Talía, ég er að koma!

Á morgun fer ég að Húnavöllum á leiklistarskóla Bandalags Íslenskra leikfélaga. Ég er reyndar ekki að fara á námskeið heldur er í ár boðið uppá nýbreytnina "Höfundar í heimsókn." Það er nú samt eins og mig minni að fyrsta árið sem BÍL skólinn var starfandi í Svarfaðardal, hafi verið viðlíka í boði fyrir þá sem vildu koma og skrifa. Ég hugsa að það séu þrettán ár síðan ég fór fyrst í þennan Bandalagsskóla. Og í kjölfarið flutti ég suður, gekk í Hugleik og það var líka í þessum skóla sem ég fór að skrifa leikrit fyrir nokkuð mörgum árum. Sennilega svona.. átta árum eða svo. Karl Ágúst Úlfsson kenndi mér í tvö sumur í leikritasmíð. Og svo lá þetta nú eiginlega að mestu niðri hjá mér.

En á morgun ætla ég að taka upp þráðinn og byrja að skrifa meira. Kannski verður það bók, kannski leikrit, kannski bara innkaupamiðar og matseðill fyrir framtíðina.... :)

Ég kem aftur heim þann tuttugasta og þá verður Dr. Tóta með í för. Svo heldur bara sumarið áfram og vonandi verður það jafn yndislegt og það hefur verið hingað til. Fyrsti rigningardagurinn í margar vikur í dag og manni bara bregður við enda orðinn steiktur af langvarandi sólskini og útiveru.

En nú, vinir mínir, hverf ég á vit Talíu í tíu daga eða svo.

Love to all.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband