Sullaveikin

Um það bil fimm tímum eftir síðustu færslu, vaknaði húsfreyja af værum blundi með þá verstu magaverki sem þekkst hafa. A.m.k í þessu húsi. Þeir ágerðust og hörðnuðu þangað til bóndi sá sér þann kost vænstan að hringja út unga lækninn sem valdið hefur kurri meðal ólofaðra meyja hér í plássinu sökum fríðleika síns. Ungi pilturinn, sem er hreint afbragðs læknir, spýtti morfíni í grenjandi húsfreyjuna og hringdi á sjúkrabíl. Á spítalanum tók við annar læknir og varð húsfreyju á að hvísla að unglækninum úr Víkinni; hann er pottþétt ennþá yngri en þú!Síðan varð allt krökkt af læknum og hvítum sloppum og einhver aumkvaði sig yfir húsfreyju og sendi hana í algleymisdá verkra sterkjarlyfja sem varaði þangað til nú í morgun. Og viti menn. Á meðan hugur húsfreyju synti í sýrukenndum hugsunum, gerðu menn á henni hin ýmsu test og myndatökur. Og upp úr krafsinu kom sennilegasta útskýringin; magabólgur. Og þá mátti húsfreyja fara heim. Og hér heldur hún áfram að sofa af sér sólina og blíðuna. En er nú heldur að hressast. Sjálf er húsfreyja nokkuð viss um að hana hrjái gamall og góður sullur! Enda ótækt að því hressandi sníkjudýri hafi verið eytt úr íslendingum. Drastískar lýsingar á sullaveikum einstaklingum í fornum bókum hafa alla tíð verið húsfreyju mikil skemmtan og því sjálfsagt að halda goðsögn ormsins við og heiðri hans á lofti! :) 

Það versta var að ég missti af síðasta sólarhringum með gestunum mínum dásamlegu. Við ætluðum í Reykjanes að svamla í lauginni og borða nesti, og keyra svo heim í kvöldsólinni í gærkveldi og syngja íslensk sumarljóð. En ekkert varð úr því. Hins vegar sýnist mér þau hafa verið upptekin við að þrífa vanhirt svæði hússins, s.s. búrið, í minni fjarveru. Ég sakna þeirra strax. Vona að þau komi fljótt aftur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Takk fyrir síðast!

Leitt að heyra :(, mér finnst nú líklegra að 15 kíló af súkkulaði frá frændanum og mohito í lítratali hafi haft eitthvað að segja ;) nei svona er ljótt að segja enda fleiri sem nutu veitinganna. Láttu þér batna væna.

kv. Auður

Auður (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 20:49

2 identicon

Æi hvað þetta var leiðinlegt. En gott að hafa góða lækna nálægt. Láttu þér batna.

reykvíkinga á Ísafirði (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Katrín

Ertu viss um að þetta sé sullur? Mér finnst iðraveiki skemmtilegra heiti

Kveðjur frá maga- höfuðverkjasjúklingnum í efra 

Katrín, 8.7.2008 kl. 21:58

4 identicon

Æ, ég vona að þetta fari að skána hjá þér vestfiska mær.

alva (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:01

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ææ ekki gott að heyra, en þú varst þó þeirrar ánægju njótandi að fá svona sætan lækni !!!

knús

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.7.2008 kl. 07:08

6 identicon

Sullurinn getur nú leyst ýmsan vanda. Til dæmis þarftu þá ekki að hafa nokkrar áhyggjur af að þessi 15 kíló af súkkulaði verði þér til vaxtarbreytingar.

En magabólgur ku vera leiðindakvilli en kannske eitt og annað matreiðslukennkyns sem er hægt að gera við þeim. (Semsagt, éta eingöngu fáránlega hollvondan mat. Ég veit. Ömó.) Og fara í stólpípu til Póllands. Það ku virka á flesta magakvilla. Örugglega líka kornungir læknar þar.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:17

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Held þú hafir hitt naglann á höfuðið Auður. Mojiito og bland í poka með dassi af snakki er ekki góð blanda fyrir magavesalinga. Ósanngjarnt þó að Halli hafi ekki fengið í magann þar sem hann í restina af partýinu úðaði í sig þrem kílóum af sælgæti eftir að hafa étið úr þremur snakkpokum. En hann er með góðan maga hann Halli. En áfengi á ég líklega að forðast, og það vissi ég svoesem. Allavega veit ég það núna

Siggalára: Auðvitað á hver heilbrigð manneskja sem er annt um vaxtarlagið að koma sér upp sullaveiki. Aukakílóin úr sögunni! Ég fékk nú bara mína stólpípu á FSÍ. Hjá kornungum læknum ;o)

Ylfa Mist Helgadóttir, 9.7.2008 kl. 14:02

8 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ææææ, gott þú skulir vera að hressast!

Vissi ekki að læknarnir væru farnir að gefa stólpípurnar........

Þú hefur fengið einhverja spes þjónustu   ;-#

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 9.7.2008 kl. 16:41

9 Smámynd: Katrín Dröfn Markúsdóttir

Sæl essskan

Takk fyrir síðast og takk fyrir mig ... snakkið og nammið fór ekki illa í mig og heldur ekki hið stórgóða mohito.  Láttu þér batna og farðu vel með þig .... læknar sem gefa stólpípu!!! þú hefur fengið einhverja sér meðferð bara ;)  

Katrín Dröfn Markúsdóttir, 9.7.2008 kl. 17:29

10 identicon

Hjartað mitt láttu þér batna, sólin á eftir að vera hér út sumarið

Guja (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:17

11 identicon

ÆÆÆ hvað er að heyra...leiðinlegur endir á annars æðislegri helgi þarna hjá ykkur, að því er virðist.  En nú er bara að sleppa snakki , nammi, og mojhitos í einhvern tíma og taka bara Nexium og borða baunir og kálið úr garðinum.

Láttu þér batna, koss og knús á línuna..líka til gelgjunnar...

valrun (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 07:45

12 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Til hamingju með rauðvínspottinn!  Ætli það sé gott í sullaveikismaga?

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 10.7.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband