Og ekki hættir vandræðagangurinn...

Bendi fólki á að lesa þessa grein. Segir allt sem segja þarf........

Ég hef setið í Húsi Andanna í morgun með Önnsku vinkonu minni. Og er bara endurnærð. Það var einmitt þar fyrir utan sem sveppurinn úr síðustu færslu hjá mér, óx fyrir u.þ.b. tveimur árum.

Á morgun kemur fólkið að sunnan, ég á von á þeim Tótu og Eyfa um níuleytið í fyrramálið og svo kemur Jón á fimmtudag. Ég er að gera svona föl-rósableikt greip-hlaup sem ég er nokkuð spennt að vita hvernig smakkast. Ég er búin að gera hindberjamarmelaði og eplachutney og ætla að gera jarðarberja og vanillusultuna á morgun. Rabarbarahlaup og limehlaupið koma svo í kjölfarið. Held ég nenni svo ekki að búa til meira...... Nema þeir Jón og Eyfi komi með einhverja góða hugmynd. Ég býst ekki við neinu frá Tótu minni úr þeirri áttinni.... :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ekkert smá dugnaður, eins og fyrri daginn!

Sammála þessu með greinina, segir allt sem segja þarf!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 30.6.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Ylfa! ég er búin að lesa bókina um sólina,,, alveg heilluð,, hvenær eigum við að hittast til að tala um hana? heimta heimagerða sultu í bókmenntahugleiðingunum.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 30.6.2008 kl. 23:24

3 identicon

Vá en spennandi sultur! Játa það hér og nú að lesa bloggið þið oft án þess að þekkja þig neitt - kíki bara svo oft á þá sem Toggi/Varríus linkar inn á...  Næ m.a.s. kannski að kaupa eitt stykki sultu þar sem fjölskyldan ætlar í sumarfrí til Ísafjarðar á föstudaginn. Er vinkona Kittu frá Dalvík og þið hljótið nú að þekkjast eða? En sum sé; takk fyrir mig.

María Pálsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:38

4 Smámynd: Katrín

Og lesa svo þessa

http://bb.is/Pages/26?NewsID=117833 

þá er þetta komið

Katrín, 2.7.2008 kl. 06:10

5 Smámynd: Gló Magnaða

Svo er þessi frétt:

http://bb.is/Pages/26?NewsID=117858

Til hamingju Dalamenn!!

Gló Magnaða, 2.7.2008 kl. 13:35

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Æ þetta er leiðinlegasta mál.  Mikið vildi ég friður kæmist á í Bolungarvík og sveitarstjórnarmenn hættu að kasta skít og færu að snúa bökum saman.  Það er sorglegt að horfa upp á þetta.

Mér er slétt sama hver byrjaði.  Nú ættu menn og konur að semja frið og sameinast um að halda áfram að byggja upp bæinn sinn. Það er það sem þið öll viljið, ekki satt.

Og muna svo að kaupa fullt af sultu af Ylfu Mist á laugardaginn! 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 2.7.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband