Sjöveðradagur í Reykjavík.

Það er ekkert á veðrið hér að stóla. Eftir hitabylgjuna sem hefur legið yfir Vestfjörðum undanfarna viku lentum við Valrún hér í rigningu og skítakulda. Það er aldrei eins veður frá klukustund til klukkustundar. Rigning, sól og vindur. Mest rigning samt. Ég fékk að sjá segulómunartæki að innan í dag. Í einn og hálfan tíma. Það var fremur leiðinlegt. Maður má ekkert hreyfa sig. En það hefur nú aldrei verið mín sterkasta þörf að hreyfa mig hvort eð er svo að þetta var allt í lagi.

(framhald á bloggfærslu sem ég byrjaði á sl fimmtudag) Ég fékk líka að sjá vinnustofuna hennar Söru frænku. Og ég fékk líka að sjá bumbuna á "stjúpu" minni. En eins og vitað er mun ég fljótt eignast lítin bróður. Ég fæ að vera viðstödd fæðinguna svo að ég þarf líklega að bruna suður mjög fljótlega aftur.

En ég er semsagt komin heim aftur. Við Valrún gistum á Hólmavík í nótt hjá Jóa sæta frænda hennar. Við höfum gist þar áður og fáum svo mikla þjónustu hjá þessum yndislega manni að maður er hreinlega tilneyddur til að kúra hjá honum nótt eða svo á ferðum sínum um strandir.Svona fínt hannaði Gunni bróðir Halla :)

Nú ætlum við að fara til Mömmufalrúnar og grilla nauta ribeye með bernaise og tilbehör. Aldrei að vita nema ég grípi rauðvínið með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hver er stjúpmamma þín elsku frænka.

ljós í heimi og geymi

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Heyrðu, hún heitir Tamila og er gift föður mínum Rúnari. Við erum jafnöldrur og nú er hún að fara að eiga sitt fyrsta barn. Ég kalla hana stjúpu´mína til gamans.

Ylfa Mist Helgadóttir, 6.5.2007 kl. 11:15

3 identicon

Blessuð

Get ég þá afpantað sumarhúsið og fengið gistingu hjá þér í dk.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 12:11

4 identicon

Blessuð

Get ég þá afpantað sumarhúsið og fengið gistingu hjá þér í dk.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 12:13

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Nei nei..

Ég flyt ekki fyrr en í Júlí/ágúst

Þú kemur bara í heimsókn aftur næsta sumar....

Ylfa Mist Helgadóttir, 6.5.2007 kl. 13:07

6 identicon

Loksins tokst mér að endurræsa gömlu bloggsíðuna mína! Tók mig megnið af deginum;)
Kíktu í heimsókn....

sara (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 18:14

7 identicon

Hæ Ylfa Mist

Gaman að sjá síðuna þína aftur ,hvað er málið með Danmörk?

Ég hélt að þú værir ánægð í nýja húsinu

Þú kemur kannski við hjá mér í Keflavík áður en þú flytur.

Kveðja

Sigga 4 barna móðir.

Anna Sigríður (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 09:12

8 identicon

Það eru naumast sviptingarnar! Þá mega nú smörrebröðskjeeellingarnar í Baunalandi fara að vara sig.

Siggalára (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband