Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
30.3.2009 | 12:46
Fjórhjóladrifinn skutbíll óskast
..eða annar góður fjölskyldubíll. Hann má endilega hafa dráttarkúlu og gott farangursrými. Fjórhjóladrif er eiginlega möst.
Ég er ekki tilbúin til að borga mikið fyrir hann, ekkert yfir hálfri milljón verður skoðað. Greiðslufyrirkomulag; beinharðir peningar. Þarf að vera skoðaður til 2010, helst.
895 8507
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2009 | 14:43
Húmorískir heimilismenn.
Það sem hann Björgúlfur sonur minn getur verið mikið krútt!!
Hann er auðvitað með Facebook síðu eins og allir unglingar og mæður hans, bæði raun og stjúp, vakta þá síðu vel! og kommenta í gríð og erg, drengnum til stakrar gleði. Í gær póstaði hann statusnum; Björgúlfur; minnir á relationship status; SINGLE!!!! Og í lýsingunni á sjálfum sér skrifar hann; fyndinn, sexý og frábær faðir!!! Hahahahah, hann veit svo sannarlega hvernig á að höfða til kvennanna! Við stjúpa hans kommentuðum auðvitað og bentum honum á að það væri kannski áhrifaríkara samt að vera með aðra mynd af sér á síðunni en þá sem tekin var af honum í fermingarkyrtlinum! (ég geri mér grein fyrir að ef ég ætti stúlku, þá myndi mér líklega ekki þykja þetta jafn fyndið... en það er bara af því að ég hef svo gamaldags og ófeminísk sjónarmið sem mér leyfist að finnast þetta ÓGEÐSLEGA hlægilegt!!)
Annar húmoristi á heimilinu sem þessa dagana sem aðra beinir beittum spjótum sínum að ofholdgun frúar sinnar, Haraldur Fyrirtækiseigandi Ringsted, laumaði útúr sér einum gullmola á dögunum. Við vorum í kaffi hjá afkomanda Guðrúnar frá Lundi; Dalaprinsinum með meiru, og hans frú Dr.Splóru. Þar lá Frú Ringsted á sófa og var að spjalla við Dr. Splóru um hæð miðjudrengsins Birnis. Frú Ringsted segir sem svo; hann er náttúrulega mjög smávaxinn. Dr. Splóra svarar; jah... það hefur nú kannski eitthvað að gera með hæð móðurinnar?? Þá segir Hr. Ringsted hraðmæltur; Nei nei, hún sýnist bara hærri AF ÞVÍ AÐ HÚN LIGGUR!!!!!
Hahahahahahahahahahaha!!! Er furða þó ég hafi gifst þessu fífli! Hann fær mig til að hlæja!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.3.2009 | 20:40
Lyf, fyrirlestur og bylur...
Ég tók próf í lyfjafræði í morgun hjá Jónasi krútti og gekk þokkalega. Ég var nú ekki alveg sú best undirbúna en gladdist þó þegar eftirlætin mín, Gyllinæð, brjóstsviði og hægðartregða voru lögð til prófs! Meltingarvegurinn er mitt uppáhald! Held þó að rómversku tölurnar hafi ekki alveg verið kórréttar hjá mér. Tölur eru ekki mín deild, það er bara þannig! Rómverskar eða hvað, ekki mín deild.
Fengum síðan fyrirlestur í hádeginu frá skrifstofustjóra Sjúkraliðafélags Íslands sem held ég er, að öðrum ólöstuðum, eitt besta stéttarfélag á landinu, og vorum allar munstraðar í félagið. Þarna var líka voðalega fallegur drengur að kynna ungliðahreyfingu félagsins en klykkti svo út með því að segja að það væri fyrir 34 ára og yngri! Það útilokaði.... flesta!
Heim, fékk mér stutta lögn og þrammaði svo með Dóru Splóru í leikfimi. Það var auðvitað sama dásemdin og venjulega þangað til við ætluðum aftur heim í félagi við Gjósku mína, þá var kominn þvílíkur blinda-djöfuls-bylur að ekkert sá útúr augum! Við vorum ekki klæddar fyrir svona hvell en sem betur fer hafði ég eytt umtalsverðum tíma í að greiða mér og blása hárið áður en það varð að hrímaðri frostflækju!
Ég ákvað af þessu tilefni að hafa engan kvöldmat, enda afgangur af brauðsúpu og rjóma í ísskápnum sem og grænmetissúpu með grísahakkbollum frá í fyrradag. Það eru súpudagar þessa dagana, enda kreppa!
Og nú er það bara blátt strik uppí rúm með nýju bókina frá tengdó.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2009 | 18:37
Svo lengi sem hún skín.....
...er varla yfir nokkru að kvarta!
Það er svo fallegt veður. Sólin skín og það er svo bjart að í mig er kominn vorhugur. Ég var að vinna í nótt, dreif mig á lappir uppúr tvö, fór út með Urtu mína í göngutúr, kom heim og opnaði afmælisgjöf frá tengdó, það var bók sem ég ætla að byrja á í kvöld!! Spennó! Svo fór ég í apótekið, hitti Dóru Splóru og þær stöllur sem þar vinna, sótti svo vinina Baldur og Eystein á leikskólann, kom heim og fékk engilinn hana Diddu mína í heimsókn og við spjölluðum á meðan ég prófaði mig áfram með framandi rétt til að hafa í kvöld, drakk kaffi og fór svo í tölvuna að slæpast!
Maturinn tilbúinn, Halli kominn heim, börnin að leika sér úti og inni í herbergjum og sólin skín áfram! Svona eiga þessir dagar að vera! (ég reyndar skrópaði í leikfimi en ég bæti bara úr því með því að taka sprett eftir matinn!!!)
Við erum nokkrar stöllur að plana kvinnuferð til höfuðstaðarins um aðra helgi. Fara og sjá Óperuna hennar Dr. Tótu, hitta skemmtilegt fólk (helst samt aðallega konur) og svo reyndar þarf ég að kaupa mér einn bíl. (vona bara að það verði kona að vinna á bílasölunni!!) Síðan.... já, síðan TEK ÉG VALRÚNU MEÐ MÉR HEIM!!! Það verður DÁSAMLEGT! Við komum við hjá Jóafrænda í Hólmavík, förum í Reykjanesið og rennum svo væntanlega í hlað um leið og Halli verður búinn að sjóða þverskornu ýsuna sem Jón, barnabarn Guðrúnar frá Lundi færði mér um daginn! Guð blessi hann fyrir það! :)
Talandi um Guðrúnu frá Lundi.. ég ætla að hressa mig á svolítið meira kaffi áður en ég legg diskapörin á borðið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.3.2009 | 15:07
Laugardagur.
Við fengum gesti í gær. Vinkona mín frá í Húsmæðraskólanum og maðurinn hennar komu ásamt einum dreng og hundstík sinni og gistu hjá okkur í nótt. Og auðvitað kom Gjóska mín ásamt sinni dóttur í vikulega pizzu í gærkvöld, þannig að við vorum mörg í pizzuveislu, fullt af börnum og bara æðislegt! Gerðum dásamlegar pizzur með mexíkóosti, grilluðum paprikum, ætiþistlum, pepperoni, tómötum, sveppum...... oh... Og svo steiktum við franskar sem við átum bara beint úr pottinum í græðgi okkar! Enda franskar ekkert góðar nema nýsteiktar! Svo átum við á okkur gat, fengum okkur svo ís til að toppa það og vorum svo bara búin á því!
Ég kynnti þau hjónin fyrir Farm Town, en það er leikur á Facebook sem ég er algjörlega hrunin í! Ég er farin að æða uppúr rúminu á ólíklegustu tímum til að "harvesta" hrísgrjón eða kartöflur sem ég kannski man að liggur undir skemmdum! Maja vinkona mín sem býr í Reykjavík er þó öllu verri en ég, hún er svo djúpt sokkin að þegar ég sagði henni í gærkvöldi í símann, að ég væri að skoða farm Town pöbbinn, missti hún útúr sér: er eitthvað stuð þar!! Og henni var alvara!
Við fórum (eftir að hafa gert morgunverkin á Farm Town) öll saman með þrjá hunda og börn niðrí fjöru og lékum okkur dágóða stund í sólinni. Svo keyrðu þau heim á leið á Bæ III á Ströndum, og við fórum heim að mála í kjallaranum. Veggirnir bókstaflega drekka málninguna! Ekki veit ég hvað þarf eiginlega margar umferðir á þetta en margar verða þær! Ég er í smá pásu, -mundi eftir að ég þurfti að bjarga hrígrjónauppskeru, -og fékk mér að drekka og blogga. Svo er meiningin að skola af sér málninguna í sundlauginni.... eða sturtunum þar. Leggjast svo í pottinn og slúðra við einhverja skemmtilega Bolvíkinga. Koma svo heim og elda grísahnakka, grafa upp einhverja góða ræmu og kósa okkur svo bara frameftir kveldi.
Annars bara er snjórinn að hverfa, vor í lofti (allavega í svipin) og allir við líkamlega góða heilsu hér á heimilinu. (ég læt nú alveg vera að fjalla um þá andlegu!! )
Eigið góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.3.2009 | 07:49
Hann er 38
Hann Halli minn á afmæli í dag. Hann er 38 ára. Þegar við byrjuðum að vera saman var hann nýorðinn 28! Sem þýðir að við höfum þorrann þreytt í tíu ár! Það er áræðinlega töluvert lengri tími en meðal-nútíma sambönd! :) Enda erum við að verða eins og tveir slípaðir steinar... nú, eða tveir nálarlausir kaktusar... eða eitthvað!
Í gærkvöldi þegar við sátum við borðstofuborðið og vorum að klára að borða kvöldmat spurði ég litlu strákana hvort þeir vissu hver ætti afmæli á morgun? -neeeei.. þeir voru ekki alveg með það á hreinu. -Pabbi! sagði ég. Og svo fattaði ég að ég var ekki búin að huga að afmælisgjöf og hafði eitthvað á því orð við hann að ég væri ekki búin að útvega neina afmælisgjöf fyrir hann. Þá kom einhver kunnunglegur svipur á hann... Stelpur! Þið vitið hvaða svip ég er að tala um! Karlarnir setja þennan svip upp þegar maður talar um að gera eitthvað fyrir þá.... þeim dettur bara eitt í hug! Svo að ég flýtti mér að segja: eitthvað sem er innpakkað!! Hann horfði á mig rétt sem snöggvast og sagði: já, ert þú ekki einmitt mjög vel innpökkuð, elskan?
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Það er nú varla að hann eigi skilið að fá neitt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2009 | 22:41
Ólétt! AS IF!!!
Ég trúi því varla að til sé fólk sem hélt að ég hefði legið og beðið Guð um að gefa mér fleiri börn!!! Hahahahahahahahaha!!!
Ég hef þegar hitt nokkra sem hafa sagt mér að þeir hafi verið vissir um að leyndóið væri þungun.
GLÆTAN!!!
Mig langar ekki í fleiri börn. Og ég er sko búin að láta sjá fyrir því að þau komi ekki óvænt! Ekki það að mér finnst dásamlegt að eiga þrjú börn. En ég þarf að sjá fyrir þeim og gefa þeim tíma og þau eru bara "quite a handful" eins og maður segir. Ekkert vit í því fyrir mig að hlaða niður ómegð og ráða svo ekkert við uppeldið á þessu! Nóg er nú fyrir.......
En að öllu merkilegri tíðindum. amma mín, Guðný Magnúsdóttir er áttatíu ára í dag. Þessi elska er á Tenerife að baka sig í sumarhitanum og drekka rauðvín með Afa, Óla og Lillý. Hún amma mín er fallegasta kona sem ég þekki. Ég ætla að verða alveg eins og hún. Bara með betri tæknikunnáttu! :)
Til hamingju með afmælið elsku amma mín!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2009 | 01:14
leyndarmálið afhjúpað!
Jæja, komið að því að opinbera leyndarmálið!
VALRÚN MÍN ER AÐ KOMA TIL MÍN!!
Þeir sem ekki skilja hversu merkilegur sá atburður er, hafa aldrei kynnst Valrúnu eins og ég! Og eru því ekki skoðanahæfir......
Hún verður hjá mér í nokkra daga fyrir páska, alls ekki nógu marga, auvitað, en ég verð að sætta mig við það. Vona bara að það verði vont veður laugardaginn fyrir páska og ekkert flogið. Hún verður negld niður í sófann og ég ætla að kela hana í kaf! Hnoðast í henni og knúsa hana í klessu! Oooooo hvað ég hlakka til. Stelpurnar hennar koma með og þá yngstu hef ég ekki séð í rúmlega tvö ár! Sem er agalega skrítið því hún var algjört fósturbarn okkar Halla alveg eins og Birnir minn var fósturbarn Völlu minnar. Eiginlega áttum við þessi sex börn bara saman! Ég elska Valrúnu mína eins og móður mína, systur, vinkonu og nánast eins og maka minn líka! Takmarka samt keleríið við siðsamleg mörk, áður en einhver fer að misskilja!!! :)
Ég er að taka síðustu næturvaktina þessa helgi. Þriðja vaktin alltaf erfiðust. Klukkan er rétt eitt og ég er þegar farin að þrá að komast heim í rúm! Ég hef nú reyndar verið dugleg að vinna upp verkefni fyrir skólann sem ég var að brenna inni með svo að þetta er nú ekki alslæmt!
Það er best að gá hvort eitthvað er varið í þessa ræmu sem var að byrja í sjónvarpinu.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2009 | 15:14
Lífið er sérstakt.
Birnir var að koma heim úr klippingu. Hann er orðinn "hnakki." Vantar bara smá tan og mass. Þá er það komið. Björgúlfur fór í klippingu í gær. Hann breyttist ekkert. Baldur fær sennilega bara rakstur heima :) Efast um að það breyti honum nokkuð, nema hvað hann heimtar líklega vegleg verðlaun.
Í vikunni þegar ég lá lasin og drusluleg með hita, hausverk og beinverki þá þráði ég svolítið svo ægilega mikið. Ég bað heitt og innilega til Guðs um að hann myndi hjálpa mér að láta dálítin draum rætast. Og viti menn, rétt á eftir gerðist svolítið sem lét drauminn rætast. Svolítið dásamlegt er að fara að gerast! Hlutur sem ég hef beðið eftir í laaaangan tíma!!! Ennþá er það leyndarmál en verður opinberað MJÖG fljótlega! Og viti menn, þetta dásamlega, það hleður uppá sig og verður enn dásamlegra með hverri klukkustundinni! :)
Ef ég hefði vitað það fyrr að mér myndi nægja að biðja Guð um að hjálpa mér með það sem ég óska mér, hefði ég byrjað á því mun fyrr!
Næturvaktir framundan á helginni. Fuuuuullt af heimanámi. Ef það verður rólegt þá get ég unnið mig á þurrt á vöktunum. Þarf reyndar að taka viðtal. Ég er nefnilega í fagi sem heitir "samskipti," og þar er kennsla í að tala fyrir framan fólk, taka viðtöl og semja texta......... Rosalega gaman. Ég reyndi að klóra mig frá þessu með því að segja kennaranum að ég hefði unnið á útvarpi þar sem vinnan hafi verið fólgin í því að taka viðtöl. Það þýddi ekkert. Hann sagði bara að þá myndi ég líklega rúlla þessu upp! Ég slepp ekki. Það er ljóst.
Kjallarinn skotgengur. Búið að fara eina og hálfa umferð á loftin af málningu. Sýnist þær þurfa að vera minnst fjórar! Svo er bara að mála veggina, setja á gólfin og festa upp lista á hurðir, glugga, gólf og í loftin..... þið vitið, þetta endalausa "smotterí" sem ætlar aldrei að verða búið!
Annars fékk ég svo skemmtilega heimsókn áðan. Það var hún Nanna hans Jóns Geirs Pallavinar..... Hún er í Hugleik en við vissum fyrst um tilvist hvor annarrar þegar við áttum sama kærastann. Það var sérstakt........
Lífið er svona....... sérstakt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2009 | 15:31
and then he kissed me...
S.l. laugardag, þá ég var einu sinni sem oftar stödd í Íþróttahúsinu, vatt sér að mér maður, myndarlegur og hýr á brá og kyssti mig innilega á vangann. Ég uppveðraðist öll, enda orðið nokkuð síðan ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera kysst óforvarendis af öðrum körlum en mínum eigin!
Síðan þá, hefur koss þessi brunnið á vanganum og hugrenningar þotið í gegnum höfuðið... "hver er hann,? hvað vildi hann,? hvers vegna, ? hvað meinti hann, ? skyldi hann líka kyssa mig næst þegar við hittumst?"
Ég hef misst úr svefn yfir þessu dularfulla kossamáli. Hef ekki verið mönnum sinnandi vegna óra minna um þetta dularfulla atvik....
Í gær blasti svo við mér hinn nöturlegi raunveruleiki. Staðreyndin sem ekki var unnt að horfa framhjá. Ég opnaði bb.is og þar blasti við, efst á síðunni, riiiisastór banner. Hann útskýrði allt.
Ég er lögst í rúmið með hita, höfuðverk og beinverki...held það sé ástarsorg...... ég veit ekki hvort ég lít framar glaðan dag.
Vangar mínir sem eitt sinn voru kysstir af gráðugum vörum ástsjúkra manna, eru nú teknir í skiptum fyrir mögulegt atkvæði........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)