Reykur á vatni

Börnin mín spila allan liðlangan daginn á gítar. Alltaf sama lagið. Smoke on the water. Sem er í sjálfu sér frábært lag en meeeeeen hvað ég er orðin þreytt á því.. Björgúlfur bregður stundum útaf vananum og spilar Fjöllin hafa vakað í þúsund ár og Halli spilar ALLTAF Róbert bangsi. Núna er Birnir einmitt að spila á gítarinn sinn og lagið er auðvitað: smoke on the water....

Nú er blessaður friður í húsinu, enda sefur eyrnabólgusjúklingurinn vært. Hann hefur haldið mér uppi á teiknimyndum í morgun og í hvert skipti sem ég lokaði augunum og var um það bil að renna í brjóst, gólaði hann: mamma, vittu hovvra með mér! Etti sofa! Svo að nú langar mig mest til að leggjast uppí hjá honum og steinsofa þangað til bóndinn kemur heim. En hundahárin liggja eins og lopi á gólfunum og þvottur í hrúgum um allt hús. Drasl og ryk hvar sem á er litið.... úff. Best að skríða bara uppí rúm og horfa á Despó eða eitthvað......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Var ekki Bubbi (með bandið sitt) að kenna öllum púkum landsins þetta lag?

Ég heyrði það.........

Gló Magnaða, 22.2.2008 kl. 16:15

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel að taka til !!! ég er að passa barnabörnin sem eru að teikna hérna við eldúsborðið, vorum líka að koma út göngutúr með lappa, sól er einni í stofu að esa, ætla núna að sópa !!

knús og bless í bili elsku frænka

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 13:55

3 identicon

úfff ég kannast við þetta smoke on the water æði, Jón Elí spilar það í gríð og erg - og finnst hann vera flottasti rokkarinn í bænum. - bara flottir þessir strákar

knús í bæinn og vona að Baldur hressist fljótt

Katrín  

Katrín Dröfn (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 15:34

4 identicon

Ég skora á Björgúlf að viðurkenna fyrir föður sínum að hann spili Bubba!!! Reyndar játaði ég nú fyrir mínum ástkæra að ég hefði dansað af mér beinaberan afturendann við téð Bubba-lag á balli um daginn. Við erum ekki skilin enn... þannig að Björgúlfur, nú er bara að koma út úr gítarskápnum

Berglind (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 19:59

5 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég sárvorkenni þér, Bubbi er á bannlista í mínum húsum og Smoke on the water er bara undið og snúið. Samt skárra en Stairway to heaven...!

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 23.2.2008 kl. 21:04

6 identicon

Kannast við þetta- "ekki sofna mamma" Þetta er reyndar eitt af því sem ég hef aldrei skilið. Hvaða máli skiptir það þegar maður drattast fram með skaranum ólöglega snemma um helgar að maður megi ekki undir nokkrum kringumstæðum loka augunum. Nei nei, alveg bannað. Þá er Pósturinn Páll ekki nærri eins skemmtilegur...

Annars mjög merkilegt!

Kveðja Krissa

Krissa (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Helga skjol

Klárir krakkar sem þú átt,vonandi fer eyrnabólgusjúklingurinn að jafna sig,ég á einn svona líka og þar ekki ekki séð fyrir endan á hans eyrnaveseni ennþá og hann orðinn 10 ára,gangi þér vel.

knús.

Helga skjol, 24.2.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband