19.2.2008 | 19:43
terroristinn hennar mömmu sinnar :)
Baldur er ekkert alltaf sama ljósið og bræður hans. En það er ágætt, ekki geta allir verið eins. Í dag "málaði" hann dótaskúrinn á leikskólalóðinni með drullu og skít og sjálfan sig um leið. Síðan át hann áleggið ofan af brauði allra barnanna á deildinni þegar komið var að kaffitímanum...... Þann tendens gæti hann mögulega haft frá mér... eða pabba sínum.....
Þetta með skítinn hins vegar minnir óneitanlega á Björgúlf stóra bróður hans þegar hann, tveggja ára gamall kúkaði á gólfið og faldi ummerkin með því að moka öllu inn í vídeótækið með lítilli plastreku! Ég varð ekki vör við neitt (nema smá lykt) fyrr en ég setti tækið aftur í gang. Það var bara eins og skítadreifari þegar ég ætlaði að spóla til baka!
Þetta eru nú meiri ormarnir.
Súkkulaði er einkar viðeigandi á eftir svona sögum.....
Athugasemdir
Yndislegar svona sögur. Búin að hlæja mikið yfir vídeótækinu. Og er manni hugsað til DVD tækis, hvernig ætli það taki við .?
Guðrún (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:52
Ylfa (með tækið hjá viðgerðarmanni): "gæti verið að það sé einhver skítur í videotækinu mínu, það virkar eitthvað svo illa?"
Mér þykir þessi saga alltaf jafn fyndin.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:13
Bless í nóttina kæra frænka
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 21:17
Ég kíkji oft hér inn og skemmti mér við pistlana þína á löngum næturvöktum á Ldk. Endurtek það sem ég hef áður sagt: Strákarnir þínir eru yndislegir og það ert þú líka. Láttu þér líða vel, kveðja Ásdís
Ásdís Ránargötudrottning (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 05:44
ég heyrði skemmtilega sögu af videótæki þegar ég vann í raftækjaverslun einu sinni.
Það komu hugguleg hjón með videótæki í viðgerð. Svo þegar tækið var tilbúið vildu þau vita hvað var að tækinu. Þeim var tilkynnt að aðskotahlutur hefði verið fastur í tækinu. Þau vildu vita hvað það hefði verið. En eitthvað var afgreiðslumaðurinn sem afgreiddi á verkstæðinu vandræðalegur, og vildi helst segja bara pass og roðnaði. Þegar þau ýttu nú frekar á dreng kom í ljós að það var smokkur fastur í tækinu. Kannski betra að taka til eftir sig áður en börnin fara á stjá.
Hlæ ennþá að konunni sem kom líka með fjarstýringuna af videóinu sínu og spurði hvar ætti að hækka í vídeóinu.
Eða manninum sem gat ekki notað 900 snúningaþvottavélina sína, því hún truflaði hann þegar hann væri að hugsa. Og var búinn að reikna það út að hann þurfti 1200 snúninga.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 10:16
hahaha ég er sko búin að segja rosalega mörgum vídeókúkasöguna, var það ekki Palli sem fékk að moka kúknum út næst þegar hann kom í heimsókn það var einsog mig minni það, þ.e hann vissi ekki að það væri kúkur fyrr en hann byrjaði að moka.
Bjarnveig (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.