Áfram niður Memory Lane....

Ég hef verið að kjafta við Ellurósu vinkonu mína á msn. Hún býr í Danmörku. Svo hitti ég Lindu í gær. Og í fyrrakvöld hitti ég gamla bekkjasystur og æskuvinkonu, hana Silju Gunnars. Þegar farið er að rifja upp gamla daga fer einhver skriða af stað. Þar á meðal þessi:

Sérlega hallærislegt lag og myndbandið er AGALEGT!  Enda er þetta sænsk Country-sveit, ekki við öðru að búast!

En... engu að síður, ..eitt af þessum lögum sem rifja upp einhvern sérstakan stemmara. Blöndu af angurværð, fortíðarþrá og ...einhverju sem ekki er hægt að útskýra.

Annars er ég að fara heim á morgun. Loksins! Björgúlfur minn á afmæli á sunnudaginn. Fjórtán ára! Hann hélt matarboð í kvöld fyrir vini sína. Þau fengu sér hamborgara og spiluðu. Eittvað annað en ég var að gera þegar ég hélt uppá fjórtán ára afmælið mitt! Það er á hreinu! Hann er góður drengur og fetar ekki í fótspor mömmu sinnar þegar kemur að unglingahegðun. Sem betur fer!

Á sunnudaginn verður vöfflukaffi fyrir alla sem vilja kíkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

þrjú.

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.11.2008 kl. 00:47

2 identicon

Til hamingju með drenginn. Mikið er ég glöð að fá þig aftur vestur, saknaði þín á fimmtudagskvöldið, bætum það upp seinna.

Halla Signý (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 09:47

3 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Aldrei nein lognmolla í kring um þig, OFVIRKA nágrannakona

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 8.11.2008 kl. 15:17

4 identicon

Til hamingju með drenginn okkar :-)  Verst að missa af kaffinu...

 Já, þetta lag er alveg ótrúlega nostalgískt í eðli sínu, sérstaklega ef miðað er við hvað það er hræðilega lélegt! Ég vissi ekki hvort hrollurinn sem fór um mig var fortíðarþrá eða músíkölsk skelfing. Eins gott að Páll varð ekki vitni að því þegar ég saurgaði tölvuna okkar með þessum ósköpum. Það hefði getað endað með hjónaskilnaði.

Knús vestur. Vona að þú hemjir þig í láréttu þráhyggjunni á næstunni ;-) 

Berglind (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:59

5 Smámynd: Laufey B Waage

Kysstu afmælisunglinginn frá mér .

Ég þori varla að segja það, - en við Hannes vorum fyrir vestan um helgina, - og ég áttaði mig ekki á dagsetningunni fyrr en við vorum komin suður. Ótrúlegur klaufaskapur, - ég sem er yfirleitt snillingur í afmælisdögum. það hefði aldeilis verið flott að detta inn í afmæliskaffi í Víkinni. 

Laufey B Waage, 9.11.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband