Ég heiti Ylfa Mist Helgadóttir og ég er öskutunnumatur....

Svona gæti ég heilsað. Mér líður eins og einhverju sem kasta má í ruslið! Ónýtt, úr sér gengið drasl sem virkaði hvort eð er aldrei almennilega.

Hef verið í því að falla í öngvit að hætti fagurra aðalsmeyja síðastliðna daga, -eða meira svona: skella í gólfið eins og fullur hani! Endaði auðvitað á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði sem er að verða meira sótt af mér en mitt eigið salerni. Svei mér þá! Einhverjar pumputruflanir valda yfirliðunum, pumputruflanir sem eru reyndar ekki svo nýjar fyrir mér, en urðu fyrst raunverulegar opinberlega við það að ég væri skyndilega í svona náinni snertingu við eldhúsgólfið í vinnunni......

Það furðulega er, að ég, sem vissulega er í "rausnarlegri kjörþyngd," svo ekki sé meira sagt, hef engin einkenni offitu. Ekki með háan blóðsykur, ekki með hátt kólesteról, ekki með háan blóðþrýsting..... semsagt; það er ekkert að mér. Ég stend bara ekki reglulega vel upprétt af og til! :)

En nú á að rannsaka gömlu fyrir og í bak svo að hægt verði að kippa mér í lag sem fyrst. Enda hef ég ekki þolinmæði í mikla bið. Ég er í veikindafríi um helgina, enda nýkomin heim, og ætla að gera ekki neitt. Ekkert. Nema kannski læra aðeins heima........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Færðu svona öran hjartslátt í kringum gömlu kallana í vinnunni?

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 17:34

2 identicon

Elsku vinkona.

Þetta gengur ekki að þú sért að falla í yfirlið af og til.

Það er nú lán í óláni hve þú ert stutt í annan endann

Þeir hljóta að finna bilunina og gera við hana þetta læknisfólk á sjúkrahúsinu.

Láttu þér batna.

vinkona á Ísó (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 19:01

3 identicon

það verður nú að koma þér í lag kæra vinkona en láttu þér líða sem allra allra best heirumst

Guðmunda H Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 19:40

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ertu ekki bara að reyna að vera nálægt myndarlega lækninum sem er þarna fyrir westan?

Vonandi finnur hann hvað er að og kippir í lag í hvelli.

Kv. Þ

Þórdís Einarsdóttir, 29.8.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Katrín

usssuss kona..ljótt að heyra.  Nú er það afslappelsi og kósýheit...svona lætur líkaminn vita þegar vélin er orðin bensínlaus..vona að allt fari vel

Katrín, 29.8.2008 kl. 22:02

6 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Láttu þér batna sem fyrst ekkert vit í öðru.... um hvaða myndarlega lækni er verið að tala???? Kveðja frá Ísó

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 29.8.2008 kl. 22:38

7 Smámynd: Bumba

Jédúda mía, Jesú góður guð. Hvað er að heyra hjartalóa litla. Það verður nú að ráða bót á þessu sem fyrst. Farðu í allsherjar innvortisspeglun sem fyrst, það er SKIPUN. Og fáðu þér svo sultu, það er allra meina bót. Líði þér sem  bezt elsku Ylfa mín. Með beztu kveðju.

P.S. Láttu svo eldhúsgólfið vera, það hefur ekkert gert þér nema gott eitt.

Bumba, 30.8.2008 kl. 08:34

8 identicon

Sæl ylfa

 Vildi bara láta þig vita að þú ert ekki ein í þessu veseni hef farið í gegnum þetta sjálf. En þú verður elsku vina að átta þig á því "eins og sumir" að þú ert ekki SUPERWOMAN vinna, skóli, börn, heimili, maður,áhyggjur,þú!!!

Að vísu ert þú mjög góð manneskja sem átt allt gott skilið, svo ráðlegging mín til þín er að snúa þessum lista við .

Kveðja af Holtunum

Nikólína (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:32

9 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Sæl vinkona!

Eins gott að drífa sig suður og láta rannsaka þetta með hraði........

Hugsa til þín

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 30.8.2008 kl. 14:27

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku frænkan mín !!!! passa sig og muna að hugleiða til að fá ró og jafnvægi á hugann. lát heyra meira.

knús steina superkona

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 20:54

11 Smámynd: Laufey B Waage

Elsku kegglingin. Vonandi batnar þér fljótt og vel.

Laufey B Waage, 30.8.2008 kl. 22:29

12 identicon

...og ég vona að það sé hægt að lappa upp á þig. Ég vil ekki heyra að þú sért í neins konar útrýmingarhættu. Ég er svo mikið wúss eftir að ég eignaðist börn að það má ALLS EKKI NEITT vera að NEINUM. Og ALLS EKKI MÆÐRUM!!!

Þá fer ég að grenja.

Og þá er ég búin að svara þér í mínu kommentakerfi, á feisbúkk og hérna. Vegir internetsins eru órannsakanlega margir.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:20

13 identicon

Elsku Ylfa,ég vona að það verði hægt að gera eitthvað fyrir þig og pumpuna þína. Kærar kveðjur til ykkar allra frá Aarhus. Ella og drengene.

Ella Rósa (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:40

14 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

það var ekki af innihaldi þessa pistils sem ég hló upphátt heldur af stílnum.. Þú ert ágæt og vonandi komast þeir til botns í þessu vandimáli þínu " svo þú skellir ekki í gólfið eins og fullur hani".

taktu því róglega kveðja Halla SIgný

Halla Signý Kristjánsdóttir, 1.9.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband