9.10 og andlegt hrun.

Ég sit ein í hálfrökkrinu og nýt birtunnar frá jólaljósunum í stofunni minni. Ég er að læra fyrir síðasta prófið sem verður í fyrramálið. Það er komin nótt og ég ætti með réttu að vera farin að sofa. Æi.. ekki alveg strax. Ég þarf aðeins að líta betur yfir systolískan og diosystolískan þrýsting.... hver var nú aftur munurinn? Ég sver það að þó ég hafi verið að lesa þetta þá man ég ekki lengur hvernig þetta er skrifað, hvað þá fyrir hvað það stendur.

En semsagt. Próf í bóklegri hjúkrun á morgun. Fékk lokaeinkun í Líffæra og lífeðlisfræði í dag. 9.4. Ég varð himinlifandi. Áttaði mig svo á því að ég hefði verið hækkuð uppí tíu EF ég hefði bara fengið 0.1 í viðbót. Benti kennaranum mínum voðalega pent á það. En hún sendi mér bara fingurkoss. Ég er því með slétta 9 í lokaeinkunn þar sem það er bara gefið í heilum tölum. Tíu hefði auðvitað hljómað...... best. En níu er líka æði. Ég er sátt við það.

En svo ég láti nú af einkunnagrobbinu þá er þokkalega létt yfir mér í kvöld. Ég hef verið rosalega þreytt síðan ég kom heim. Svo þreytt að ég á í mesta basli við að halda mér vakandi, hvað þá á næturvöktunum! Það er til vandræða hvað ég er syfjuð alltaf. Held að andlát pabba og tíminn fyrir og eftir það sé að "kikka" inn. Tilheyrandi kvíðaköst og þunglyndi vilja fylgja með í kaupbæti, alveg óumbeðið. Ég þarf að fara að gera eitthvað í því. Mér er alltaf hætt við að vera "hinn óhaggandi klettur" á meðan álagið er mikið en svo tekur það auðvitað sinn toll. Líklega það sem er að gerast núna.

En akkúrat núna er ég vel stemmd. Sem er fínt. Er að spá í að halda því eitthvað áfram. Systir mín vill meina að ég þurfi að skæla meira og oftar og nú er ég að æfa mig í því. Það gengur samt ekkert voðalega vel. Ég ætti kannski að prófa að stinga títuprjónum í augun á mér og gá hvort það virki?

Annars er Baldur litli veikur. Alveg hundveikur meira að segja. Fór á jólaball í leikskólanum í morgun og sló svona líka svaðalega niður aftur. Ræfilstuskan er með agalega barkabólgu og líklega er eitthvað sigið bæði niðrí bronkur og lungu á honum. Þarf að skoða hvernig hann verður á morgun. Þyrfti kannski að láta kíkja á hann. jæja, ég ætti að hunskast í rúmið og reyna að fá einhvern svefn svo að ég sofni ekki ofan í prófblöðin í fyrramálið.

Góða nótt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

svona leindó!ég dotta,við að sitja yfirí prófum,verð að fara að sofa ein gömul

Helga Kristjánsdóttir, 17.12.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband