Föstudagsþvælan

Á þriðjudaginn, 31 júlí verður spiderljónið mitt hann Birnir 6 ára. Sama dag á Harry Potter afmæli. Og einmitt þennan dag verður myndin um hann (potter ekki Birni, hún er ekki enn komin út.) sýnd í Ísafjarðarbíói og við ætlum auðvitað öll í bíó. Skilst reyndar að myndin sé með drungalegra móti. Ekki það að synir mínir þoli það ekki en við ætlum að bjóða tveim vinum hans Birnis með í tilefni dagsins og ég veit ekki ennþá hvort vilyrði er fyrir því hjá foreldrum. Á eftir að tékka.......

Ég hætti að reykja í fyrradag. Já ég veit. Tilraun númer áttahundruð og eitthvað. Aldrei þó að vita nema þessi beri árangur. Mér líður alveg ágætlega og ég furða mig alltaf á því þegar ég hætti, til hvers í ósköpunum ég yfirhöfuð reyki? Það er svo mikið bras að vera að reykja. En til að vera nú ekki að neinu sleni ákvað ég að taka danska kúrinn í leiðinni. Svo að ég fitni nú ekki endalaust við það að drepa í. Það er síst skárra að drepa sig á spiki en reykingum. Held ég. Nú er ég bara bryðjandi grænmeti út í eitt og er alvarlega farin að spá í hvort tennurnar á mér fari ekki að gefa sig af öllu þessu gulróta og blómkálsáti. En mikið fjarskalega líður manni nú vel af allri þessari hollustu!

Palli Björgúlfspabbi og Berglind Björgúlfsstjúpa eru hérna fyrir vestan svo að Björgúlfur er á flakki á milli okkar og þeirra. Reyndar erum við svo heppin að vera ferlega "hippaleg" eins og ein vinkona mín kallar það að við höngum alltaf dálítið mikið saman þegar þau eru hér fyrir vestan. Það kemur auðvitað dálítið mikið til af því að ég er löngu búin að stela foreldrum Palla og gera þau að mínum foreldrum. Svei mér ef Halli er ekki bara líka búinn að gera það! Enda ekki hægt að hugsa sér betri foreldra en þau. Litlu drengirnir eiga þau með húð og hári og það er ekkert grín að hugsa til þess þegar  þeir uppgötva að þeir eru í raun alls ekkert skyldir þeim!! Ekki það að blóðtengsl séu það sem öllu skiptir, það er bara alltaf dálítið áfall að fatta að maður er ekki í raun neitt skyldur þeim sem maður hélt sig vera skyldan.... náði einhver þessu???? Frekar svona.... snúið hjá mér!

Sem leiðir hugan að því að ég, sem er auðvitað ættleidd, man alls ekki eftir því að það hafi verið neitt mál fyrir mig að komast að því að ég væri ættleidd. Ég held ég hefi verið smábarn þegar mér var sagt frá því og eins og öll smábörn, þá tók ég þessu sem sjálfsögðum og eðlilegum hlut. Alveg eins og ég held að börn geri þegar hlutirnir eru bara útskýrðir fyrir þeim á eðlilegan hátt.

Auðvitað var það ekki til að einfalda hlutina að systir mín hún Yrsa, væri í raun móðursystir mín sem gerir hennar börn bæði að systkinabörnum mínum og gerir mig og þau að systkynabörnum, og að foreldrar okkar síðan skildu og giftu sig bæði aftur og að mamma skyldi skilja líka við þann mann og að pabbi skyldi giftast konu með fjögur börn og að Rúnar, líffræðilegi faðir minn ætti tvö önnur börn með tveim konum, annarri yngri en ég er sjálf og að Rafnhildur, líffræðileg móðir mín ætti þrjá stráka með tveimur mönnum líka og að næst yngsti bróðir minn færi svo að deita stjúpdóttur systur minnar og að........ á ég kannski að hætta núna? Er þetta orðið gott? Náðuð þið einhverju af þessu??? Grin

Mér hefur alltaf þótt þetta sáraeinfalt en ég veit ekki alveg hvort öðrum þyki það. Það er ágætt að vera þverættuð og niðjaklofin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku vinkona!

Notaðirðu tækifærið um leið og ég fór í burtu ? ( Er ég svona assk. erfið ? ) Gangi þér vel. Herðum reglurnar í vinnunni. Regla eitt Ekkert brennivín og ekkert tópak nálægt vinnunni ! hvernig lýst þér á það ? ( Ekki það að það sé mikið um brennivín í vinnunni en regla samt. ) bara blómkálshausar á eldhúsborðinu !

Annað mál þú átt frábæra fjöldkyldu , sama hvert litið er.... sást í brúðkaupinu þínu... " ég er einn af fjölmörgu pöbbunum hennar Ylfu """ Svona eiga fjölskyldur að vera.. fjölnota og fjölþjóða og fjölbragða.... og skemmtilegar !

Guðrún Sig (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 20:35

2 identicon

Baráttu kveðjur í reykleysinu.  Svo er bara að fara út að ganga RÖSKLEGA einn klukkutíma á dag ef sixpakkið fer að verða of fyrirferða mikið.

Elín (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með kúrinn og reykingahættuna. finnst heldur ekki klæða þér að reykja.

við erum líka einhversstaðar frænkur í öllu þessi róði í ættinni !

Ljós til þín og þinna.

til hamingju með fallega birnir

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 17:56

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Til hamingju með reykingarstoppið, samhryggis þér að þurfa að fara í gegnum allar þrautir hel....s. En öll él birtir um síðir og ég veit að þú verður einherntíma SVO laus við þetta bannsetta eitur. Þú kemur til með að hoppa og skoppa um mela og móa ÁN þess að blása úr nös og svo skalltu kætast vinan því að allur matur kemur til með að bragðast miklu betur straks eftir svona viku eða svo. Þá þarf maður ekki að borða svo mikið og hríðhorast á nóinu. Sjáðu bara mig, ha! Hollustan uppmáluð.

Kveðjur frá Danmörku og ÁFRAM YLFA!!!!!!!! 

Gunnar Páll Gunnarsson, 28.7.2007 kl. 22:16

5 identicon

Jahhh....sko þig. Ég vona innilega að þessi tilraun áttahundruðogeitthvað verði sú sem skilar mestum árangri :o) Ég held ég verði að fara að kíkja í kaffi og fara aðeins yfir ættfræðina með þér.

Bestu kveðjur úr dal kvöldsólarinnar (þar sem er alltaf heitt á könnunni btw)

Annska (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 00:50

6 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég held að amman og afinn séu stolt yfir öllum þessum barnabörnum hvort sem þau eru fengin "að láni" eða ekki. Synd hvað litli frændinn ykkar úr "það er gott á þig að búa í Kópavoginum" hittir hina frændur sína sjaldan. Og ömmuna og afann úr Fagraholtinu að sjálfsögðu. 

Gangi þér vel í reykingabindindinu og grænmetisátinu.

Kveðjur úr gufubaðinu í Memphis.

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 29.7.2007 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband