Nú veit ég!!!

Birnir sonur minn er veikur eins og mamman. Við erum hérna tvö heima að kela. Ég var að íhuga rétt áðan að fara að mæla drenginn þegar hann segir: Nú veit ég af hverju þú ert svona feit mamma!! -Nú? -segi ég. -Af því þú fæddir þrjá stráka og við tókum svo mikið pláss og stækkuðum magann á þér svo mikið! -Guð blessi barnið, hugsa ég. -Hann er svo yndislegur að kóa með mömmu sinni. Tilbúinn að trúa því að umframmörinn sé á engan hátt mín eigin sök. Fallegi elsku drenguinn minn.... Þetta var ég að hugleiða ásamt því hvort þetta  væri ekki ástæða til að verðlauna drenginn með einhverju gómsætu þegar hann bætir við: En ég skil ekki eitt? Af hverju prumparðu alltaf svona hátt??? Er það út af því að þú borðar svo mikið????

Barnið er augljóslega fárveikt með óráði og hita. En um leið og því batnar verður það flengt duglega!

Í tilefni af þessu ætla ég að setja eina inn frá mögru árunum og tek fram að mér finnst ég alltaf vera akkúrat svona!

Góða helgi.

Actors


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Einhverra hluta vegna fór ég að hugsa um rauðhettu og úlfinn þegar ég las þessa óborganlegu sögu. Mikið eruð þið mæðginin fyndin og skemmtileg. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 2.11.2007 kl. 14:32

2 Smámynd: Laufey B Waage

Já en Ylfa þú ert akkúrat svona . Bara aðeins þroskaðri - og góðar konur þroskast vel, eins og gott rauðvín og góðir ostar.

Laufey B Waage, 2.11.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Gló Magnaða

   Hahahaha......

Góður!!!! 

Gló Magnaða, 2.11.2007 kl. 16:36

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Hann er sko skyldur honum Einari Beis hann sonur þinn!

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 2.11.2007 kl. 17:33

5 identicon

Hvað meinarðu? Mig minnir að þú sért einmitt svona í laginu.

Og ég hló upphátt að drengnum... og viðbrögðunum.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:48

6 identicon

Og er hann ekki feginn að þeir skuli bara vera 3 bræðurnir ?

Guðrún (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 18:57

7 identicon

HA HA HA..hann er yndislegur eins og mútta sín...greinilega líka með hómorinn líka úr móðurættinni..amk þekki ég húmorinn úr þeirri ætt..

Yndislegar spökuleringar...

Harpa Hall (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 14:34

8 identicon

Þú ert ekkert með mör - þú ert með húmör.

Svo prumparðu ekkert hátt - bara kröftuglega - 5 á Richther, ekki satt?

Tóta (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 18:56

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú ert alltaf jafn sæt, núna og áður+ég þekki líka húmorinn úr móðurættinni !!!!

Ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 15:45

10 identicon

Hvað er þetta með mjúkar línur okkar og athugasemdir frá börnunum þínum? Ég náði í Baldur Hrafn á leikskólann á föstudaginn ásamt Bríeti Björgu og þá heyrist í þínum; Bríet mamma þín er feitabolla, svo var sungið ;feitabolla, feitabolla,. En svo játaði dýrið að hann ætti líka mömmu sem væri feitabolla :)   Hvaðan hafa börnin þessar ranghugmyndir að við séum feitabollur?  Örugglega hjá mjóu mömmunum , örugglega ;-/

kv. Ausa feitabolla 

Auður (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:18

11 Smámynd: Marta

Bwahahaha! Frábært! Ekkert smá skemmtileg lesning! :D

Marta, 5.11.2007 kl. 11:34

12 identicon

heheheh!! vá hvað ég hló..

en hvað er annars að frétta? ég er stödd á Flórida og mamma er eflaust búin að segja þér frá því.  

Jara Sól (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 05:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband