Hefndarþorsti húsfreyjunnar.

Prýðilega skemmtileg helgi að baki. Sambland af áti, menningu, hreyfingu og kósíheitum. Og skyndilega er skólinn að verða búinn hjá drengjunum, garðurinn kominn í blóma, nóttin orðin björt, hitastigið dásamlegt og gangagerðin hafin. Og allt skall þetta á, algjörlega óforvarendis! Mætti mér beint í andlitið.

Hugtakið hefnd, hefur verið mér svo hugleikið undanfarna daga. Ég er að analísera með sjálfri mér þessa fornu hvöt og reyna að skilja hana. Hvað veldur því að manneskjan finnur hjá sér hefndarfýsn? Hefur hún minnkað síðan fornkapparnir á síðbrókunum hjuggu hvern annan í herðar niður í hefndarskyni fyrir hin daglegu morð og aftökur sem í þá daga tíðkuðust ef marka má æsiskáldsögur frá Stútungaöld? Eða erum við bara orðin "civilíseraðri" í hefndargjörðum?

Til að finna við þessu svörin sem mig æskir hef ég sett í gang prójektið "hefndarþorsti húsfreyjunnar,"sem er einskonar leikritasmíð.....eða ekki. ....  Þar sem venjuleg húsfreyja vinnur markvisst að því að koma fram hefndum á þeim sem hafa sært hana. Það sem mest spennandi verður við þessa smíði, er að komast að því hvort hefndin er í raun og sannleika sæt? Kannski er það bara mýta? Eins og svo margt annað sem við temjum okkur að klifa á í sífellu en reynist svo jafnvel vera marklaus þvættingur. En hversu stór þarf hefnd að vera? Erum við að tala um hárfínar örvar eða blóðugan hefndar-splatter með limlestingum og afhausunum? Eða lævísa hefnd? Sem er þannig beitt að smátt og smátt er grafið undan "fórnarlambinu" án þess að það fái rönd við reist? Líf þess smám saman eyðilagt, partað niður og fórnarlambið stendur eitt eftir í eymd og vesöld? -Er það ekki svona dæmigerð kven-hefnd?

Sjómannadagurinn á næsta leiti. Á maður þá ekki að vera extra góður við sjómenn?

Ég mun gera mitt besta! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Úfff reiði konu.........það eina sem ég er hræddur við.

But dont mind me...

Haraldur Davíðsson, 26.5.2008 kl. 09:17

2 Smámynd: Laufey B Waage

Hefndarþorsti er skelfileg tilfinning, sem best er að eyða með öðrum hætti en að höggva mann og annan. Leikritaskrif er ekki svo galin hugmynd.

Laufey B Waage, 26.5.2008 kl. 10:15

3 identicon

Ef leikrit, þá láttu hana endilega vera sæta og fullnægjandi. Mér finnst ég hafa séð of mörg hinsegin.

Komm tú þeink off itt... ég á hálfskrifað leikrit með svipuðu þema. Og drep þann seka með köldu blóði... og eitri. Ég man að það var mjöööög fullnægjandi að skrifa það atriði... eða var ég ekki búin að því?

Ég held ég þurfi nú bara að athuga þetta mál.

Annars hefur mér yfirleitt þótt best, svona í lífinu, að fyrirlíta bara jörðina sem fólk gengur á, langi mig að hefna mín. Reyni þetta til dæmis reglulega með nágrannana á efri hæðinni og horfi fyrirlitningaraugum upp í loftið þegar það skilur unglinginn eftir einan heima með partí.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband