Við étum bara slátur!

Einhvern tíma sagði mætur maður (hlýtur að hafa verið Sjálfstæðisflokksbundinn.... gæti mögulega heitað Pétur Blöndal!) að það mætti vel lifa af 100 þúsund kalli á mánuði. Maður æti bara slátur.

Nú, ég ruddist ásamt góðri konu í sláturgerð, enda fátt annað í stöðunni í krepputíð. Og við kláruðum þetta með glans, heimasaumaðar alvöru vambir og allur pakkinn. Og nú er ég að baka. Enda eru peningar mánaðarmótanna búnir og ekki nema..... sjöundi.. eða eitthvað. Allavega laaaaangt til næstu mánaðarmóta. En nóg er til í kistunni af sviðum og slátri, grænkálið vex eins og vindurinn í matjurtagarðinum og kartöflurnar óuppteknar, mjölbirgðir í búrinu og þá er engum hér neitt að vanbúnaði. Lett ðe físt bíginn!!!!!

Ætla að taka kúmenbrauðið úr ofninum og troða haframjölskryddbrauðinu inn. Ef ég hætti að blogga í náinni framtíð.... nú, þá er það bara af því að rafmagnið hefur verið tekið af! :)

(Elsku Guðmunda mín, ef þú lest þetta þá verð ég með þér í huganum á morgun. Guð blessi minningu bróður þíns og ykkur fjölskyldu þína. Og ég hlakka til að fá þig heim og láta þig fá slátrið þitt! Það bragðast unaðslega!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sagði Steingrímur Hermannsson, þá forsætisráðherra, einu sinni að menn ættu bara að borða grjónagraut í öll mál. Líklega kominn tími á það.

Bestu kveðjur

vinkona á ísó (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:45

2 identicon

Hafragraut, grjónagraut, rófusúpu og kartöflubuff spari

Harpa J (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:20

3 identicon

Já, nú held ég þú getir farið að mala gull á námskeiðum í sultugerð, sláturgerð, hvernig pönnukökur eiga að vera, og öllu hinu sem þú kannt að brasa af landsins gæðum. Allavega væri ég alveg til í að skreppa vestur á Bolungarvík í svoleiðis, hvort sem harðnar á dalnum eða ekki. :-)

Sigga Lára (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:31

4 identicon

Alveg spurning hvað er hægt að lifa lengi á grjónagraut ef enginn vill versla við okkur. Ekki hef ég séð mikið af hrísgrjónaökrum í sveitum landsins ;-). En já, rófusúpa og kartöflubuff hljómar mjög vel, og sérlega kreppulega. Hlakka til að sjá kreppu/sultudrottninguna á sunnudag :-)

Og svo ég gleymi ekki að brjóta odd af oflæti mínu: Takk, Framsókn, fyrir landbúnaðarstyrkina sem ég hef blótað svo ríkulega í gegnum tíðina. Veit ekki hvar við værum ef enginn kynni að rækta hér kartöflur og kindur lengur.

Berglind (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:48

5 Smámynd: Gló Magnaða

Geymdurðu ekki smá blóð í graut?

Ég á uppskrift ef þó vilt  namm......

Gló Magnaða, 9.10.2008 kl. 00:20

6 identicon

Já og þessi fíni fiskur sem þú getur dorgað á  meðan þú stendur á brjótnum og horfir á fjöllin fallegu og kvótakóngana í víkinni sigla út til að ná sér í meira gull úr hafinu.........þínu............og mínu........

upsabollur eru góðar , sagði Per , en hún Jónína mín gerði líka hamborgara úr honum handa krökkunum og þeir voru alveg vitlausir í það.....svo það er lengi hægt að draga björg í bú á vestfjörðum. Svo er bara að kafa eftir drápsgeninu í Halla ( hann er jú maður...ekki satt ) og senda hann með haglabyssu út á vita að skjóta nokkra svartfugla í kistuna og kannski eins og einn sel, ef heppninn er með. Það sveltur engin fyrir vestan........hver þarf cherrioos og kokoapuffs sem er með matarkistu við útidyrnar.

Loveju

Valrun (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 20:33

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

nei Valrún, það verður ekki kafað eftir drápsgeninu í Haraldi mínum. Ég vil hafa hann ALVEG eins og hann er! :) Blíðan, tillitsaman, heimakæran fjölskylduföður sem eyðir frekar tíma með okkur en að fara í hið rándýra sport sem þessi veiðidella er! Enda er svartfugl viðbjóður nema hann sé reyktur, marineraður í rándýrum legi og borinn fram hrár! Þekki góða konu sem kann slíkt!

HINSVEGAR.... ríkt drápseðli blundar í frúnni og væri nær að HÚN færi í einhverjar morðtengdar ferðir. Þá helst í bankann bara.... eða intrum :) Kjöt er í kistunni og fiskur í sjónum, það er rétt. Og ufsabollur ERU góðar ;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.10.2008 kl. 09:21

8 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Grjónagrauturinn var aldrei kallaður annað en Steingrímur á mínu heimili - ég held meira að segja að ég noti þetta stundum.

Hjördís Þráinsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:45

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Af hverju Steingrímur?

Ylfa Mist Helgadóttir, 17.10.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband