Skoðanakönnun, mótmæli og fleira

Eg skellti inn skoðanakönnun endilega takið þátt!

Annars tók ég þátt í mótmælum áðan. Við hittumst, á þriðja tug manna og stóðum saman fyrir framan stjórnsýsluhúsið í Bolungarvík til að lýsa vanþóknun okkar á því að A-listinn hafi sprengt bæjarstjórnarsamstarfið við K-lista, vegna einhverra óframinna glæpa. Vegna "hugsanlegra hagsmunaárekstra."

Mótmælin voru fámenn enda ekki skipulögð. Þarna voru tuttugu og fjórir-fimm (og þá tel ég börnin ekki með :)) og það merkilega er að þarna voru líka sjálfstæðismenn. Eg átti ekki von á því en það er bara mín eigin takmörkun. Að sjálfsögðu er hugsandi fólk innan sjálfstæðisflokksins sem ekki getur skrifað undir svona fígúrugang.

Og nú er Elías Jónatansson orðin bæjarstjóri Bolungarvíkur. Elías hefur aldrei sýnt mér annað en ljúfmennsku, ég þekki hann sáralítið og hann hefur alltaf sýnt fyllstu kurteisi hvar sem ég hef til hans séð. En ég öfunda hann síður en svo af því að þurfa að feta í risavaxin fótspor glæsimennisins Gríms Atlasonar. Eg held að fáir menn geri annað en að týnast í þeim djúpu skóförum. Eg kenni líka í brjósti um hann, sem og aðra sjálfstæðismenn í nýrri bæjarstjórn Bolungarvíkur, fyrir að finna sig knúna til að "leggjast í eina sæng" með fólki sem gat ómögulega starfað með þeim áður. En svo virðist sem að í augum einhverra sé bæjarstjórastóllinn og plássið í kringum hann, svo eftirsóknarvert hnoss, að það sé fyllilega þess virði að kyngja gömlum væringum, kaktusum og nöglum fyrir það eitt að verma sætin. Sá tilgangur einn að hafa völd, helgar meðulin, jafnvel þó það sé óbragð af þeim.

En að allt öðru og skemmtilegra máli. Eg fékk styrk frá Menningarráði Vestfjarða til að halda leiklistarnámskeið fyrir unglinga í Bolungarvík næsta vetur. Það er gleðilegt því að það finna sig ekki allir krakkar í fótbolta, sundi eða skák. Eg hlakka mikið til að hefja þetta starf með krökkunum sem ég vona auðvitað að fjölmenni á námskeiðið.

En nú ætla ég að fá mér stutta leggju, það er næturvakt frammundan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra húrra fyrir þér, sá einmittt fréttina á bb.is. Til hamingju með þennann styrk sem verður notaður til góðra hluta með unglingum bæjarins, er svo stolt af þér...ÁFRAM YLFA.

Er alveg með á því að Elías er prýðismaður og þekki ég hann reyndar bara af góðu og efast ekki um að hann vill sínum heimabæ vel, enda unnið mikið fyrir bæjarbúa í mörg ár. Svo er að sjá hvernig skórnir passa......eða stóllinn...

Kær kveðja, Valrún

Valrun (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég sáðig í sjómattinu!

Til hamingju með styrkinn. Áfram Ylfa! 

Þórdís Einarsdóttir, 25.4.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

ég hefði viljað sjá betri skipulagningu á þessu því ég hefði að sjálfsögðu mætt ef ég hefði vitað af þessu. En frábært framtak!!!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 25.4.2008 kl. 21:35

4 identicon

Jibbbí  Ylfa! til hamingju með styrkinn hann fór í góðar hendur,frábært framtak.kv Herdís

Herdís (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:01

5 identicon

Til lukku með það og gangi þér vel.

Hulda H. (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 02:03

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með styrkin frænka, þetta er jú bara frábært.

Takk fyrir yndislega bloggvináttu vináttu og áttu í vetur

knús í krús

frá mér steinu

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 06:15

7 identicon

Jám. Ef ég hefði verið sjálfstæðismenn í Bolungarvík hefði mér þótt afar freistandi að mynda bara meirihluta með hinum fyrirtækjaeigandi lista og loka úti þennan sem hefur það fyrir sið að kljúfa sig útúr stjórnum og samstörfum.

Bara af því að það væri gaman.

Og halda bæjarstjóranum og reyna helst að taka kredit fyrir hann eftir svona tvö ár.

Akkurru er maður ekki í pólitík? Ég er greinilega natjúral.

Annars væri ég alveg til í að fyrrverandi bæjarstjórinn ykkar yrði næsti borgarstjóri hér í höfuðstaðnum. (En það hljóta að verða borgarstjórnarskipti á næstu vikum, miðað við söguna.) Ég held okkur veitti ekkert af honum eftir allt ruglið.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 12:33

8 Smámynd: Bumba

Hjartalóan litla mín, til hamingjur með styrkinn Ylfa litla Mist, sem er kysst, held hún sé ábyggilega ekki fryst, fór út í móa, fór að smala og hóa, enda er hún ekkert nema Hjartalóa. Rosalegur rappari er ég að verða. Er með eitthvað mallerí mallera, svo ég held mér við bólið. Eyjólfur kemur til mín þann þriðja maí í Amsterdam í tíma. Var hjá mér um daginn og það var rosalega gaman að sjá hann. Með beztu kveðju.

Bumba, 26.4.2008 kl. 13:03

9 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Ylfa í bæjarstjórn!

Í alvöru hefur þér aldrei dottið sá möguleiki til hugar????

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 14:16

10 identicon

Hvernig væri að setja af stað undirskriftalista um að halda Grími áframm sem bæjarstjóra í staðin fyrir að hafa það á síðunni þinni :) kv lína

Nikólína (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 14:57

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Takk öll.

Lína: það hefur litla þýðingu. Grímur myndi aldrei starfa með nýja meirihlutanum hvort eð er. Enda snýst þetta um svo miklu meira en bara það að Grímur fari. Nýr meirihluti táknar allt aðra tíma. Við þekkjum þá.

Hvað kemur úr skoðanakönnun á minni síðu er auðvitað ekki marktækt, en spurningin er ekki einungis tilkomin vegna þess að Grímur þarf frá að hverfa því að Grímur, með allt sitt ágæti, er ekki nema starfsmaður öflugrar bæjarstjórnar sem nú hefur verið leyst upp og fáir vita hvers vegna í raun og veru. Þetta snýr ekki síður að því að ásakanir, og þær jafn óljósar og þær eru þungar, eru bornar á Soffíu Vagnsdóttur sem hefur ekki annað til saka unnið en að vera aðili að fyrirtæki sem færir fimmtíu manna starfshóp inn í sveitarfélagið. Hópur sem mun nota sundlaugina okkar, drekka bjór á pöbbnum, versla í sjoppunni, búðinni, Drymlu, fara á hárstofuna osfrv. Starfshópur sem mögulega hefði annars dvalið í Hnífsdal eða á Ísafirði.

Og fyrir mér er það ekki glæpur. Fyrir mér, það sem hún -em einn af aðilum Kjarnabúðar gerði sig seka um, var að hala inn miklum feng fyrir alla sem standa að fyrirtækjarekstri hér í bæ. Sem skilar sér til okkar allra.

Elsku Gunni Palli minn, eftir þetta langar mig enn minna að starfa í bæjarstjórn Bolungarvíkur.

Bumba/Jón, þú ert hæfileikaríkur á öllum sviðum, það er ljóst. Kysstu Eyfa minn frá mér ef þú sérð hann aftur, ég hlakka mikið til að sjá ykkur öll í sumar!

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.4.2008 kl. 21:44

12 identicon

það er greynilegt að það er EKKI lýðræði hér í Bolungarvík á meðan við höfum ÖNNU og ELÍAS hér á staðnum sem hugsa bara um rasskatið á sjálfum sér!!!!!!!

Nikólína (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:59

13 identicon

Er ekki allt í lagi með fólk þvílíkt skítkast á þessum bloggsíðum held að fólk ætti að róa sig niður.Fólk ætti að gera sér grein fyrir að allar framkvæmdir kosta eitthvað sem heitir peningar og  Bolungarvík er á rassgatinu og ný stjórn alls ekki öfundsverð að taka við bænum í þessu ástandi annars óska ég nýjum sem gömlum meirihluta gæfu og gengis í framtíðinni og vona að fólk beri gæfu til að gera það besta fyrir bæinn okkar.Lifið heil

Margrét (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:32

14 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég er sammála þér Margrét.  Skítkast á hvergi heima og sjálf skrifa ég ekki í ámóta stíl og Nikólína hér að ofan. Öll höfum við okkar aðferð til að láta skoðun okkar í ljós og fyrir mína parta finns mér alltaf best að reyna að vanda mig sem mest ég má og gæta þess að vera málefnaleg. Að sjálfsögðu eru skoðanaskipti nauðsynleg, annað er ekki lýðræði, þannig er það nú bara. Og satt er það, Bolungarvík er illa stödd fjárhagslega og hefur verið svo árum skiptir. Og eru sl. tvö ár ekki allur dragbíturinn í þeim efnum. Nema síður sé. Fjárhagsstaða bæjarins hefur verið afar slæm um langa hríð og hafa mörg áföll dunið yfir. Mikið af ógreiddum gjöldum, slæm staða fyrirtækja og margt fleira kemur þar til.

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 00:36

15 identicon

ÆÆÆ fyrirgefðu elsku ylfa mín að eg skuli skrifa svona hráa íslensku á þinni síðu. En við skulum orða þetta öðruvísi. Við síðustu Sveitastjórnarkosningar kusum við EKKI D-listan til að taka við stjórn Bæjarinns (en hann hafði áður haft um 60 ár til að sanna sig ) heldur fengu K-listin flest atkvæðin af þessum þremur listum sem voru í framboði. Nú hafa SUMIR fengið þá flugu í hausin að Bæjarbúar vildu fá D- listan til að taka við stjórn hér en hvaðan kom þessi fluga (eg bara spyr) Eg veit ekki til þess að fjármálinn hjá bænum´séu verri núna en þegar EG varð gjaldþrota en þar voru SUMIR við stjórnvöldin en ef minnið mitt er ekki að svíkja mig þá retti Bærinn EG um 50 milljónir til að retta úr kútnum og voru þá ekki sjálfstæðismenn við stjórn EG bara spyr.

Nikólína (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 12:28

16 identicon

Nikolína þú og fleiri eruð löngu komin yfir strikið og eruð sjálfum ykkur til skammar.

Margrét (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 14:36

17 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hm... ég verð nú að segja það Margrét að þetta þykir mér nú ekki alveg laust við að vera skítkast.....

Nikólína, þetta var góð og málefnaleg spurning. Vonandi verður henni svarað.

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 15:33

18 identicon

Þetta er alls ekki skítkast,en mér finnst að fólk ætti að beina heift sinni að réttum aðila og enn og aftur þetta er skammarlegt og fólk ætti að róa sig aðeins 

Margrét (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 16:24

19 identicon

Margrét værir þú til í að segja mér hvort eitthvað að ofantöldu er rangt með farið af því eg virðist vera eitthvað treg í dag og kann ekki að skammast mín sérstaklega þegar það er búið að gefa skít í okkur kjósendur og okkar atkvæði

Nikolina (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 16:39

20 identicon

EKKI SVARA VERT

Margrét (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:40

21 identicon

Það er nú nokkuð dæmigert fyrir rökþrota manneskju að segja: ekki svara vert. En svara samt með því að eitthvað sé ekki svara vert. Þetta ástand í Bolungarvík vekur vissulega furðu okkar hinna sem horfum á úr fjarlægð. Ég þekki nokkra þaðan og hefði nú ekki trúað þeim sómamönnum og konum til að fremja verknað sem þennan. Hún er góð setningin "Sá tilgangur einn að hafa völd, helgar meðulin, jafnvel þó það sé óbragð af þeim." úr þessari færslu Ylfa Mist. Og segir allt sem segja þarf inndregið í eina setningu.

Gunnar Magnússon (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband