Tvær Lödur

Hvað skyldi það tákna að mæta tveimur hvítum Lödu Sport á sama klukkutímanum? Segir það eitthvað að þær voru báðar á Norðurlandi? Ég hef ekki séð Lödu Sport í mörg mörg ár og það var ótrúlegt að mæta tveimur með stuttu millibili. Halli minn var viss um að þetta væri fyrirboði :)

Við vorum að renna heim í hlað. Fengum saltfisk hjá Ömmu á Ísafirði þegar við komum svöng og slæpt á Ísafjörð, skelltum okkur svo í Samkaup og keyptum brauð og mjólk. Snjórinn er að mestu farinn NEMA úr bílastæðinu okkar......  En það er nú í góðu lagi.

Febrúar hefur verið undarlegur mánuður. Erfiður í meira lagi. Áföllin dynja yfir nánast daglega. Enn ein hörmungarfréttin kom í gær og ég votta Eddu frænku minni og hennar fjölskyldu mína innilegustu samúð.

Óshlíð, tekið í fyrrasumar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim.

Tvær hvítar Lödur hummm...

Þú ferð tvisvar til Rússlands í sumar. eða einu sinni og Halli þá með.

Eða færð tvo rússa í heimsókn.

Guðrún (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

stundum er þetta svona, allt gerist í einu.

hlakka til að heimsækja þig elsku frænka.

Bless í bili

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 23:40

3 identicon

Tvær hvítar lödur... vá maður

Við erum að tala um ekkert smá breikþrú - hjá ykkur sko - því tveir mínusar gera einn plús og þar sem tvær lödur koma saman þar er gaman.

Ég held að þetta snúist um það að þú sért að fara að borða kavíar á meðan Halli drekkur vodka, svo ertu að fara að sjá Ivanov í þjóðleikhúsinu og að lokum... er þetta eitthvað tengt hugleik... man bara ekki hvað....

granna konan (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:43

4 identicon

Hæ elskan mín.

Er búin að vera að hugsa svo mikið til þín, og ykkar allra. Langaði bara að senda þér smá "vefknús". 

 kv. úr næstu götu, þar sem er alltaf heitt á könnunni ;) 

 Katrín

Katrín Dröfn (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:58

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Lífið er stundum skítt.

Gæti verið að bílnúmerið á að minnsta kosti annari þessari Lödu hafi verið OK eitthvað?

Knús og kveðja

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 19.2.2008 kl. 17:09

6 Smámynd: Gló Magnaða

Hóst....útlendingar ....

Gló Magnaða, 20.2.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband