Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Á ég að fara í fýlu?

Nú er ég komin í sumarfrí. Sem er alveg rosalega fínt og ég hóf það á bústaðarferð með góðum kvinnum. En kommon! Hvað er með veðrið? Við borðuðum morgunverðinn í sveitasælu Bjarnardals í morgun og rifjuðum upp hitabylgju þar síðasta sumars á meðan hundarnir léku sér úti í snjókomunni! Og á þessu ergir maður sig. Sem er mesta rugl því að ekki stjórnar maður nú veðrinu, svo mikið er víst. Það er víst eitt af þessum fáu hlutum í lífinu sem maður getur firrt sig allri ábyrgð á. Maður þarf ekki einu sinni að hafa skoðun á þvi. Það er hvort eð er ekki hægt að kvarta til neins. Það er engin sem tekur við skömmunum.....

Ég ætla norður í land, að Húnavöllum, um miðjan júní og dvelja í rúmlega vikutíma og skrifa ódauðlegt meistaraverk. Ekkert minna náttúrulega! Karlpeningur og tík heimilisins fara ögn norðar og kíkja á Akureyri og nágrenni á meðan. Svona eins og í fyrra. Strákarnir litlu eru orðnir spenntir og hlakka auðvitað agalega til að fara að veiða og snúa ömmu Systu í kringum sig með fordekrun og ísferðum í Brynju og þess háttar. Nestisferðir í kjarnaskóg verða örugglega líka á listanum, ef ég þekki mitt fólk rétt. Svo sækja þeir mig og við komum aftur vestur í heimahagana til að taka á móti gestum og gera svona þetta almenna sumar.....stöff.

Það virkar sjálfsagt ekkert, en engu að síður má nú skutla svona eins og einni ósk í himnaföðurinn um smávegis hækkun á hitatölum? Bara þó ekki væri nema upp fyrir fimm gráðurnar? :) Bara svo að kanínan snjói ekki í drasl þarna útí garði?? Plís???

Sjáum hvort það dugar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband