school girls), and a general lack of daring, bold heroines. She also criticised the fact that the young Ginny Weasley is described by the archvillain, Lord Voldemort, as "the foolish little brat", and that he also says how boring it would be to listen to "the silly little troubles of an eleven-year-old girl".[76]

Hvert er heimurinn að fara, spyr ég nú bara. Fávís konan.

Nosey Parker!


Súpa dagsins

Siðan ég tók við móðurhlutverkinu á Langa Manga, hefur það verið mitt helsta markmið að vega hádegisverðinn "súpuna" til vegs og virðingar. Súpur úr pakka eru til dæmis bara ógeðslegar og ég myndi aldrei éta slíkt né hvað þá bjóða öðrum uppá annað eins. Súpur frá grunni, ýmist með baunum, grænmeti, fiski, kjöti eða bara hverju sem hugurinn girnist, alltaf með nýbökuðu, heimagerðu brauði. Þetta hefur mælst vel fyrir, enda ódýr og næringarríkur réttur. Við Gummi, sem á Langa Manga (heldur hann) ákváðum að til að geta verið með svona "súpueldhús" í hádeginu mætti það ekki vera of dýrt svo að við ákváðum að halda okkur við 550 krónur. 650 krónur ef fólk vill fá sér kaffibolla á eftir. Kaffið kostar venjulega 260 kr á kaffihúsum.

Það eru alltaf fleiri og fleiri sem koma orðið fast í hádeginu svo að ég vildi koma á einhverskonar "súpukorti" svo að fólk fengi einhvern afslátt ef það kæmi reglulega. Með aðstoð nágranna okkar á Rúv, hönnuðum við svona kerfi, maður borgar fyrir 4 súpuskammta en fær 5. Fimmti hver er frír. Auðvitað má kaupa 10 skammta og greiða fyrir 8 og svo frv. Sumum finnst líka þægilegt að geta greitt svona fyrirfram, t.d. um mánaðarmót og átt þá inni heitan hádegisverð þó að buddan tæmist eftir því sem líður á mánuðinn.

En í dag ætla ég að bjóða upp á kartöflusúpu með beikoni og graslauk, heimabakað hvítlauksbrauð og sítrónuvatn. Mér er ekki til setunnar boðið, best að fara og fíra undir kötlunum.

Góða helgi.

súpa dagsins

 


Nóg pláss hér

Tjah... ekki tekur mig nema um það bil 10 mínútur að keyra í næsta bæ í mína vinnu á morgnana. Og einmitt á háannatíma, eða um 08.40. Eða er það ekki þá sem þessi frétt er gerð???

Fólk getur bara flutt út á land eða tekið strætó. Vorkenni þeim ekki rassgat. Devil

Einu sinni sagði kona nokkur við mig og tónninn leyndi sér ekki:"maður velur að búa í bænum fyrir td. þau mannréttindi að fá ferskt kjöt..." Það er nú svo að kjötið sem við etum gerist ekki ferskara, hvað þá fiskurinn! Og ég get ekki ímyndað mér annað en það hljóti að slá í það á leið heim úr vinnunni, sé fólk fast í svona umferðateppum á leiðinni úr vinnu líka!!!


mbl.is Morgunumferðin þung í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karríer, sársaukaþol og samlokur....

Stíflugerð í Skálavík

Birti eina svona góðviðrismynd af því að í dag hefur verið rigning og fjúkandi rok. Það er gaman í nýju vinnunni, mikið að gera, sem er auðvitað skemmtilegt. Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst erfitt, eins og í dag, að vera ekki komin heim fyrr en hálf sjö og börnin sjálfala þangað til. Reyndar var Baldur Hrafn hjá vini sínum svo að ég gat unnið lengur. Venjulega vinn ég til fjögur. Strákarnir mínir eru ekki vanir að mamma þeirra og pabbi séu svona mikið í burtu. Þeir eru ekki vanir að vera allan daginn í vistun og ég er satt að segja með hálfgerðan móral. Ég er ekki meiri karríer kona en svo......

Ég ætlaði að skrifa svo mikið en núna er ég svo þreytt að ég man ekkert af snilldinni sem átti að rata hér inn. Hef sofið frekar illa undanfarið og þurft að mæta síðustu tvo daga fyrir allar aldir á FSÍ til að láta rannsaka í mér mallakútinn. Fór í magaspeglun í gærmorgun og á að mæta eftir mánuð aftur. Þá er eins gott að ég fái öllu meira krassandi lyfjakoktail en í gær! Þvílíkur viðbjóður! Af hverju er maður ekki bara svæfður? Er ég algjör aumingi eða finnst fólki þetta ekkert mál? Mér er sagt að fólk fari jafnvel stáledrú í gegn um þetta? Neiti jafnvel kæruleysissprautu og allt? Er þetta eins og með "hetjumæðurnar?" Sem fá engin verkjarlyf í fæðingu "aþþí að þetta er allt so náttúrulegt og þær hafa svo háan sásssaukaþrössssskuld..." Sem segir mér bara það eitt að ég er ónáttúrulegur aumingi sem vill fá deyfingu og svæfingu við hvert hugsanlegt tækifæri! Hmm.... ég þarf eitthvað að endurskoða tilfinningar mínar í garð þeirra sem hafa hærri verkja og sársaukastuðul en ég!

En hér er kominn kvöldmatur sem samanstendur af kjarngóðu íslensku samlokubrauði með skinku og osti, hituðu í grilli. Ég er nebblega karríerkona.

Karríerkona


Bahahahahahahaha!!!!!

Hálfvitar!!!

 


mbl.is Hálfvitar heita á Völsungsstúlkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rigningarhaust

Nú er ég að verða örvæntingarfull. Ég er svo hrædd um að það stytti bara ekkert upp og ég komist ekki meira í berjamó. Svo bara frjósi allt þetta vatn sem puðrast niður úr himnunum og ég endi á að tína eintóma berjaklaka!

Gunni bróðir Halla, frú og börn eru í heimsókn hjá okkur, ásamt hundinum Freyju. Í dag voru göngur í sveitinni okkar í Dýrafirði og Halli og Björgúlfur fóru í leitir. Við hin tókum meira bara þátt í að borða góða matinn sem var borinn á borð eftir að féð var komið í hólf..... Svo brunuðum við á Súganda og fórum í sund í ausandi rigningu og í kvöld er stefnan tekin á eina leggju eða svo áður en ég mæti á vakt á Langa Manga. Valrún vinkona er á tónleikum í Danmörku, man ekki hvort það eru Police, Toto, Eagles eða Brimkló... eitthvað af þessum uppáhalds böndum hennarCool. Ég ætlaði að hringja í hana á Skype-inu til að prófa. Hún fékk sér svona Skype síma. Þarf að fá mér svoleiðis og tengja í símann minn. Þá get ég hringt út um allar trissur á spottprís. Jæja. Halli er að elda einhvern gasalegan kjúklingarétt, best að fara og segja honum hvernig eigi ekki að gera það!

Luv, Frau Ring.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband