Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
8.3.2009 | 08:00
Íþróttaálfaamæli...
Oh, hvað það verður gott að fara heim í bólið sitt mjúka og góða eftir rólega næturvakt!
Afmælið hans Baldurs Hrafns og vinkonu hans var haldið í gær. Það er bara dagurinn á milli þeirra, við mamma hennar Írisar Emblu lágum saman á FSÍ fyrir fimm árum! Það mættu velflest börnin af leikskólanum þeirra og fengu að hlaupa og leika sér óhindrað í tvo klukkutíma með allskonar íþróttadót, klifrudrasl og dýnur, trampólín og kaðla. Rosalegt fjör!
Við Harpa vorum búnar að útbúa fullt af veitingum en börnin máttu ekkert vera að því að sporðrenna þeim. Það kom því aðallega í hlut sundlaugargesta að gæða sér á heilsusamlegum smásamlokum, ostapinnum, kanelsnúðum og rice crispieskökum. Baldur Hrafn græddi meira að segja á því að bjóða uppá með kaffinu, þúsundkall í afmælisgjöf frá einum af vikulegum saunabaðsgestum laugarinnar, fór beint í búðina og keypti sér legó og nammi fyrir!
Ég held að börnin hafi verið ánægð með daginn. Ég mæli með þessu til að sleppa við tiltekt fyrir og eftir afmæli og kúldrast með heilan bekk, eða leikskóladeild í húsi sínu!
Set inn myndir seinna í dag eða kvöld, þegar ég fer á fætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2009 | 01:25
Drengurinn eignaðist Ásgeir og Hildigunni....
Erfinginn að engu, Björgúlfur sonur minn, keypti sér forláta rafmagnsgítar fyrir sumarhýruna, þegar hann fór til pabba síns á helginni. Þetta var sannköllið karla helgi hjá þeim. Tveir einir heima, horfðu á tónleika með Rolling Stones í DVD á föstudagskvöldinu, elduðu sér beikon og egg á laugardagsmorgninum og fóru svo og í hljóðfærabúðir! Næst verða allir karlarnir á heimilinu sendir í svona "langferðabíls-kallaferð" til Reykjavíkur að heimsækja Palla! Berglind getur komið með Matthildi til mín og við haft stelpuhelgi!
Rafmagnsgítarinn hlaut nafnið Ásgeir og Hildigunnur og dregur hann nafn sitt af pokaskjatta sem þeir feðgar fengu undir hann í Góða Hirðinum. Gítarpokinn er sumsé kyrfilega merktur "Ásgeir og Hildigunnur." Það má því telja nokkuð víst að fyrst hljómsveit drengsins mun bera þetta nafn.
Ég er á næturvakt, alveg að drepast oní klofið á mér af þreytu. skil ekki þessa endalausu þreytu! Ég get sofið í tuttugu tíma á sólarhring og verið alveg að sofna þessa fjóra sem ég þó held mér vakandi! Er þetta ekki eitthvað einkennilegt? Ég hef nú alltaf verið frekar orkumikil... já, leyfi mér jafnvel að segja, "fjörug," en það er liðin tíð. Nú er ég bara við það að sofna. ... Alltaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2009 | 23:51
Íslendingar lokaðir inni!
Af hverju heldur fólk að við Bolvíkingar lítum svo á að við séum lokuð inni þegar Óshlíðin lokast, eins og í dag??
Þvert á móti, við kennum í brjósti um Íslendingana sem eru lokaðir frá OKKUR!
Hér er bókstaflega allt á KAFI í snjó. Afmælið var haldið hátíðlegt með kleinubakstri og við vorum öll hérna heima, sáum ekki út um glugga, og héldum afmælið fyrir Hrafna-Baldur! Svo í kvöld hefur verið House Maraþon! dr. DóraSplóra, sem geymir allt sitt fólk í Dýrafirðinum í óveðrinu, kom og fékk mjólk og kleinur og upphófst keppni um það hver væri fyrstur með réttu diagnósuna. Sú átti að fá í verðlaun, heilnudd hjá Haraldi. En hvorug okkar giskaði rétt! Sem segir ekkert um hæfileika okkar á greiningarsviði, heldur bara hvað allir tala óskýrt í þáttunum!!
En nú kallar bóndinn minn, hann vill meiri House! Eða meira af einhverju ;)
(Alla, takk fyrir boðið á upphandleggjum, ég mun nýta mér það næst þegar ég kem að kíkja á kindurnar og þig :) )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.3.2009 | 22:43
Afmæli og fleira
Það er í mér einhver lægð. Kannski ekkert skrítið miðað við lægðina sem hangir hér yfir okkur. Í dag hefur snjóað svo gríðarlega að allt er að fara í kaf. Það hefur verið logn en alveg hreint ótrúleg ofankoma. Þakið á húsinu á móti er að minnsta kosti með metersþykkt lag á sér og handriðið hjá mér er með 60 cm jafnfalla mjöll! Við mamma mældum það með málbandi.
Baldur Hrafn, litla barnið mitt, á afmæli á morgun. Hann verður fimm ára! Það er ótrúlegt að yngsta krílið sé orðið þetta stórt! Þeir bræður vaka ennþá, sannfærðir um að það verði "óveður" á morgun eins og sagði í fréttunum! Og við búum okkur undir það hér. Hann á að fá pakka í rúmið í fyrramálið og nýja lopapeysu sem amma hans prjónaði undir hans vökula auga og harðstjórn.....
Björgúlfur er fastur í Reykjavík, Halli var fastur á Ísafirði í kvöld, var hleypt í gegn áðan ásamt helling af bílum en svo átti að loka Hlíðinni aftur.
Dr. Dóra Splóra kom og borðaði hjá mér afganga af svínabóg, sjálf hafði ég ekki lyst til að borða henni til samlætis. Það er nú frekar hallæislegt ef ég hef ekki matarlyst. Gerist ekki oft.
Og áfram snjóar.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)