hverskonar þrugl er þetta?

Ég skil ekki alveg alltaf Íslendinga. Einhverju sinni heyrðist hrópað "stóriðjulaust Ísland!" Svo kom von um skjótfenginn gróða og hafist var handa við að virkja til álframleiðslu. Og skyndilega sáum við ekkert nema ál. Höfðum ekkert lært af loðdýraæðinu hérna um árið! Gróðinn hefur nú látið á sér standa, amk í mínum vösum, veit ekki með ykkar.

Nú má alls ekki "skattpína" stóriðjuna sem hótar því bara að fara ef þeir fái ekki það sem þeir vilja (minnir mig á hótanir sem heyrst hafa í mönnum sem hafa mikil umsvif í litlum bæjarfélögum og breytast í freka smákrakka ef rekstrarumhverfi þeirra er ekki nákvæmlega eins og þeir vilja hafa það) og að þá hljóti allir að missa vinnuna. Djöfulsins bull! Þó að menn borgi eðlilegan kolefnisskatt þá hætta þeir ekkert framleiðslu. Það segir sig bara sjálft að á meðan stóriðjan fær afslátt af rafmagni en smábændur borga fullt verð, er hróplegt ósamræmi í dæminu. Við erum svoooo dugleg að láta þá sem standa í stórgróðanum stjórna okkur. Það mætti halda að við værum ennþá undir Dönum! Er í alvörunni einhver sem vill að Ísland verði stóriðjuparadís? Er í alvörunni einhver hér inni sem trúir því að stóriðja muni "bjarga okkur?"

LÍÚ grenjar yfir því í auglýsingum að allt fari til fjandans ef þeir sömu og hafa töglin og hagldirnar (sem eru nú ekki margir í dag) missi yfirráð yfir kvótanum sínum og virðast allsendis ófærir um að skilja að einhver muni pottþétt halda áfram að veiða fisk og græða á því. Kannski bara ekki þeir sömu. Og ekki alveg svona fáir.

Sjallarnir klúðra ágætu tækifæri til að öppdeita hjá sér í sínum flokki og kjósa áfram sinn sama formann. Og sýna svo um munar sitt móralska siðferði: ef þeim ekki hugnast útkoma "lýðræðislegra kosninga! þá bara kjósa þeir aftur! Og fá nýja niðurstöðu! Dísus!

Ögmundur er skammaður af Samfylkingunni fyrir að fara eftir lögum og að hafa einhverntíma gist á Grímstöðum á Fjöllum. Ég hef aldrei gist þar en er honum hjartanlega sammála. Maðurinn sem stóð blindfullur í pontu á alþingi situr á móti ráðherranum í sjónvarpssal og þykir bara fullgóður til að hafa skoðun á þessu. Talar bara um umhverfisvæn kvennastörf... LOL.

og ÁRNI JOHNSEN ER ENN Á ÞINGI?

Sem ég segi... ég skil ekkiokkur  Íslendinga.

Ég held við hljótum að þurfa einhverja hjálp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski kínverskt nudd? Nú eða sopa af Nupo létt?

Algerlega sammála þér Ylfa Mist. Og nei ég er ekki stofukommi

ÉG ætla að líta eina Llju í holti.

Ingunn Ósk Sturludóttir (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 21:46

2 identicon

Það eru margir íslendingar sem eru að hugsa það sama og þú. Alltaf mænt og mærað með erlenda frjáfesta. Við erum svo ginkeypt fyrir öllu útlensku en getum gert miklu betur ef við bara horfun inná við á okkur sjálf, en ekki góna yfir hafið og halda að allir aðrir komi okkur á réttan kjöl.

Margrét (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 10:52

3 identicon

Mjög góður pistill og eins og talað út úr mínu hjarta.  Þessar eilífu upphrópanir um að allt sé að fara til fjandans eru mjög leiðigjarnar, sérstaklega í ljósi ofurneyslu stórs hluta Íslendinga.  Meiri jöfnuð takk, þó hann fáist bara með skattlagningu stóriðju og sjávarútvegs.

Svanhildur (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 11:35

4 identicon

Heimskulegasta grein ever,  (-; án djóks, þessi greinahöfundur er pottþétt að drekka kaffe latté og spá af hverju ljósin séu kveikt..... fjandsamleg landsbyggðinni og þeirri staðreynd að það er hún að megninu til sem borgar skattana til að kaffelatté daman fái fría heilbrigðisþjónustu. Djöfull verð ég pirruð yfir svona heimsku f......... reiknið út hversu mikið landsbyggðin t.d. loðdýraræktin, álverið og fiskvinnslan greiða af heildarlandsframleiðslu í skatta, vá hvað þið verðið hissa.

Er (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 23:18

5 identicon

„Er í alvörunni einhver sem vill að Ísland verði stóriðjuparadís? Er í alvörunni einhver hér inni sem trúir því að stóriðja muni "bjarga okkur?"“

Já, m.a. Jón Gunnarsson alþingismaður.

Hvað varðar innlegg „Er“ þá finnst mér það léleg rök að finna það eitt máli sínu til stuðnings að reyna að gera lítið úr kaffismekk málshefjanda.

Ef útreikningar eða tölur þær sem vísað er til þ.e.a.s. skattgreiðslur loðdýraræktar, álversins (hvers þeirra?) og fiskvinnslunnar eru svo háar að þær standi undir helbrigðisþjónustu á Íslandi er mikið nær að koma fram með þær tölur og vísa svo í heimildir máli sínu til stuðnings.

Heilbrigðisþjónusta er hins vegar langt í frá frí á Íslandi.

Á móti spyr ég hversu mikið af peningum er búið að ausa úr sameiginlegum sjóðum landsins í loðdýrarækt og álver en hafa á móti skilaði lítilli sem engri arðsemi sbr. arðgreiðslur Landsvirkjunar?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/11/15/of_litil_ardsemi_af_virkjunum/

http://www.visir.is/forstjori-landsvirkjunar--ardsemi-karhnjuka-er-of-lag/article/2011111119307

Nonni (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 02:03

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

kæra Er.

Ég er heilbrigðisstarfsmaður á skítalaunum og hef mest alla mína ævi búið á landsbyggðinni og nánast undantekningarlaust unnið láglaunastörf. Misstu þig ekki alveg í landsbyggðarembinginn. Það eru fleiri en þú sem þekkja hann án þess að söngla stál og hníf alla daga með brýnið á lofti...

;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.11.2011 kl. 21:46

7 identicon

Austfirðingar ættu nú líka að tékka á hvort grilljónagróðinn sem átti að verða úr því þegar Sigurjón Sighvatsson keypti Eiða sé í hendi. Og hvar eru öll afleiddu störfin sem álveg við Reyðarfjörð átti að skapa, svo ekki sé minnst á skatttekjurnar sem Impregilo kom sér hjá að greiða við gerð Kárahnjúkavirkjun. Éld við ættum að fara að læra að ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt... þá er það það, líklega.

(Drekk stundum latte en oftast svart. Borin og barnfædd og uppalin fram á fullorðinsár á Fljótsdalshéraði, ættuð að hálfu frá Vestfjörðum, hef búið víða í Evrópusambandinu og í 101, bý nú á stórhöfuðborgarsvæðinu... Vissara að hafa svona hluti með...)

Sigga Lára (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 22:20

8 identicon

mikið rosalega er ég sammála þér Ylfa.

Sér í lagi með forkólfa og fyrirtæki sem hóta öllu illu ef þeir í sínum frekjuköstum fá ekki það sem þeir vilja...hóta að yfirgefa bæjarfélög og koma þeim á kaldan klakan...

Sagan og kirkjugaraðr eru full af ómissandi fyrirtækjum sem hafa farið á hausin eða dauðum forkólfum sem voru algjörlega ómissandi...

En notabene, við þjóðin, ísland já og veröldin öll er enn til staðar og allt heldur áfram þrátt fyrir alla þessa ómissandi aðila og þessi ómissandi fyrirtæki.

Það er nefnilega alltaf þanning að það kemur eitthvað í staðin fyrir það sem hverfur á braut.

og Sjálfstæðisflokkurinn, það er nú kapítuli útaf fyrir sig...

Friðbjörn B. Möller (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 22:26

9 identicon

Einstaklega heimskulegur pistill.  Fór kaffe-latteið eitthvað öfugt í þig í dag?

Vinsamlega ekki blogga svona heimskulega aftur takk.

Björn Falur (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 22:47

10 identicon

Eins og talað út úr mínu hjarta. .. sérstaklega þetta með þingmannin sem var fullur og ÁJ. Hló svo mikið að það er glápt á mig hér í Oslo. (þar sem ég drekk latte, bý svo reyndar í 101 (dreifbýli) þar sem ég drekk yfirleitt svart, vinn fyrir ríkið og borga mína skatta).

 Bloggaðu meira Ylfa!

Elín Björk (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 12:15

11 identicon

ha,ha,ha..... ja thaug eru svo morg ahugaverd,framtidar taekifaerin hja elituni : laxeldi,silungseldi,oliuhreinsunarstod,skida-klisturhreinsari,ketonplastrar.....og eiga eftir ad syna,nyjunstu uppfinniguna sina HJOLID.

Dabbi Odds (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband