Á ég að fara í fýlu?

Nú er ég komin í sumarfrí. Sem er alveg rosalega fínt og ég hóf það á bústaðarferð með góðum kvinnum. En kommon! Hvað er með veðrið? Við borðuðum morgunverðinn í sveitasælu Bjarnardals í morgun og rifjuðum upp hitabylgju þar síðasta sumars á meðan hundarnir léku sér úti í snjókomunni! Og á þessu ergir maður sig. Sem er mesta rugl því að ekki stjórnar maður nú veðrinu, svo mikið er víst. Það er víst eitt af þessum fáu hlutum í lífinu sem maður getur firrt sig allri ábyrgð á. Maður þarf ekki einu sinni að hafa skoðun á þvi. Það er hvort eð er ekki hægt að kvarta til neins. Það er engin sem tekur við skömmunum.....

Ég ætla norður í land, að Húnavöllum, um miðjan júní og dvelja í rúmlega vikutíma og skrifa ódauðlegt meistaraverk. Ekkert minna náttúrulega! Karlpeningur og tík heimilisins fara ögn norðar og kíkja á Akureyri og nágrenni á meðan. Svona eins og í fyrra. Strákarnir litlu eru orðnir spenntir og hlakka auðvitað agalega til að fara að veiða og snúa ömmu Systu í kringum sig með fordekrun og ísferðum í Brynju og þess háttar. Nestisferðir í kjarnaskóg verða örugglega líka á listanum, ef ég þekki mitt fólk rétt. Svo sækja þeir mig og við komum aftur vestur í heimahagana til að taka á móti gestum og gera svona þetta almenna sumar.....stöff.

Það virkar sjálfsagt ekkert, en engu að síður má nú skutla svona eins og einni ósk í himnaföðurinn um smávegis hækkun á hitatölum? Bara þó ekki væri nema upp fyrir fimm gráðurnar? :) Bara svo að kanínan snjói ekki í drasl þarna útí garði?? Plís???

Sjáum hvort það dugar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ylfa mín!

Alltaf gaman að lesa pistlana þína. Þú ert svo djö...góðr penni. Hvaða meistaraverk ætlar þú að hrista fram úr erminni þarna á Húnavöllum?

Love Svansa

Svanhildur Árnadóttir (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 19:31

2 identicon

Hér með er Halla boðið í mat og pólskann vodka þegar hann kemur norður líkt og síðast.  Drengjunum litlu er boðið með í mat og prins póló en ekki vodka.  þú skilar þessu til hans fyrir mig:)

Gunnhildur (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 21:26

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já sælar kæru frænkur! Svansa mín ég ætla að skrifa leikrit eða leikþátt amk.í Bandalagsskólanum góða.

Gunnsa, ég þakka fyrir boðið. Tekurðu svo pólska vodkann ekki bara með þér hingað vestur í sumar og ég geri úr honum aðalberjalíkjör til að dreypa á um jólin?

Ylfa Mist Helgadóttir, 30.5.2011 kl. 00:45

4 Smámynd: Ragnheiður

Æj nú sá ég kanínuræfilinn fyrir mér ! fenntan í kaf...

ég skil ekki þetta veður ! ég mótmæli ..!

Ragnheiður , 1.6.2011 kl. 05:50

5 Smámynd: Aprílrós

þú ert svo dugleg ;) Gangi þér vel

Aprílrós, 4.6.2011 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband