Föstudagur

Ferðin norður gekk vel, við stoppuðum og dýfðum okkur í laugina í Reykjanesi í kortér og stoppuðum svo næst bara í Staðarskála og átum jógúrt og banana. Mættum svo til Pabba um hálf tíu leytið um kvöldið, slæpt og þreytt eftir langt ferðalag og fengum ilmandi gúllassúpu sem Yrsa systir hafði eldað og komið með. Við höldum til hjá pabba og að sinni verður ekki farið í neinar heimsóknir til annarra, heldur tíminn nýttur með honum og fjölskyldunni eins og hægt er. Við förum aftur heim á mánudag að öllu óbreyttu og þá fer maður að huga að fermingu erfingjans!! Litli drengurinn hennar mömmu sinnar bara að verða svona stór!

Jæja, þetta hefur verið langur og strangur dagur með tilfinningarússíbana og öllu tilheyrandi. Halli minn er kominn undir sæng og allir sofnaðir hér í Skálagerðinu nema ég og Urtan mín en nú erum við að hugsa um að skríða uppí hjá okkar heittelskaða..... (nema hvað að tíkinni verður auðvitað snarlega sparkað frammúr ef hún ætlar eitthvað að fara að gera sig breiða... kemst sko engin tík upp á milli okkar ;o) )

Góða helgi og Guðsblessun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku fjölskylda. Gott að ferðalagið gekk vel.

Munið að .....

Og faðma og bara vera til ....

og brosa

og hlæja

og njóta samvista við ykkar nánustu.

Bestu kveðjur

Viggós og Gunnars mamma á Ísafirði.

...

..

...

...

( Viggó og Gunnar eru kettir )

"fyrrverandi" vinkona á Ísafirði (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hugsa til þín elsku frænka !

Bless til þín og þinna

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.2.2008 kl. 08:53

3 identicon

Sendum okkar bestu kveðjur úr Gula Húsinu Ylfa mín :)

Njótið þess að vera saman.

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 12:35

4 identicon

Ferming! Ji, og þá er ég eftir tvö ár- er það ekki!!

En það er svo stutt síðan þessir gaurar voru agnarsmáir- á Leikgarðstímabilinu! Ja- tíminn, hann spólar áfram

kv Krissa

Krissa (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 15:42

5 Smámynd: Katrín

Gott að heyra að ferðin norður gekk vel.  Njótið samvistanna 

En þetta með hundinn....fær hann virkilega að liggja í rúminu????!!!

God bless

Katrín, 16.2.2008 kl. 22:34

6 identicon

Gott að þið komust heil norður, enda ekki nema von með þessarri fínu viðkomu í Reykjanesinu og superhollu nesti  ....og dettur Kötu annað í huga en að hundurinn fái að vera uppi rúmi, hér eru engar ýkjur á ferðinni.

Sendi ykkur hlýjar hugsanir og knús á pabba þinn, þennan líka sæta og góða karl frá okkur mæðgum öllum.... og að sjálfsögðu kærar kveðjur til Tótu. Vonum að þið njótið samvistanna þessa dagana, muna að segja  upphátt oft á dag " Ég elska þig". Kærar kveðjur til ykkar allra mín Bestasta. Valrún og co.

valrun (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 17:56

7 identicon

"kemst sko engin tík upp á milli okkar ;o) )"

Deeeem Ylfa... þú ert ekkert smá hörð :). Þú þarft að kenna mér á þetta. 

eitt sinn granna á áttunni (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:01

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Kæra fyrrum Granna. Það er bara að sparka nógu fast.... :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.2.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband