Af álftum og svönum!

Okkur hjónum brá heldur betur í brún í gær þegar leiknar auglýsingar á rás tvö, fluttu okkur nákvæmlega gamalt samtal okkar frá árinu 2000, þegar við vorum á ferð í Öxnadalnum. Þannig var að rifist var um álftir og svani. Bóndi minn, fuglasérfræðingurinn, vildi meina að þetta væri ekki alveg það sama. Svanurinn væri stærri en álftin. Og þar sem hann á ekkert sérstaklega auðvelt með að játa sig sigraðan, (frekar en ég) þráttuðum við talsvert um þetta í viðurvist systurdóttur minnar sem þá var bara smástelpa. Hún var reyndar alveg með það á hreinu að þetta væri einn og sami fuglinn. Þessari sögu, hafa svo einhverjir vinir okkar nappað og gert að auglýsingu!!! Ég hef þá félaga grunaða um að vera ekki alsaklausa; þá Sævar, Ármann eða Togga. Helst þó Sævar. Ég hitti nefnilega samstarfsmann hans úr auglýsingabransanum þar sem hann sagði mér að Sævar hafi látið sögu þessa gossa á einhverjum brainstorm fundi.

Sævar! Þú skuldar okkur því innkomuna þína af þessari auglýsingu!!!!Wink

Baldur Bolla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku frænka þú ert allsstaðar, þó víðar væri leitað !

falleg mynd af baldri 1

ljós til þín og þinna

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 12:08

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Það er ljótt að stela, sagði Bastían Bæjarfógeti við ræningjana þrjá. Í Kardemommubænum.

Kveðjur á Bolungavík.

Gunni Palli. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 12.8.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: Sigríður Karen Bárudóttir

Ha ha ha !! þetta hlýtur að hafa verið undarleg tilfinninging. Við Jón eigum kannski eftir að rekast á samtal okkar sem var á svipuðum nótum, eða um hvort Krákur væru Hrafnar og hvort Hrafnar væru Krákur. Upp úr því höfum við kallað Hrafna: „hina íslensku kráku“ í miklum hæðnistóni. Það er nefnilega það.

Sigríður Karen Bárudóttir, 14.8.2007 kl. 19:50

4 identicon

Ég játa undanbragðalaust. :)

Lít þó alls ekki á það sem þjófnað. Öll sköpun felst í að nota það besta og skemmtilegasta úr umhverfinu (í þessu tilviki Halla og Ylfu) og oft hafa frægari rithöfundar verið sakaðir um stærri þjófnað úr samtölum vina sinna. Sumt þarf bara að gera ódauðlegt.

Ég býð ykkur hjónum í SS-pylsur e-n tíma. :)

Sævar Sævar Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband