Því miður

Því miður varð ég að taka skoðanakönnunina úr umferð. Þegar ég settist við tölvuna sá ég skyndilega skilaboð fá moggabloggsmönnum um að að einhver/einhverjir væri/væru að hamast við að kjósa úr sömu tölvunni með því að eyða "cookies" og kjósa aftur og aftur. Ég þarf varla að taka fram við hvort svarið var verið að merkja. Að sjálfsögðu hafa moggabloggs-starfsmenn IP-tölu viðkomandi. Þegar þeir höfðu samband, buðust þeir til að senda viðkomandi viðvörun en ég læt kyrrt liggja, enda var þetta til gamans gert og ekki áræðanleg heimild. Mér nægir að fólk sem stendur í svona viti upp á sig skömmina......

En áður en farið var að fikta við könnunina stóðu úrslit svona:

Já 31.4 %

Nei 68.6 %

En spurt var: Ertu sátt/sáttur við að A-listinn hafi sprengt meirihluta samstarfið.

Fyrst ekki er hægt að gera könnun, synd að fólki sé ekki treystandi, (nú veit maður að sumir nota öll bolabrögð í bókinni ;o)) -verðið þið bara að svara í kommentakerfinu. Vinsamlegast undir nafni. Nafnlausum kommentum verður eytt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Var að lesa yfir það sem þú ert búin að skrifa, síðan ég skrapp af bæ, er alveg sammála þér, skil ekki alveg þessi rök hjá Önnu........

Kem vestur seinnipart vikunnar, heyrumst þá! 

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 27.4.2008 kl. 20:56

2 identicon

þetta var ekki ég:):):)

Nikólína (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Katrín Dröfn Markúsdóttir

Þvílikt ímyndunarafl sem fólk hefur að láta sér detta í hug að svindla í skoðanakönnun .. ég veit ekki einusinni hvað þetta cookies er ... umm mig langar bara í smákökur/cookies ... sem minnir mig á það að ég ÁT súkkulaðið þitt :þ

Katrín Dröfn Markúsdóttir, 27.4.2008 kl. 23:12

4 identicon

Takk Ylfa

Norm (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:15

5 identicon

Ylfa mín!!

 Gott framtak hjá þér en ekki gott að fólki "svindli".

 Hvernig er í svona könnunum þegar margir kjósendur eru á sama heimili en ein tölva ?  Var bara að hugsa þetta svona með mér.  Er alltaf gott að þátttakendur skrái kennitölu eða hreinlega skrifi undir nafni, það er alltaf best.

Pálína Vagnsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:50

6 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

nei ég er sko ekki sátt við þessa vitleysu. Finnst þetta mjög sorglegt:( Hvernig væri að mótmæla aftur og þá betur auglýst? Ég hefði mætt síðast ef ég hefði vitað af þessu. Katrín og Ylfa, takið þið ykkur ekki bara saman og skipuleggið önnur friðsamleg mótmæli? ég skal vera dugleg að auglýsa og fá fólk til þess að koma!!!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 28.4.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband