Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Hrós vikunnar fær ÁSBJÖRN!

... fyrir að gera þjóðinni það ljóst hversu háð við erum listsköpun og þá um leið, listamönnum. Ég er ekki viss um að fram að þessu hafi hinn almenni borgari áttað sig á því að án menningar og lista er ekkert þjóðfélag. Ég hef stundum sjálf hugsað sem svo; jæja.. eru nú til peningar til að borga listamannalaun en ekki til að veita fólki lögbundna þjónustu? Huh! Svo hef ég snúið mér að sjónvarpsskjánum.... Mótsögn í því. Vandræðalega mikil mótsögn. Og ég hugsa að flestir hafi áttað sig á því sama þegar hetjan hann Ásbjörn sagði þessa óborganlegu setningu: af hverju fær þetta fólk sér ekki bara vinnu eins og aðrir. Hann er náttúrulega styrkþegi þjóðarinnar. Situr á Alþingi. Þannig að ég hef kosið að trúa að þetta hafi verið einskonar "öfug sálfræði" hjá dúllunni honum Ásbirni. Hann hafi í raun ætlað að láta okkur sjá ljósið.... :D

Upp hefur sprottið áköf umræða sem hefur svipt hulunni af augum mínum. Á hverju ári þarf fólk sem framleiðir list að hlusta á okkur hin gagnrýna styrkveitingarnar. Og við gerum okkur enga grein fyrir því hvað við fáum fyrir þessa styrki í staðinn. Hvað í raun við erum að græða! Listamannalaun eru ekki há. Og það er mikið sem við fáum í staðinn. Standi svo listamaðurinn ekki við sínar framleiðsluskuldbindingar eru launin hans tekin af honum. Sem er ekkert endilega gert við alla launþega? Er það? Fá hæstaréttardómarar ekki örugglega alltaf sín laun þó sumir þeirra séu fullkomlega vanhæfir? Bara svo dæmi séu tekin?

Ég held í raun að listamenn geti verið Ásbirni þakklátir og í raun ætti að splæsa á hann svona eins og einum mánaðalaunum úr styrkveitingarsjóðum listamanna, bara til að þakka honum fyrir að opna augu okkar.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband