Illfyglin!

Frúin í Hraunbergi er búin að setja í gamla ofninn, eitthvað fygli, sem annað hvort er dvergvaxinn kalkúni eða ofvaxin hæna. Með fyllingu. Við erum vön að borða nautakjöt á gamlárskvöld en af því að við vorum með lambalæri á aðfangadag og splæstum heimalöguðu bernaise sósunni á það, er lítið varið í nautið ;) Ágætt að breyta til. Mest langar mig þó að taka litla hundkvikindið hennar mömmu, troða einhverju í það aftanvert og henda inn í ofninn með hinu illfyglinu! Þetta er nú meira dýrið þessi hundur! Hann er sko svona lítill og SVONA ljótur!!! Hann er bæði búinn að bíta börnin mín, blaðberann og í skálmar flestra gesta. Svo liggur þetta kvikindi bara eins og hver önnur hátign uppí rúmi hjá gömlu konunni og urrar á alla sem nálgast. Hann er meira að segja farinn að urra á mig. Og þó gef ég honum að éta! Svo mígur þetta innanhúss og er sí-geltandi!!! Það væri vitlegast að líkna kvikindinu sem fyrst! En mamma má ekki heyra á það minnst!

Ég ætla að skrifa áramótapistil þegar ég er minna upptekin af þessu hundrassgati og meira upptekin af öðru! Við ætlum að bjóða gamalli vinkonu og syni hennar í mat í kvöld svo að það er best að fara að huga að pútunni þarna í ofninum!

Ég óska ykkur gleðilegst gamlárskvelds, nýjárskveðjur koma síðar!

Frú Ringsted


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

I Kina spiser de hunde.

Njóttu áramótana mín kæra. 

Laufey B Waage, 31.12.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Aprílrós

Eigðu ljúft og gleðilegt kvöld elskan.

Aprílrós, 31.12.2008 kl. 17:00

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Gleðilegt ár Ylfa mín ofurknús til þín.   

Þú átt samúð mína alla með þetta kvikindi, það er ekkert leiðinlegra en leiðinlegur ofdekraður hundur sem heldur að hann sé maður.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 31.12.2008 kl. 17:12

4 identicon

Hikk, hikk, gleðilegt ár gæskan, ég er sko búin að skrifa margar setningar hvernig hægt væri að létta þér lundina út af Hróa en ég ákvað að stroka þær allar út.  Ekki sæmandi svona á fyrsta degi nýs árs.  Læt það kannski flakka á morgun á öðrum degi.

Knús og kossar til allra drengjanna og móðursystur minnar en ekki Hróa (hann myndi bara bíta þig ef þú færir að reyna að kyssa hann frá mér)

GB

Gunnhildur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 02:24

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

man eftir blessuðum hundinum, hann er ekkert ljótur.....

gleðilegt ár elsku frænka mín !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 02:59

6 identicon

Ylfa mín, þú átt samúð mína alla vegna andláts pabba þíns.  Ég á mjög virðulega minningar um hann, enda var hann skólastjóri þegar ég hóf skólagöngu í Dalvíkurskóla, á fyrstu árum skólagöngunnar bar maður ómælda virðingu fyrir kennurum og skólastjóra.  En svo lenti Trausti greyjið í að vera minn skólastjóri á unglingsárum

Þú átt líka samúð mína með þennan hund, þoli ekki svona litla geltandi hunda....en ef hann er vel loðinn þá getur þú sett eitthvað í hann aftanverðan og notað hann sem afþurrkunarkúst  Það ætti að þagga niður í honum í smá stund !

Kveðja úr Reykjavík.

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 18:28

7 identicon

Vonandi fórstu ekki í hundana Ylfa mín , en ég hef saknað þess að lesa ekki bloggfærslur frá þér á nýju ári en þær eru alltaf góð lesning .

Kv Fríða Birna

Fríða Birna (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband