Veiðisumarið mikla er framundan!

Ég sé ekki framm á annað en að sitja frameftir sumri niðrá bryggju og reyna að dorga á hækjuna mína. Kannski verð ég í það minnsta matvinnungur. Það sem í mig beit, hver eða hvað sem það nú var, hefur haft á mér mikin ímugust og séð til þess að ég sé ekkert að nota vinstri fótinn of mikið. Útilegur og fjallgöngur eru því að minnsta kosti á hóld, ef ekki bara blásnar af. Sé maður á annað borð svartsýnn. En það er náttúrulega ekkert víst að ég verði það á morgun þó ég sé það akkúrat núna.

mamma, afi og amma

Íslenskar jurtir og grös bókstaflega bíða eftir mér í lyngholtum og fjallasölum, berjatíminn hefst eftir örfáar vikur og ófáar gönguleiðirnar bíða eftir að nötra undir mér. En ekkert gerist fyrr en allt er batnað......

Mamma er á förum. Hún er búin að fá herbergi á Dalbæ á Dalvík og ætlar að flytja þangað á morgun. Hún er búin að vera á biðlista í minna en ár og er áræðinlega heppin að fá pláss. Við erum hálf skrítin yfir þessu öllu, finnst eins og hún hafi alltaf verið hérna og eigum eftir að sakna hennar ægilega. Við buðum henni uppá smjörsteikta rauðsprettu í kvöldmat með kartöflum og salati úr garðinum, (mestmegnis illgresi úr beðunum, arfi er nefnilega eitt albesta salat sem um getur) graslauk og sítrónu. Hún er gefin fyrir fisk en fær hann ekki oft hérna þar sem elsti sonurinn er með ofnæmi fyrir honum. En hann fór suður í "réttingu" í dag og því notuðum við tækifærið. Nú, svo reyndar skellti hún sér með okkur á Saltfiskveisluna í Edinborg sl. laugardagskvöld og skemmti sér prýðilega. Við átum á okkur gat og hlustuðum á Saltfiskband Villa Valla spila frábæra tónlist. Ókum svo heim í miðnætursólinni. Gat ekki verið betra. Að helv..hækjunni slepptri þó.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona geta gjafirnar laumast aftan að manni. Það er munaður að hafa einhvers að sakna. Þá veistu hvað þú hefur átt.

Kærar kveðjur til mömmu þinnar. Vona að henni líði vel í heimabyggð.

Berglind (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband