1. júní, klukkan er 17:OO og það er SUMAR---Viðbót!

Gleðilega hátíð, sjómenn, þeirra eiginkonur, kærustur, börn, barnabörn og allir landsmenn!

Eg hlýt að vera komin í annað land. Það er 1. júní, hitamælirinn á bak við hús hjá mér segir 18 gráður og athugið, það er í FORSÆLU! Öll fjölæru blómin mín er farin að blómstra sem er ótrúlegt og ég sló í annað skipti á þessu ári. Síðast fyrir réttri viku. Við erum að tala um það að þetta er Bolungarvík! Ekki Klaustur eða Fagurhólsmýri. Hér er venjulega rétt að byrja að örla á sumri á þessum árstíma. Jafnvel bara vori.

Húrra fyrir global warming, segi ég nú bara. Allavega í dag...  Vinnan var búin klukkan tvö í dag hjá mér, lærið er í ofninum og ég er að bíða eftir Kramer-dýrinu, henni Irisi og við ætlum að sitja á svölunum hjá mér með einn kaldan og tala um sæta stráka... eða eitthvað! Sunnudagar voru einmitt fundnir upp til að vera svona. Kvöldið kemur svo með eitthvað jafnvel enn meira spennandi og huggulegt í farteskinu. Ef fram fer sem horfir Smile

Svo er bara rúm vika í sumarfrí. Dásamlegt!

Ps) ég rak augun í stjörnuspána mína, og hún er svohljóðandi:

HrúturHrútur:
Þú hefur nógu lengi velt þér upp úr vissum aðstæðum. Þú veist að áhyggjur leiða ekkert gott af sér. Þú ert tilbúinn að fylgja áætlun og leysa málið.
HVAÐ í ósköpunum á ég við tíma minn að gera sem fer mestmegnis í að hafa áhyggjur? Eg verð þá að finna mér alveg nýtt umhugsunarefni!!

Ernir að klæða sig í sumar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Njóttu kvöldsins - og sumarblíðunnar.

Laufey B Waage, 1.6.2008 kl. 19:25

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Sendi ykkur öfundarkveðjur úr rokrassinum í suðri.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 1.6.2008 kl. 21:10

3 Smámynd: Gló Magnaða

Gleðilegt sumar!!

Gló Magnaða, 2.6.2008 kl. 09:23

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Það er gott að kunna að njóta og njóta...........................

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 2.6.2008 kl. 11:11

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sæl sæta! Hafðu það best.

Haraldur Davíðsson, 2.6.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband