11.8.2008 | 11:58
Ást, hjörtu og rómantík
Ooooooo, þið sem vænið okkur ástarvikumanneskjur um væmni og allt það, þið eruð svooooo öfundsjúk! Gló, þú ert sko meira en velkomin hingað í ástarferð og ég skal taka vel á móti þér, kyssa og strjúka á alla lund!!
Við parið fórum í bíó í gær að sjá Mamma mia, ásamt heiðurshjónunum Ellu og Einari. Það var fullt í Ísafjarðarbíói og gaman að sjá fullt af fólki sem ég hef aldrei fyrr séð sækja bíó. Fullt af fallegum, og (vonandi) ástföngnum hjónum úr Ástarvíkinni, kenndri við bolung, mæðgur, systur, kærustupör.. og allir hlógu og skemmtu sér. Mér þótti myndin sjálf heldur þunnur þrettándi en tónlistaratriðin fengu mig til að dilla mér í sætinu. Meryl Streep hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og líka þessi breski sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir, hann lék í Bridget Jones... anyone??? Hápunktur myndarinnar er þó vitanlega þegar hinn ofursvali James Bond leikari, Pierce Brosnan brestur í söng. Þar fór James Bond fyrir lítið! Ég grenjaði úr hlátri!
Nú ætlum við, ég og drengirnir mínir að klippa út pappírshjörtu til að líma í gluggana og grafa upp rauða seríu til að hengja upp. Kannski ég reyni að ná klukkutíma í berjamó áður en ég þarf svo að sækja Baldur í leikskólann. Þ.e.a.s. ef hann fæst til að fara. Hann vill bara vera áfram í sumarfríi. Lái honum það sko ekki!
Í kvöld verður svo kærleiksganga sem ég ætla að leiða. Bara svona dásamlegt, rólegt rölt um bæinn og kannski eins og ein heimsókn til hjóna sem hafa lengi verið í ástarsambandi. Svo verður opið í sundlauginni lengur en vanalega þannig að allir verða að taka með sér sundföt og fara svo að kela í heitapottinum! Mömmur, pabbar, ömmur, afar, börn og barnabörn, komið með mér út að ganga hönd í hönd. Og þeir sem koma einir, við hin knúsum ykkur ;)
Athugasemdir
Bíddu bíddu við... í bíó með Einari og Ellu? Fara þau með þér í bíó? Fara þau yfirleitt í bíó? Váááá... þú ert greinilega uppáhalds...!
Þ (ekki uppáhalds...)
Þórdís Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 12:52
Elsku Þórdís, ég er ekkert meira uppáhalds en þú, ég er bara hér :) Þú ekki :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.8.2008 kl. 14:53
Ástar og kærleikskveðja til ykkar í Bolungavikinni...
Bergljót Hreinsdóttir, 12.8.2008 kl. 00:02
Sama og þegið Ylfa er ekki nóg og væmin.
Bíð bara eftir ömurlegu dögunum.....
Þá verður hægt að tala um öfund
Gló Magnaða, 12.8.2008 kl. 10:12
Ég man síðast eftir pabba í bíói þegar Álfhóll var sýndur. Hvenær ætli það hafi verið, 1975?
Þórdís Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 13:35
kærleikst knús á ástarblús !
knús elsku frænka
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 15:27
Hvernig geturðu gleymt hvað þessi dásamlegi maður heitir? Þú ert að tala um Colin Firth :)
Þorgerður (Majusystir) (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 01:16
isss Baldur Hrafn vill ekki fara í leikskólan því hann saknar mín svo mikið.... uppáhalds leikskólakennaranum sínum, Víst Baldur Hrafn...... Kveðjur til ykkar í alla í þessari miklu ást og kysstu Baldur Hrafn frá mér og klíptu í þessar kinnar ;) kveðja Ólína fyrrv. því miður, fóstra
Ólína Adda (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.