25.2.2008 | 13:16
Helgin að baki.
Róleg vinnuhelgi afstaðin. Finnbogi var hjá okkur, ég var að vinna laugardag og sunnudag og strákarnir Haraldssynir voru, og eru, báðir með influensu. Unglingurinn Pálsson aftur á móti fór einn í skólann í morgunn og reyndi ítrekað að fá mig til að trúa því að hann væri með smá hita. Gekk ekki upp. Enda yrði hann líklega ekki mjög sæll fengi hann sama hitastig og bræðurnir sem damla þetta í u.þ.b. 40 gráðum, óuppstílaðir.
Við bökuðum pizzur á laugardagskvöldið og fengum Björgúlfsömmu og afa í mat og horfðum svo með þeim á Júróvísíjón. Þeim finnst það ekkert skemmtilegt en einhverra hluta vegna finn ég mig alltaf tilknúna að bjóða þeim því að ég hef svo fjarskalega gaman að því að heyra hversu óskaplega þetta fer allt saman í taugarnar á þeim! Þau eru BARA dásamleg! Ég gladdist fyrir hönd Friðriks Ómars, míns gamla leikfélaga úr leikfélagi Dalvíkur þegar úrslitin voru kunngjörð. Mér fannst þau vel að þessu komin. Ég reyndar var að heyra flest lögin í fyrsta skipti og var því ekki búin að mynda mér neina skoðun nema mér fannst viðlagið í gospellagi Guðmundar Jónssonar sem Páll Rósinkrans söng, grípandi. Ég hafði heyrt það áður í útvarpi eða sjónvarpi.
Annars eru vaktaskipti núna hjá okkur hjónum, ég er að koma heim og hann að fara í vinnuna. Mér fannst svolítið gaman í morgun þegar eldri kona í vinnunni spurði mig með undrun í rómnum hver væri heima að passa börnin mín sem væru veik. Þegar ég svarðaði því til að maðurinn minn væri heima með þeim fram að hádegi spurði hún með enn meiri undrun: Læturðu HANN passa? Þarf HANN ekki að mæta í vinnu???? Dásamlegt!
Set inn myndir af sumri og sól í Danmörku frá síðasta júní svona í tilefni af því að hér er bylur!
Athugasemdir
Ég elska svona veður eins og er núna, meðan ég þarf ekki að vera of lengi úti
Þetta er hressandi og fær mann til að meta sól og sumar enn betur
Vona að drengirnir þínir fari að hressast.
Farðu vel með þig!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 25.2.2008 kl. 14:45
Danmark er dejlig..ikke?
Merkilega lífseig sagan um mennina sem PASSA börnin sín
Katrín, 25.2.2008 kl. 15:32
kær kveðja elsku frænka, það styttist í það !
Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 17:36
Hefur stjúpömmudrengurinn minn virkilega hvorki hugmyndaflug né samvisku til að setja hitamælinn á ofninn smá stund?
Laufey B Waage, 25.2.2008 kl. 19:28
Bjongi boy þarf greinilega að eyða meiri tíma með föðurafa sínum, sá gæti nú kennt honum ýmis trix til að hita mælinn upp í "rétt" hitastig.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 25.2.2008 kl. 19:49
Kunnuð þið ekkert að meta Dr. Gunna og Dr. Spock? Mér fannst þeir BARA dásamlegir!! Ég trúi ekki öðru en að Halli hafi alla vega head-bangað aðeins með serbnesku sveiflunni
Berglind (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.