10.7.2008 | 21:56
Drekkur sullurinn rauðvín?
Það var og.
Þegar ég hef fengið það rækilega staðfest að mín vesæla melting þoli ekki áfengi þá vinn ég rauðvínspottinn í vinnunni. Djöfull er það dæmigert. Tvennt er í stöðunni: drekka helv.. glundrið og gá hvort sullurinn verði ekki of fullur til að naga á mér magann eða gerast sprúttsali. (feministar! Útleggst það ekki sem "sprúttselja?" )
Ég er að verða ágæt alveg. Hætt að sofa allan sólarhringinn og farin að vera í stuði. Fór í ferlega skemmtilegt smáferðalag með manninum mínum, barnsföður mínum, konu barnsföður míns og öllum okkar börnum, -nema þessu eina sem við eigum öll fjögur saman... Við fórum í Önundarfjörð og lágum í sólbaði á hvítu ströndinni, ókum svo í Dýrafjörðinn og fundum okkur stað til að borða nesti á og sólbrenna dálítið og enduðum svo í sveitinni hjá Öllu í snöggum kaffisopa og hvolpakúri.
Best að fara að sinna sullinum. Heilsur.
Athugasemdir
Alveg eftir þér að vera með líkamlegt ofnæmi fyrir áfengi. heitir þetta ekki alkahólismi ? Eins og þú drekkur nú mikið og oft ha ha. Seldu það , helst prestinum, sem messuvín.
Bestu kveðjur frá höfuðstað Vestfjarða.
RauðvínsdrykkjukonaáÍsafirði (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 23:20
Þú gætir nú boðið góðum grönnum í smá rauðvínsglas eða velkælt hvítvín svona við tækifæri
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 11.7.2008 kl. 00:16
er þetta ekki bara allt í lagi, þú drekkur heldur aldrei.
gott að heyra að ú ert að lagst
knús frá lejre
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 07:40
Ylfa mín ég þekki nokkrar góðar sem eru örugglega til í að hjálpa þér með rauðvínspottinn. Hafðu það sem allra best og sullaðu sullinu í þig og sullinn.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 11.7.2008 kl. 11:01
Þú getur skipt þessu í ríkinu og fengið Jägermeister í staðinn, en hann ku vera allra magameina bót.
Hjördís Þráinsdóttir, 11.7.2008 kl. 11:12
Jæja núna dríf ég mig nú í heimsókn til þín,,,verður ekki eitthver að gera þessu rauðvíni skil.Við erum komin aftur í víkina en þú hefðir nú bara getað kíkt í kaffi með alla hersinguna þína til okkar í sumarbústaðinn í Valþjófsdal.Við getum nú síðan skálað fyrir bata þínum,,SKÁL
Fríða Birna (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.