Atvinna óskast.

Sextán ára son minn vantar sumarvinnu frá 1.júní og fram eftir sumri. Hann er með ofnæmi fyrir fiski svo að slorið er því miður úr myndinni.

Talandi um þann sextán ára, þá er einmitt gaman frá því að segja að faðir hans, eiginkona og börn eru stödd á Ísafirði yfir páskana. Unglingurinn er því á Ísafirði í góðu yfirlæti. Verandi ein heima fyrir hádegi með litlu drengina ákvað ég nú bara að taka því afar rólega, lá uppí rúmi fram að hádegi og las "Svo fögur bein." Skyndilega verður mér litið upp og þá stendur Páll barnsfaðir minn í dyrunum og segir mér að hann ætli að nota tölvu unglingsins niðri í kjallara og vinna í henni fram eftir degi.

-Ekkert mál elskan, svaraði ég og breiddi sængina aðeins betur yfir barminn. -Helltu bara uppá!

Ég skellti mér í slopp og tók til hádegisverð fyrir barnsföðurinn og eiginmanninn sem var væntanlegur í mat. Á meðan ég beið eftir að eggin syðu, flögraði sú hugsun að mér að kannski væri heimili mitt OF frjálslegt?

Og þó.....

mér líkar þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert æði Ylfa.

Guðmundur L Þorvaldsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 18:03

2 Smámynd: Ragnheiður

Nei það er ekki of- það er frábært. Svona er allra best að hafa þetta :)

Ragnheiður , 29.3.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband