Þankagangur fátæku kirkjurottunnar

Djöfull þoli ég ekki mánaðarmót. Reikningarnir hlaðast inn, öll lánin okkar hækka en bæði erum við í hálfgerðri sjálfboðavinnu. Ömurlegt. Í hvert skipti leiði ég að því hugann af hverju maður er ekki bara á einhverjum bótum. Munurinn er ekki mikill. A.m.k. ekki í mínu tilviki. Það er ótrúlegt að þeir sem starfa við umönnun séu ennþá svona hroðalega illa launaðir. Þegar maður þarf sjálfur á umönnun að halda þá verður maður rétt að vona að fólk stundi vinnu sína frekar af ánægju en þörf. Vegna þess að þjónustan væri heldur bág, ynni umönnunarfólk störf sín í samræmi við laun.

Svo ég tali nú ekki um ljósmæður sem hafa sama árafjölda að baki í námi og læknar án sérgreinar. Hver ælti launamunurinn sé?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband