Á einari með fo***ng lungnabólgudrauginn in da house... AGAIN.

Hökti á "einari" og hækjunni inn á kaffi Edinborg laust fyrir klukkan eitt í dag og hitti Steinu frænku mína. Hún er að setja upp myndlistarsýningu í Edinborgarhúsinu og ég held að allir séu boðnir á opnunina annað kvöld. Fleiri listamenn taka þátt í sýningunni, einn danskur og einn íslenskur. Þau heita Morten og Ráðhildur. Þið megið geta hvort er danskt og hvort er hérlent :) Ég hlakka til að sjá sýninguna. Steina frænka er svo frábær. Við erum blóðskyldar, sem er nú ekkert algilt með mín skyldmenni, og við finnum það svo vel. Við erum tengdar einhverskonar böndum, kannski blóðböndum, kannski einhverjum öðrum böndum. Ég veit það ekki. Blóðbönd eru alls ekki sterkari en önnur bönd, það veit ég vel. Maður getur myndað ótrúlega sterk tengsl við fólk sem er ekki hið minnsta tengt manni líffræðilegra, á meðan maður nær ekki nokkurri einustu tengingu við einhvern sem er manni afar blóðskyldur. En þannig er bara lífið. Og það er allt í lagi.

Anna Sigga Von Arnardalur kom svo og við ákváðum að fara í sólbað á pallinn hjá henni en sælan varði stutt, leikskólinn hringdi og tilkynnti; barnið er veikt, liggur sofandi á dýnu með hæðilega háan hita. Segist finna mikið til í maganum og brjóstinu. AAARGGG!!!! Þá vissi ég það, í þriðja sinn á rúmum mánuði var lungnabólgan komin í hús. Djö.....

Lungi ungi.

Dórabeib sótti mig, skutlaði mér á leikskólann og sótti svo eitthvað rótsterkt oní krakkann. Hann fékk stíl og sítrómax og er bara nokkuð hress í augnablikinu. Ef sítrómaxið virkar ekki þá er ekkert annað í stöðunni en að fá særingarlækni. Eða láta grafa upp indíánagrafreitinn sem augljóslega er undir húsinu okkar að valda öllum þessum usla!

Jæja, ég sé frammá að verða heima í kvöld með súkkulaði og kaffi á henni, ef einhver vill kíkja í veiruhúsið mitt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja...heldur þú að það þori nokkur að koma til þín í índíánagrafreitinn....

Myndi líklega harka af mér og þiggja kaffibollann, en sérstaklega súkkulaðisins vegna myndi ég taka sénsinn...........

Sendi ykkur knús og baráttukveðjur, lovju

valrun (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 00:10

2 identicon

Hverning  hefur Halli það?

Gunnhildur (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 22:56

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Jesúsminn, hvað ekki á að ganga fram af þér. Kveðjur heim í pestarbælið og megi honum batna sem fyrst.

Gunnar Páll Gunnarsson, 8.7.2009 kl. 22:59

4 Smámynd: Aprílrós

Batakveðjur dúllan mín til ykkar ;)

Aprílrós, 8.7.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband