Uppsagnir, hagræðing...

Öllu ófaglærðu starfsfólki í vinnunni minni hefur verið sagt upp. Uppsagnir áttu að taka gildi þann 1.mars, og uppsagnafresturinn að renna út 31.maí. Þar sem ég (og fleiri) fengum uppsagnarbréfin ekki í hendur fyrr en 2. mars, gildir þó náttúrulega sú regla að uppsagnarfresturinn framlengist um mánuð. Þ.e.a.s. að því gefnu að lögum og reglum sé framfylgt. Uppsagnabréfin lágu á kaffistofunni í vinnunni minni og áttum við að kvitta við móttöku þeirra. Sem betur fer hafði ég rænu á að skrifa einnig dagsetningu móttöku míns bréfs, eftir ábendingu lögfróðrar konu.

Í bréfinu stóð að uppsagnirnar væru í hagræðingarskyni. Það ætti að breyta fyrirkomulaginu á hjúkrunardeildinni og síðan gætum við sótt um þær stöður sem í boði yrðu. Það er auðvitað allstaðar verið að reyna að skera við nögl og við vitum öll að ríkið hefur saumað að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Reyndar ekki jafn harkalega og til stóð, en samt eitthvað. Það vakti þó undrun mína að á kaffiborðinu lá annað plagg. Það voru útreikningar síðasta árs og kom þar fram að Sjúkraskýlið í Bolungarvík (sem er hjúkrunardeild og heyrir núna undir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða) var rekið einni og hálfri milljón UNDIR ÁÆTLUN. Það má því gera að því skóna að uppsögnunum og hagræðingunni sé ætlað að greiða niður öllu dýrari pósta innan stofnunarinnar. Sjálfsagt er það nauðsynlegt.....

En hvað um það. Ekki ætla ég að fara að þykjast hafa vit á einhverjum flóknum útreikningum.

 Það sem mig snertir og mér finnst óþægilegt, er það að ennþá vitum við,-starfsfólkið, ekkert um það í hverju þessi hagræðing verður fólgin. Við vitum ekki ennþá hvaða störf verða áfram. Hvernig þeim verður háttað. Hversu mörg þau verða. Við höfum ekki fengið neinar uppslýsingar um það ennþá. Þannig að faktískt erum við; eins og í Fóstbræðrasketsinum góða "drekinn!" Okkur hefur verið sagt upp, framhaldið er okkur alveg hulið. Maður er jafnvel að verða atvinnulaus. Sem er alveg helvískt. Ég sem þarf að borga Icesafe! Og aðrar skuldir óráðsíumanna!

AAAAAAAAAAAAAAAAAAARG!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það leiðinlega er að vel reknar stofnanir (s.s. þær fáu sem hafa skilað inn hagnaði þrátt fyrir að fá ekki ofgreitt fyrir rými) hafa lent verr í því en aðrar sem hafa alltaf skilað stofnun sinni í mínus. Ótrúlegt enn sagt er þeim refsað fyrir skynsamlegan rekstur. Mín upplifun allaveganna miðað við mörg landsbyggðar sjúkrahús. kannski er það vitleysa í mér.. hmm...

Eva Gataway (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 21:03

2 identicon

Haltu fast í það að uppsögnin þín tekur ekki gildi fyrr en þú tekur við henni. Ég þekki svoleiðis mál vel. Mér finnst nú alveg furðanlegt að koma svona fram. Uppsagnarbréf ætti alltaf að senda í ábyrgð og eða afhenda persónulega. Annað er dónalegt bara. Ég vona svo að þú fáir vinnuna þína aftur, það er heppið fólkið sem hefur þig sér til aðstoðar. MBK, Bjögga

Björg Árnadóttir (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 23:41

3 identicon

Þetta er alveg ferlegt. Og dónaskapur að afhenda bréfin ekki persónulega eða senda þau í ábyrgð, alveg er ég sammála því.

Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 08:42

4 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

bara dónaskapur og aumingjaskapur. auðvitað mæta þeir sem skrifa blessaða uppsagnarbréfið og gefa skýr og góð svör og peppa upp mannskapinn.

 síðast þegar mér var sagt upp og mínum samstarfsmönnum, þá mætti svartklætt fólk að sunnan :) gerðu þetta sæmilega og buðu fram sálfræðiaðstoð. :) sem held ég enginn þáði.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 09:42

5 identicon

Stjórn heilbrigðisstofnunarinnar fer sem ísbrjótur í starfsmannamálum og mannauðurinn virtur að vettugi í þessum niðurskurði sem hún hefur neyðst til að ganga í gegnum að skipun yfirvalda.

Virðing og upplýsingamiðlun kostar ekki neitt en getur, ef vel er að málum haldið, sparað stofnuninni mikið og mætti með rökum halda fram að það mætti "græða" nokkur stöðugildi með að koma vel fram við starfsfólk sitt. Það er þekkt í þessum fræðum að vanvirðing og yfirgangur kallar á óánægju sem skilar sér í meiri veikindum og starfsmenn brenna fyrr út í starfi. Þetta ættu yfirmenn í heilbrigðisgeiranum að vita.

Nær hefði þeim að vera með skipulagið á hreinu til að fólk vissi í upphafi uppsagnartímans að hverju þeir gengu að. Þetta er líkt og henda inn táragassprengju inn í sal og tjarga fyrir útgönguleiðir, en með velupplýstu framhaldi hefðu þeir afhent gasgrímur með sprengjunni.

vei ó vei

Halla Signý

Halla Signý Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 11:08

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hættulegt að reka stofnun eða fyrirtæki með hagnaði á Íslandi í dag. Ef fjármálaráðherra sér hagnað einhversstaðar er umsvifalaust reynt að krækja í hann.

Því er nauðsynlegt að draga verulega saman fjárframlög til heilbrigðisstofnana, sérstaklega þeirra sem vel eru reknar og skila afgangi.

Í augum fjármálaráðherra er nefnilega slíkur afgangur alls ekki vegna ráðdeildar í stjórn viðkomandi stofnun, heldur vegna þess að of hátt framlag hefur verið ætlað til stofnunarinnar.

Það er margt öfugsnúið í haus fjármálaráðherra!

Gunnar Heiðarsson, 6.4.2011 kl. 11:20

7 Smámynd: Aprílrós

Gangi þér vel Ylfa mín, og halltu þig við þitt í þessu máli. Satt er það að ástan þjóðarinnar er ekki gott, og já góð þessi athugasemd um að fólk er sagt upp vinnu, en þú skalt samt borga Icesafe og allt hitt. Þeim leyfist sér svona framkoma og hegðun.  Þeir ættu að prufa að lifa á okkar launum þessir uppar. Gangi þér vel.

Aprílrós, 8.4.2011 kl. 07:31

8 identicon

Mikið er leitt að skorið sé svona niður.

En í öllu góðaærinu og á tíma græðginnar var aldrei til peningur sem veita mátti í heilbrigðiskerfið - skólana o.fl.

Það var mjög undarlegt.

Nú er verið að moka flór frjálshyggjunnar og því miður bitnar það á mörgum sárasaklausum.

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband