Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Hver stjórnar ofsóknunum?

Heitt og gott veður. Samt ekki kæfandi hiti. Nema í vinnunni jú. Þar er kæfandi hiti. En ég hef séð fyrir því. Fór í langa kvöldgöngu með Dóru Explóru í gærkvöld. Tíndum jurtir og börðumst við kríur. Svo í morgun var ég óvinnufær. Gat ómögulega stigið í vinstri fótinn. Sem er ekki gott í minni vinnu.....

Fór á Heilsugæsluna. Hitti téða Dóru sem Explóraði mig og rak mig svo út með hækjur, vafning og lyfseðil. Ég stakk uppá Mjaðurt í staðin fyrir stílana? -Endilega. Svaraði hún. Þú munt þurfa á kraftaverki að halda ef þú ætlar að geta stigið í lappirnar á morgun. (ég var alltsvo búnað heimta að vera "batnað" á morgun.) Svo að Mjaðurtin er tekin í bland við stílana. Sem eru ekki gleyptir. Svo að það sé á hreinu! Shocking

Þetta líkist orðið ofsóknum. Eitt rekur annað. Hver stjórnar þessu?

Ps) það eina sem sást á fætinum á mér var lítið bit eftir ómerkilega pöddu. En ég hef þá kenningu að það hljóti að hafa verið eiturslanga!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband