Við sundin bláu???

Hvernig fór ég að því að búa hérna í RVK? Þó átti ég bara eitt barn megnið af tímanum og tvö rétt í restina. Púff. Tíminn sem fer í að bíða eftir því græna er ótrúlegur. Strákarnir skilja með engu móti af hverju þeim mega ekki "bara fara út að leika.?"

 Á næturnar er val: sofa með lokaðan glugga og fljóta frá úr rúminu í eigin svita, eða -hafa gluggann opinn og hlusta á andskotans umferðaróhljóð að utan. Og nota bene, við erum sko í GARÐABÆ! Og ferðin á fólkinu! Maður lifandi hvað tíminn hér er dýrmætur! Maður má bara þakka fyrir að vera ekki í vegi ábúðafullra vegfarenda sem storma framhjá manni, og maður stendur ringlaður eftir í reyknum.....

Lyktin er ekki góð. Það er engin ilmur í loftinu af þangi, blóðbergi eða ný-ábornum skít á túni. Það er þefur af bílum. Það er engin fögur fjallasýn nema af stöku stað og þá er fjallasýnin of langt í burtu til að maður nenni að fá sér göngutúr til að komast nær dýrðinni.

Mig langar bara að fara heim. Því að þó að Bolungarvík sé í augum sumra skítapláss´, þá er hún lítið og fallegt skítapláss. Ekki stórt og ógnvekjandi gímald þar sem allt hreyfist og gerist svo hratt að hillbillíjar eins og ég eru í slómói miðað við umhverfið. Mér finnst Reykjavík vera ljótt og stórt skítapláss.......

En hvað sem því líður þá fer ég á morgun til hans Ugga Agnarsonar sem mun tjá mér hvort ég sé með skemmdir á æðakerfi hjartans. Vonandi er ekki svo og þá á ég von á að hann segi mér hvað skuli gera næst. Það er svo slæmt fyrir nef- og tannheilsu mína að vera sífellt klessandi trýninu ofan í gólfin.

Já og eitt í lokin.....

Moli Lýðsson braust inn í húsið mitt fyrir viku síðan sléttri og hafði heimasætuna með sér á brott. Fóru þau til fjalla líkt og Halla og Eyvi forðum en skiluðu sér eftir þó nokkra klukkutíma. Það fá því líklega allir sem mér þykir vænst um lítin og loðin jólapakka.........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vonandi færðu bestu fréttir frá lækninum elsku frænkan mín. ég hef það nú ósköp sviðað með höfuðborgina mín , kaupmannahöfn. ég hef gaman af að fara þangað í smá stund, en er alltaf feginn að koma heim aftur. ég verð þó að viðurkenna að bolungaví er margfalt fallegri er lejre, en lejre er mjög falleg á sinn hljóða hátt.

ég kem vestur í júlí á næsta ári, þú verður bara heima, svona er það.

knús esku frænka

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 05:56

2 identicon

Gangi þér vel Ylfa mín hjá doksa, ég skil hvað þú meinar með Bolungarvík og hitt........nefnum engin nöfn. Þín stóra sys

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: Bumba

Sæl elsku hjartalóa litla, ég er með þér í anda. Allt mun ganga vel og allt það og þú munt komast heim í Bolungavíkina þína flottu innan skamms. Gangi þér vel elsku Ylfa mín og ég kem í sultu að ári komanda. Með beztu kveðju.

Bumba, 9.9.2008 kl. 08:44

4 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Sæl Ylfa

Vonandi að þetta sé sólardagur hjá Ugga í dag og hann fái bara fullhrausta einstaklinga í dag til sín. Komdu sem fyrst heim aftur því Bolungarvík bíður með berja, blóma og skítalyktina eftir þér. Svo þar bókaklúbburinn að koma saman það er svo langt síðan ég las sólina að ég er farin að gleyma henni aftur. "Hjartans"kveðja

Halla Signý Kristjánsdóttir, 9.9.2008 kl. 08:49

5 identicon

Elsku Ylfa mín, allt hefur sína kosti og galla, bæði staðir og fólk, fer dálítið eftir því hver horfir og hvernig  Gangi þér vel hjá doksa og ég sendi þér allar mína bestu heilunakveðjur.

Hulda

Hulda hákonardóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 10:45

6 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Hey, kíktu bara við hjá mér, þar er allt rólegt, útsýni til fjalla og sjávar og styttra í "útúrbænum"-ið.

Ég myndi jafnvel baka fyrir þig, svona af því að þetta ert þú.

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:56

7 Smámynd: Gló Magnaða

Ég hef oft hugsað þegar ég er stödd í borg óttans. "Vá hvað við "útálandiliðið" höfum miklu, miklu meiri tíma en höfuðborgarliðið. Svo maður tali nú ekki um alla hina kostina. Get ekki séð neinn kost að búa á höfuðborgarsvæðinu... Sorrý....  

Gló Magnaða, 9.9.2008 kl. 13:00

8 identicon

uss uss uss ég hef feykinógan tíma til að gera hvað sem ég vil. Maður skapar sér þær aðstæður sem maður vill búa við. og hananú. en gangi þér vel hjá lækninum mín kæra.

kveðja úr rólegheitunum í vesturbænum

lufsan (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 15:33

9 Smámynd: Aprílrós

Vonandi fékstu bara góðar kveðjur frá Ugga.;)

Aprílrós, 9.9.2008 kl. 17:09

10 Smámynd: Katrín

Mikið á ég erfitt með að skilja þig Ylfa mín enda Garðabær minn ,,skítabær" frá 5 ára aldri.  Reyndar stækkað og breyst en það er bara til góða þó þúfur hafi horfið og bílaumferð meiri en þá. 

En vona að þér hafi gengið vel hjá Ugga Agnarssyni ( eiginlega ekki hægt annað en að setja fram fullt nafn - þetta hlýtur að vera ,,stór " maður) og komdu heil heim í krummaskuðið og skítapleisið fyrir vestan

Katrín, 9.9.2008 kl. 21:45

11 identicon

Ég sveiflast og sveiflast og sveiflast. Á milli höfuðborgar- og landsbyggðarhneigðar. Ég huxa nú að við lendum út á land einhverntíma... en líklega reynum við að gera allt sem gaman er að gera í höfuðborginni fyrst. Og af borg óttans að vera kann ég vel við Ránargötuna og gamla vesturbæinn. En stundum langar mig samt í garð og styttra í sveitir og ömmur.

Vonandi hefur læknirinn fundið útúr einhverju merkilegu og fróðlegu og auðlaganlegu.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:01

12 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Rosalega er eitthvað mikið um frjálsar ástir í Bolungarvík.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 11.9.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband