Saga af Frú Heppin

Frú Heppin fór út að ganga í fyrrakvöld ásamt tíkinni sinni. Frú Heppin fór í langa, langa göngu og kom við hjá vinkonu á leiðinni heim. Frú Heppin var ánægð með sjálfa sig, veðrið og allt saman. Því næst datt Frú Heppin kylliflöt, aftur fyrir sig, beint á bakið! Frú Heppin lagðist í rúmið og bruddi verkjartöflur. En síðan fór Frú Heppin í sund í gærkvöldi, lá í pottinum og gerði æfingar í lauginni. Frú Heppin er því miklu skárri í dag. Frú Heppin er því eftir allt saman afar heppin.

Móðir Frú Heppin er flutt inn tímabundið. Móðirin bíður eftir dvalarheimilisplássi og ætlar að vera hjá dóttur sinni, Frú Heppin, þangað til. Frú Heppin og Herra Heppinn verða því að klára kjallaraherbergi elsta sonarins snarlega svo hann geti flutt niður og látið ömmu sinni eftir hornherbergið. Heppni að amma skyldi koma, þá fær unglingurinn loksins kjallaraherbergið sitt. Frú Heppin og fjölskylda hennar eru því heppin eftir allt saman.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl kæra Frú Heppin.  Þú ert nú alveg yndisleg elsku Ylfa mín ég sest reglulega við tölvuna og brosi eða hreinlega hlæ upphátt hérna ein með sjálfri mér að skemmta mér yfir blogginu þínu. Láttu þér batna í bakinu. kveðja Ragnhildur

Ragnhildur (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Sigríður Inga Ingimarsdóttir

... Sæl Dallas frú. Hef  ótrúlega gaman , að lesa bloggið þitt, en nú varð ég að kvitta fyrir........ Þú ert góður penni, og ekki skemmir SKOPIÐ þitt fyrir. Knús á þig og þína.

Sigríður Inga Ingimarsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Guðmunda H Birgisdóttir

jæja FRÚ HEPPIN það er gott að vera heppin en gerðu þér grein fyrir hvað við erum HEPPINN að þekkja þig

Guðmunda H Birgisdóttir, 29.10.2008 kl. 15:22

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ohh þú ert svo heppin alltaf, og ég heppin að Palli skyldi öööh... detta á þig!

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 29.10.2008 kl. 18:15

5 identicon

Sem betur fer ertu svona heppin.......annars hefðirðu kannski rotast, jafnvel hryggbrotnað............helvíti varstu heppin 

valrun (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:18

6 Smámynd: Aprílrós

Góðan bata Frú Heppin ;)

Aprílrós, 29.10.2008 kl. 21:01

7 Smámynd: Sigga Hjólína

Innlitskvitt hjá þér frú Heppin.

Sigga Hjólína, 29.10.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband