Þrumustuð.

Ef lífið væri alltaf svona!

Það var svooooo gaman í gær. Eftir langan og ljúfan brunch þrömmuðum við öll á markaðsdaginn hvar ég seldi allt mitt sultutöj á meðan ég brann upp til agna í sólinni. Svo var haldið heim í kótilettur í raspi og þvínæst skundað á tónleika með Túpílökum. Það var óborganlega skemmtilegt! Og partýið sem við héldum eftir tónleikana var líka óborganlega skemmtilegt. Og mikið drukkið af mojiitos. Og mikið borðað af nammi. Og í dag eru allir þunnir. Grafískar lýsingar ásamt myndum bíða því til mánudags-þriðjudags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Takk fyrir mig

Þó að ég hafi bara getað ræræræað með í lögunum í partíinu.

Nammið var gott  

Gló Magnaða, 7.7.2008 kl. 09:32

2 identicon

Hæ Ylfa takk fyrir siðast þetta var æðislega gaman.

Ólafia (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:09

3 identicon

Það er nú meira stuðið á þer alltaf og dugnaður. Kveðja

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:45

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Það heyrðist alla vega söngur hér um allt hverfi á laugardagskvöldið, svo það hlýtur að hafa verið meiriháttar ;-)

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 7.7.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 08:36

6 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Já, takk fyrir snickersið og mohitos...ið? Þetta var ljómandi skemmtilegt, þó ég hafi bara (eins og Eygló segir) getað ræræræað með flestum lögunum.

Ég er greinilega ekki nógu mikið "in-töts" við norðlendinginn í mér.

Hjördís Þráinsdóttir, 11.7.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband