Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
11.6.2008 | 16:38
Yrsa Hörn Helgadóttir
Systir mín, Yrsa Hörn, afmælisbarn dagsins í Mogganum, er fertug í dag! Það þýðir að nú er hún á fimmtugsaldrinum (sem ég vissulega nýt að velta henni uppúr, henni til stakrar ánægju!) Til hamingju með daginn, gamla mín! Ég ætti auðvitað að vera hjá þér að éta með þér döðlutertuna góðu, ef ekki væri fyrir hann litla lasna systurson þinn sem vildi ólmur gefa þér Streptókokka í afmælisgjöf! En vertu róleg, ég held honum heima þangað til kokkarnir liggja óvígir!
Baldur fór sumsé til læknis í dag. Læknirinn er 24 ára. Það er heilum NÍU árum yngri en ég og ekki er ég þó komin á fimmtugsaldurinn! Ég mátti stöðugt passa mig á að segja ekki "svona Baldur minn, leyfðu stráknum að sjá í hálsinn þinn!!" En hann var prýðilegur læknir, drengurinn sá arna, var snöggur að finna hvað að væri og elskulegur í alla staði. Gaf drengum verðlaun og allt. Eyddi meira að segja tíma í að útskýra fyrir honum hversu mikilvægt væri að taka lyfin sín! Baldur lítur sömu augum á lyf og glóandi kol. Hann vill alls ekki taka nein lyf. En nú er möst og inn skulu fúkkalyktandi tuggutöflurnar því við megum fara af stað um leið og hann er orðin hitalaus.
Ég ætla út á pall í sólina, á meðan litla rófan sefur vært, og hlusta á Billy Holiday. God bless the child. Bæði veika barnið og afmælisbarnið. Já, öll Guðsbörnin bara! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.6.2008 | 19:01
Þriðjudagur... dagur til ferðalaga.
Þegar maður eignast börn veit maður alls ekki hverju maður á von. Ég til dæmis eignaðist Björgúlf sem var barna prúðastur og rólegastur og þannig hélt ég að börn væru. Tækju lífinu með stóískri ró og létu fátt koma sér úr jafnvægi. Hann var aldrei vælinn og harkaði hvaðeina af sér, laus við drama og vesen. Góður við aðra og heilsteyptur. Rauðhærður og fámáll víkingur. Nú er hann gelgja og er dálítið að breytast sem eðlilegt er. Hann er samt áfram heilsteyptur og góður drengur, mikil barnagæla og má ekkert aumt sjá.
Svo kom Birnir blómálfur. Fiðrildi með magakveisu og bláustu, stærstu og fegurstu augu veraldar. Ofurlítið strá sem fær hjartað til að bráðna við það eitt að sjá hann. Hann lét heyra vel í sér fram til þriggja ára aldurs. Þá varð hann fremur yfirvegaður en alltöluverð dramadrottning. Ekki má mikið útaf bera til að allt verði ómögulegt og hann vill hafa hlutina í dálítið fastari skorðum en bróðir hans, sá eldri, sem synti meira í gegnum alla hluti. Birnir er fatafrík og er sérlega umhugað um að vera smart. En hann er kelirófan mín og kossar og knús er aldrei til sparað.
Baldur Hrafn er karlmaður í húð og hár. Í honum er ekki ein kvenlæg fruma. Það er á hreinu. Hann er skaphundur hinn mesti og hefur verið allt frá fæðingu. Hlutirnir eiga að vera nákvæmlega honum til þóknunnar og minnsta hliðrun fær mann til að iðrast sárlega að hafa gert honum á móti skapi. En hann er hvíthærður með rauðar, dúandi bollukinnar og blá augu. Ólundarsvipurinn hans er krúttlegasti ólundarsvipur sem sést hefur og hann á það til að lauma útúr sér gullkornum á borð við: ég hata stelpur... og tjellindar lída! Já, og kellingar líka! Áðan uppástóð hann að vilja fá kanarífugla í kvöldmat. En hann borðar ekkert núna þessi ræfill enda sárlasinn.
Þannig að Dalvíkurferðin mín sem átti að vera farin í dag er komin á hóld. Ég á ekki von á þvi að komast af stað fyrr en á fimmtudag nema að straumhvörf verði á heilsufari drengsins í kvöld. En það lítur nú ekki út fyrir það! Hann er eins og glóðarkerti og geðvonskan hefur náð áður óþekktum hæðum! En ég trúi því að hann jarði pestina fljótt og vel og grafi hana niður í bakgarðinum með þvílíku offorsi að bollukinnarnar nötri.
Og uppí rúmi hef ég mátt liggja í allan dag, utan aðstoðarferða með sjúklinginn á klósett og til að sækja fyrir hann kók. Hann heimtaði að fá Ellu, ömmu sína hingað og Ella amma hlýddi og kom með ís og svala en fékk þá kaldar kveðjur frá úrilla sjúklingnum sem rak hana harðorður á burt! Allt leyfist manni þegar maður er veikur. Og krúttlegur. Kannski ég ætti að fara að elda eitthvað dásamlegt, eins og td. núðlur eða annað fljótlegt sem ekki krefst langrar fjarveru frá bælinu. Annars á ég ekki von á góðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.6.2008 | 01:57
Ísbjarnarblús og Time is running out.
Furðuleg vika að baki. Daginn sem Ísbjörninn frægi steig á land var hálfgert gjörningaveður hér í Bolungarvík. Sól og dásemd þar til allt í einu fór að heyrast dynur mikill og herþotur djöfluðust fram og til baka með ótrúlegum hávaða. Um leið fór að hvessa allmikið og skyndilega þutu dimm ský á ógnarhraða um himininn og sveipuðu fjöllin myrkri. Og björninn var unninn. Og þvílíkt fjölmiðlafár. Auðvitað hefði verið dásamlegt ef hægt hefði verið að deyfa dýrið og koma því til síns heima. En það virðist ekki hafa verið hægt og ekki ætla ég að þykjast vita betur. En mér þykir í hæsta máta ósmekklegt af Bandaríkjamönnum að gagnrýna morð íslendinga á hvölum eða ísbirni á meðan þeir stráfella fólk úti um allan heim ýmist með vopnum eða viðskiptaþvingunum. Ég veit að sumir kjósa að leggja dýralíf að jöfnu við mannslíf og það má vel vera að mannslífin séu ekki merkilegri þegar hugsað er um heildarmyndina. En ég er a.m.k ekki komin lengra en svo að ég skyti hvaða skepnu sem væri án nokkurrar umhugsunar ef ég sæi hana ógna mannslífi. Þ.e.a.s að því gefnu að við séum ekki að tala um morðingja eða misyndismenn Ef ísbjörn gengi á land hér í Bolungarvík þá skyti ég hann á nóinu, hefði ég á annað borð byssu. Ég tæki aldrei sénsinn á því að hann myndi slasa eða drepa börn eða fullorðinn einstakling.
Nóg um það.
Áfram heldur sumarið og er bara dásamlega hlýtt og gott. Heimilið mitt er ógeðslegt af því að ég nenni ekki að vera inni að taka til þegar það er svona gott veður. Það má líklega þrífa þegar haustlægðirnar ganga á land. Birnir er á fótboltaæfingum á morgnana og Baldur Hrafn fer í leikskólann um leið og pabbi hans fer í vinnuna. Ég fæ því ofurlítin svefnfrið eftir næturvaktirnar en nú á ég bara þrjár vaktir eftir og þá er ég komin í sumarfrí!
Ég fór í leikhús í kvöld og sá einleikjaröðina "Forleik" þar sem m.a. var sýnt meistarastykkið "munir og minjar" eftir Tótu vinkonu. Marta Sif sem lék hlutverkið var bókstaflega unaðsleg og ég hló mig máttlausa. Það verður gaman þegar Tóta kemur í heimsókn í Júlíbyrjun að sjá þetta á einleikjahátíðinni Act Alone sem er haldin hér vestra ár hvert. Hún kemur hingað vestur ásamt dásemdarmönnunum og tenórunum Eyjólfi Eyjólfssyni, Hugleikara og fóstbróður mínum í matarást, og Jóni Þosteinssyni "frænda" og munúðarseggi. Þau ætla öll að vera í viku hjá mér og ég mun halda þeim hrikalegt partý þar sem kakófóníur og heljarinnar aríur munu halda Bolvíkingum vel vakandi fram undir morgun!
Sjálf er ég með lag á heilanum sem ég hlusta á í Ipoddinum hans Björgúlfs Katalóníufara oft á dag. Ég býð ykkur að taka þátt í því með mér.
I think I'm drowning
asphyxiated
I wanna break this spell
that you've created
you're something beautiful
a contradiction
I wanna play the game
I want the friction
you will be the death of me
bury it
I won't let you bury it
I won't let you smother it
I won't let you murder it
our time is running out
our time is running out
you can't push it underground
you can't stop it screaming out
I wanted freedom
bound and restricted
I tried to give you up
but I'm addicted
now that you know I'm trapped sense of elation
you'd never dream of
breaking this fixation
you will squeeze the life out of me
bury it
I won't let you bury it
I won't let you smother it
I won't let you murder it
our time is running out
our time is running out
you can't push it underground
you can't stop it screaming out
how did it come to this?
you will suck the life out of me
bury it
I won't let you bury it
I won't let you smother it
I won't let you murder it
our time is running out
our time is running out
you can't push it underground
you can't stop it screaming out
How did it come to this?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2008 | 14:44
Auglýsingar.
Það má ótrúlegt teljast en er þó satt, ég er stundum beðin um að setja inn auglýsingar á síðuna fyrir fólk. Sem ég geri ekki nema mér sé málið skylt. Og nú er mér málið skylt að vissu leyti.
Þannig er að hún Alda Karen, kunningjakona mín var að festa kaup á fellihýsi og vantar að koma því vestur. Hýsið er nefnilega fyrir sunnan. Hún vill gjarnan borga svona eins og einn tíuðúsuddkall ef einhver (ábyrgur og góður ökumaður) er tilbúinn að draga þennan nýja skuldahala hennar með sér vestur, eigi hann leið hvort eð er. Helst sem fyrst. Og mér er málið þannig skylt að ég ætla mér að fá þetta fellihýsi lánað. Oft. Oft, oft, oft. Vinsamlega hafið samband við mig ef áhugi er fyrir hendi.
Næsta auglýsing. Mér er málið einnig skylt. Að Höfða í Dýrafirði fæddust allmargir hvolpar fyrir nokkrum vikum. Nú vantar þessa hvolpa heimili. Flesta þeirra a.m.k. Pabbinn er af næsta bæ, þokkalegur granni skilst mér og er hann Labrador. Mömmurnar, -já, þetta voru tvö got, voru aðallega íslenskar en þó eitthvað collie í þeim líka. Þeir eru hinir fallegustu, bústnir og loðnir. Flestir svartir og labradorslegir en svo einhverjir brúnir með svörtu í. Og ástæðan fyrir því að ég tel málið mér skylt, fyrir utan augljósan skyldleika við fólkið á bænum, er að ég mun enda með alla hvolpana heima hjá mér, fái þeir ekki heimili.
Þannig að: til sölu er tíuþúsuddkall fyrir drátt og slatti af hvolpum. Allt í sama númeri :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.6.2008 | 17:11
1. júní, klukkan er 17:OO og það er SUMAR---Viðbót!
Gleðilega hátíð, sjómenn, þeirra eiginkonur, kærustur, börn, barnabörn og allir landsmenn!
Eg hlýt að vera komin í annað land. Það er 1. júní, hitamælirinn á bak við hús hjá mér segir 18 gráður og athugið, það er í FORSÆLU! Öll fjölæru blómin mín er farin að blómstra sem er ótrúlegt og ég sló í annað skipti á þessu ári. Síðast fyrir réttri viku. Við erum að tala um það að þetta er Bolungarvík! Ekki Klaustur eða Fagurhólsmýri. Hér er venjulega rétt að byrja að örla á sumri á þessum árstíma. Jafnvel bara vori.
Húrra fyrir global warming, segi ég nú bara. Allavega í dag... Vinnan var búin klukkan tvö í dag hjá mér, lærið er í ofninum og ég er að bíða eftir Kramer-dýrinu, henni Irisi og við ætlum að sitja á svölunum hjá mér með einn kaldan og tala um sæta stráka... eða eitthvað! Sunnudagar voru einmitt fundnir upp til að vera svona. Kvöldið kemur svo með eitthvað jafnvel enn meira spennandi og huggulegt í farteskinu. Ef fram fer sem horfir
Svo er bara rúm vika í sumarfrí. Dásamlegt!
Ps) ég rak augun í stjörnuspána mína, og hún er svohljóðandi:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)