ég ætla að verða eins og Britney Spears!

Um daginn hringdi í mig kona sem sagði mér að ég væri í "tísku." Í leiðinni bað hún mig að vera kynni á Samfés, söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Vestfjörðum en hún verður haldin á Ísafirði í kvöld. Auðvitað sagði ég já, enda afar mikill ábyrgðarhluti að vera svona mikið í tísku! Það er eins gott að ég er hætt að reykja og enn betra að ég drekki ekki áfengi nema í mikilli neyð! Það væri nú annaðhvort að ég færi að haga mér eins og ógæfu-tískudrósin hún Britney, en eins og flestir vita var hún í tísku. Það var áður en fór að síga á ógæfuhlið hennar og hlýtur því að vera að ég hafi tekið hennar sæti.

Síkretið virkar, það er ljóst!!! Ég er með hringingu á símanum hjá mér úr laginu Britney Spears, svo að í hvert sinn sem síminn hringir, sem er oft, heyrist: Ég ætla að verða eins og Britney Spears, ég ætla að verða eins og hún, úuu Beibí beibí!!!! Og í kjölfarið fæ ég lagið á heilann svo að ég er að syngja þetta allan daginn. Og ÞAÐ VIRKAR!! Ég er í það minnsta komin í tísku og Britney dottin út!!

Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur var í gær og var eins sú skemmtilegasta sem ég hef farið á. Auðvitað áttu drengirnir mínir sín móment. 1. bekkur með Birni innanborðs söng lagið um Skuggann sem er svo skrítinn og Björgúlfur lék nískubrandinn Nenna í leikritinu Glanni glæpur í Latabæ. Ég var að leikstýra þessum krökkum í 8. og 9. bekk og hreint út sagt brilleruðu á sýningunni!! Ég sat á gólfinu upp við sviðið og hreyfði varir og hendur í samræmi við leikarana!! Aumingja Björgúlfur sem er á viðkvæmum aldri og þarf að dragnast með svona mömmu!! Ég var orðin frekar kvíðin síðustu dagana fyrir sýningu. Fannst krakkarnir ekki leggja nóg á sig, þau kunnu ekki textann, flissuðu í sífellu.... svo framvegis... Svo bara voru þau eins og stjörnur!! Sungu og léku eins og englar og það var ekki einn dauður punktur í sýningunni!! Húrra fyrir Latabæjargenginu í skólanum!

Og húrra fyrir Pylsugerðarmanninum....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gaman þegar svona mikið skemmtilegt er að gerast, sennilega var bara gott fyrir ykkur að vera ekkert að flytja til dk, það tekur mörg ár að ná þangað sem manni er boðið svona hitt og þetta eins og þarna hjá ykkurþ

knús og Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 13:25

2 identicon

Það verður mikil neyð þegar Stútungur er esska :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Já en Björgvin er pylsugerðarmaðurinn...?? 

Þórdís Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 20:58

4 identicon

Hittiðfyrra elskubesta kæra Ylfa.  

Rannveig Hera (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: Katrín

Til hamingju Ylfa með krakkana.  Þau voru öll frábær og kunnu textana sína!!! langt síðan að það hefur sést á sviði hér....var náttúrulega afar stolt af mínum mönnum, Glanna glæp og hljóðmanninum   Njóttu þess að vera í tísku

Katrín, 1.2.2008 kl. 23:43

6 identicon

Var ekki farið með Britney garminn inneftir? - er þetta ekki hæpin fyrirmynd?

- Móðir Theresa gæti verið möguleiki - eða Whitney Houston ...

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 00:59

7 identicon

INN að Kleppi er óravegur ... segjum við hér syðra ...

En klandrið á Britney er auðvitað afþví hún á svo langt í land með að líkjast Ylfu ...

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 22:46

8 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með sýninguna og drengina.

Laufey B Waage, 3.2.2008 kl. 16:50

9 identicon

Til lukku með strákana þína Ylfa, svo og ógleymdum leikstjórnandaferli þínum :)

Og NOTA BENE sé þig alveg fyrir mér sem kynni á Samfés :)

Britney puffffhh, Ylfa jeiiiii ;)

Hilsen að norðan. 

Hulda (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 08:10

10 identicon

Til hamingju með uppfærsluna, hún var góð eins og efni stóðu til. En þrátt fyrir líkingu við Britney,,, ekki sömu klippingu takk!

Halla Signý (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband