Farið að loga....

Þar sem fólk er farið að skammast perónulega hvort í öðru við síðustu færslu mína tel ég nokkuð ljóst að kominn sé tími á aðra færslu! Komment eins og "þú ert sjálfri þér til skammar," hugnast mér ekki enda finnst mér mál að vanda sig.

Skoðanakönnunin virðist eiungis vera að afhjúpa það sem ég átti fyllilega von á, það ríkir lítil sátt um nýjan gjörning A-lista manna. Ekki einu sinni innan listans því að þriðji maður á lista hefur sagt sig af honum eftir því sem ég best veit. Viðkomandi endilega leiðrétti mig ef ég fer með rangt mál.

Einar Björgúlfsafi er að laga til þríhjól fyrir yngsta drenginn, Baldur, sem er ekki alveg tilbúinn á tvíhjólið enda með stutta fætur móður sinnar að arfi. Verið er að bíða eftir nýjum dekkjum á garminn hans Birnis fagureygða úr Erninum, Fálkanum eða hvað þessar búðir nú heita og þá eru allir klárir á hjól. Verst að það er komið hold á vorið í bili en það má hjóla fyrir því.

Björgúlfsafi og amma eru einmitt búin að bjóða okkur í kjötsúpu í kvöld, þessar elskur. Svo er gospelkórsæfing. Helginni að ljúka, vinnuhelgi hjá mér svo að ég fann lítið fyrir helgi helgarinnar. Fór reyndar í sund í gær en var svo seint á ferðinni að ég missti af heitappttsumræðunum. Hefði viljað vera stödd þar þegar vinur minn og ofurkrúttið hann Falur mætti laugardags-sauna-ísafjarðar-köllunum og tók við þá spjall. A von á að það hafi bubblað vel í pottinum þar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem þú ert ekki vel að þér um innri mál A-listans skal það upplýst að þar er full sátt og einhugur er varða atburði síðustu daga og þriðji maður listans hefur ekki vikið úr því sæti og lýst yfir fullum stuðningi við okkur öll.

Guðrún Ben. (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:53

2 identicon

Ég held því miður að fáir séu vel að sér um innri mál A- listans, það er gott að þar ríki full sátt og einhugur en hver eru þið öll? Mikið vildi ég sjá Önnu og hennar stuðningsmenn halda fund með bæjarbúum og gefa okkur haldbærar skýringar á atburðum síðustu daga, og einnig vildi ég sjá hversu margir standa á bak við Önnu og hennar ákvörðun. Hef ekkert út á neinn að setja persónulega en aðferðafræðin á bak við þetta allt finnst mér ekki rétt.

Katrín Dröfn (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er komin yfirlýsing á Víkara Katrín mín. Bæði frá Önnu Jör og Grími Atla. Af hverju hét ég að Jón Steinar væri í þriðja sæti?

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 21:23

4 identicon

Ok, ég er búin að lesa yfirlýsinguna frá A- listanum og er alveg jafn lost í þessu öllu saman, finnst ekkert nýtt eða markvert koma þar fram. Og þessir 5 sem skrifa undir þessa yfirlýsingu eru það þeir einu úr flokknum sem styðja hana eða eru þetta fimm efstu einstaklingarnir á listanum? Því miður er ég ennþá jafn ringluð yfir þessu öllu saman.

Katrín Dröfn (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband