Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Bless í bili.

Nú ætla ég að taka mér gott hlé. Ég hef frá engu að segja, það er of mikið að gera hjá mér og ég nenni ekki lengur að hafa opinberar skoðanir á einskisverðu argaþrasi og daglegum tittlingaskít. Þetta eru þrjár helstu ástæðurnar. Ég ætla frekar að nota frítímann til að sinna fjölskyldunni minni en að blogga. A.m.k á meðan ég er að finna út hvaða tíma útivinnandi foreldrar nota til þess að blogga, án þess að finnast þeir vera að svíkjast um ...... Núna td. er klukkan hálf ellefu og þvottafjallið minnir á þrítugan, ókleifan hamarinn. En hér sit ég og hamra á lyklaborðið, syfjuðum hnúum. Væri ekki nær að gera eitthvað annað?

 Ég hef því komist að því að blogg er annaðhvort fyrir heimavinnandi húsmæður eða fólk sem starfar við tölvur og leiðist í vinnunni....... Ekki tímabundnar mæður með kostgangara Ísafjarðar í mat, þrjú börn, hund og svo ekki sé nú talað um eiginmanninn....

En örvæntið ekki.... ég sný aftur!

166387039_085d2d6774

 

 


of mikið í boði.....

Af hverju get ég ekki verið tvær? Eða þrjár? Ég þyrfti td. núna í kvöld að vera á a.m.k. á tveim eða ekki þremur stöðum! Mig langar að heyra nýju stefnu DV í Edinborgar húsinu, mig langar á tónleika að hlusta á Guðmund Jónsson á Langa Manga, og mig langar að fara út að borða með vinnunni hans Halla. Sem ég geri auðvitað af því að ég er góð eiginkona. Og hlýðin! Mér skilst að síðan séu þeir Grjóthunslimir að spila einhver lög einhversstaðar í kvöld en það frétti ég bara útí bæ. Ekki frá ektamanninum sem kvaðst á því hissa, ég hlyti nú að hafa séð þá auglýsta einhversstaðar!!!  Sjálfur vissi hann ekkert um það fyrr en hann las það á BB.....

Bílinn lánaði ég frá mér og fer því á lánsbíl út að borða. Mest langar mig þó auðvitað að vera heima hjá mér. Hef grun um að Baldur sé að fá hlaupabóluna. Hann er orðinn grunsamlega bólóttur skyndilega. Það væri nú alveg rakið svona rétt á eftir barka-lungnakvefinu sem hann er að ná sér uppúr.......

Ég er að vinna annað kvöld á Langa og á sunnudaginn. Held að þetta verði góð helgi og fljót að líða. Þær eru það flestar þessa dagana. Vikurnar fljúga áfram og það eru aftur að koma jól! Þau eru nýbúin! Ég er ekki einu sinni búin að setja kassann með skrautinu upp á loft! HVernig má sporna við þessum hraða?

Öðruvísi en að drepast?

 

 


Fátt er svo með öllu illt...

Hann Baldur bollan mín er lasinn. Og eins og góðra foreldra er siður skiptumst við hjón á að vera heima með veikan drenginn okkar. Sem er ágætt. Þá hef ég tíma til að lesa nokkur blogg og jafnvel skrifa mitt eigið. Nema hvað að sjaldan er maður andlausari en einmitt þá maður er heima með veik börn! En þá er nú gaman að fá góð tölvubréf! Og eitt slíkt fékk ég áðan. Og ég hló mikið!!! Ég semsagt græddi á því að vera heima í dag. Hláturgusu!!

En hér kemur brandarinn sem ég fékk sendan:

   

Þetta gerðist í afsekktri sveit á Austfjörðum ekki alls fyrir löngu. (nú.. eða Vestfjörðum.. Gæti líka allt eins verið er það ekki?)

Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley,(hún gæti nú alveg heitað eitthvað annað... Gæti byrjað á...tjah.... til dæmis A? ) ung blómarós næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og þau ákváðu að leita til hans með vandræði sín. Sigurður dýralæknir sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.

Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði yfir þeim af krafti á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á.

Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta sé ekkert að virka.Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í rúmið með Sóleyju.Hjónin fóru heim og prófuðu þetta. Strákurinn fer í rúmið með Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á eftir annari með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo tíma þá veltir strákurinn sér ofan af Sóleyju kófsveittur og úrvinda.Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með áherslu:

"Svooona Páll, Svona á að sveifla handklæðinu!".

Ein mynd af veika drengnum svona bara af því að hann er svo sætur!

441423748_04e1619dd3


Fréttamolar

Dr. House. Hann er í uppáhaldi hjá heimilismeðlimum þessa dagana. Við erum nefnilega haldin þeim glöpum, fjölskyldan, að við munum aldrei eftir að horfa á framhaldsþætti. Þannig að við komum gjarna höndum okkar yfir heilar seríur og störum linnulítið á tuttugu þætti í kippu eða svo. Og nú er það Dr. House. Mér finnst hann skemmtilegur en verð þó að játa að ég þyldi hann líklega ekki í raunveruleikanum. En ég er orðin svo vel að mér í díagnósum að ég væri fljót að spotta út hvaðeina sem hrjáð gæti viðkomandi, fengi ég bara allar upplýsingar. Og þetta lærir maður af því að horfa á sjónvarpið. Læknisfræði!!! Hvað GERÐI fólk áður en sjónvarpið kom? Vissi áræðanlega ekki neitt!!

Urta Sigríður Ringsted fór í fokkferð til Önundarfjarðar. Það mun vera Gulldrengurinn Grettir sem átti að vera að negla hana þessa dagana en hún vill bara hreinlega ekki leyfa honum! Sest bara á rassinn og urrar á hann. Þetta lærir hún líklega heima hjá sér.....

Annars er lífið svo ótrúlega ljúft. Við vinnum auðvitað allt of mikið, hjónin, en notum allan frítíma í að leika okkur með börnunum. Við erum meira að segja búin að fá sómakonu til að gera hreint hjá okkur fyrir helgarnar svo að við getum eytt þeim í drengina. Það er svo margt sem þarf að gera. Fara í sund, -við eyðum líklega u.þ.b. 14-17 klukkustundum í viku í sundlauginni..., sunnudagaskólinn, bíltúr eitthvert út fyrir bæinn, annað hvort í sveitina, Skálavík, firðina í kring, eða bara á sandinn. Fara í labbitúr með Urtu, heimsækja ömmur og afa og þar fram eftir götum. Svo er einhvern veginn svo mikið um að vera. Mér finnst allar helgar undirlagðar af viðburðum. Sem er auðvitað fínt.

Núna er Finnbogi hjá okkur. Fyrir þá sem ekki vita þá er Finnbogi sonur vinahjóna okkar. Hann er fimm ára og er með Downs heilkenni. Við erum stuðningsfjölskyldan hans, höfum verið lengi, og njótum því þeirra forréttinda að fá að hafa hann eina helgi í mánuði. Hann passar vel í strákahópinn hér og var snöggur að bræða fjölskylduvini og vandamenn svo að allir taka honum sem sjálfsögðum hluta af okkur og hann tekur öllum sem sjálfsögðum hluta af sínu lífi. Og þannig á það að vera. Það er ótrúlega gefandi að fá að hafa svona ljúfan og fallegan dreng sem hefur þessa sérstöðu. Finnbogi er afskaplega vel staddur miðað við sína fötlun. Hann talar vel og skýrt og hefur góða hreyfigetu. Hann skilur allt sem við hann er sagt og hefur mjög þróaða tilfinningagreind. Finnst mér. Og ekki er ég sérfræðingur á þessu sviði. En ég held samt að ég sé alveg að sjá þetta í réttu ljósi.  Hann er bara yndislegur. Og af því að Halli er að fara að vinna í löggunni í nótt þá ætla ég að hafa hann og hina litlu kroppana í stóra rúminu hjá mér. Það er dýrðlegt. Þá lesum við bækur og kelum þangað til við förum að sofa. ótrúlega gott:)

Unglingurinn var að fara út. Unglingakvöld. Félagsmiðstöðin er með svona "sundlaugarpartý" og það stendur held ég til miðnættis. Björgúlfur er í nemendaráði í Félagsmiðstöðinni. Það á vel við hann held ég. Hann er svo líbó. Líkar vel við alla og lyndir vel við flesta. Ef ekki alla. Hann er líka ferlega umburðarlyndur. Það hefur hann ekki frá mér. Og ekki heldur frá föður sínum. Bara hans eigin persónuleiki.

Ég hef markvisst reynt að hlusta ekki á fréttaflutning af borgastjórnarþvælunni. Eins og ég sagði henni G.Stellu þá hef ég ákveðið að hugsa meira inn á við og heildrænt. Hnattrænt. Það þýðir að ég hef ekki pláss fyrir daglegar pólitískar erjur og þref! (þetta er auðvitað afsökun fyrir því að hafa ekki nennu né áhuga fyrir því að fylgjast með þessum skrípaleik sem íslensk pólitík er. Að auki finnst mér alltaf svo sorglegt að því meira sem ég fylgist með stjórnmálum því minna finnst mér um mannskepnuna og því er bara betra að sleppa því með öllu) Þess vegna hef ég enga skoðun á þessu öllu saman. En mér sýnist bloggheimur allur hafa hana svo að enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með minn fátæklega skoðanabanka.

Þetta er að verða verðlaunahæft fyrir að vera sundulausasta blogg ever svo að ég ætla bara að hætta núna. Enda er miðbarnið að óska eftir að ég horfi á það "galdra talstöð úr nærbuxunum sínum..."

1509699170_e5a1ecf04a


Time is on my side.....

Ég veit ég veit... Ég vanræki bloggheima. Ég var spurð að því í dag af yndislegri vinkonu hvort ég hefði lesið nýjustu færsluna hennar? Ég svaraði sannleikanum samkvæmt, ég les ekki einu sinni kommentin við mínar eigin færslur nema eftir dúk og disk!!! ÉG HEF SVO MIKIÐ AÐ GERA!!! Núna er ég að fara að borga reikninga í heimabankanum og ákvað að kasta kveðju... eins og sagt er. Lofa að koma með safaríkan pistil von bráðar.  (Enda eins og hér má sjá er ég múltitasking kona. Viðkvæmir láti ógert að ýta á linkinn..... )Jafnvel fullan af slúðri og skemmtilegheitum. Adios.....

Á sumardaginn fyrsta....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband