Myndir af "barnabörnunum!"

Af því að ég mun ekki eignast aðra "stelpu" en hana Urtu mína sem er auðvitað tíkin mín, líður mér svolítið eins og ömmu. Sérstaklega af því að ég horfði á þessi kríli koma í heiminn! Þau stækka og fitna enda ekki margir um hituna/spenana!

Hér eru myndir af þessum gullfallegu hvolpum sem hafa hlotið skammtímanöfnin Gulur og Kola.

Þreytta mamma með börnin sín

Urta með Gul og Kolu

Svo ein af Kolu, dagsgamalli.

Kola, dagsgömul


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oh, fallegir. vildi að ég nennti að eiga hund.  

nanna (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er ekkert að nenna elskan! Þetta er svo dásamlegt!

Ylfa Mist Helgadóttir, 28.8.2009 kl. 21:57

3 identicon

Ohhh má ég eiga Kolu ??

Vala Dögg (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 22:47

4 identicon

Mér finnst sætust myndin af rassinum á Gulum! Ég segi eins og Nanna, vildi að ég tímdi orku, tíma og mat í svona fíneríis dýr.

Þú býrð auðvitað við kjöraðstæður til að eiga hund, með þinn eigin garð þar sem hann getur skitið að vild, ungling til að skíthreinsa garðinn, og náttúru til huggulegra hundagönguferða innan seilingar.

Hundahald hér í sódómunni er dálítið meira hundalíf. Verður að hafa hundinn í bandi öllum stundum, fara með hann í daglegar göngur á óspennandi steinsteypu með kúkapoka í vasanum og svona. Og já, ég veit, lausnin er auðvitað að fá sér hund... og flytja vestur Tek það mál aftur í nefnd þegar stjórnvöld hafa aflétt vistabandinu sem hvílir á mér og íbúðinni minni hér fyrir sunnan! Afsakið langlokuna...

Berglind (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 00:36

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Elsku lokaðu bara eins langt og þú vilt! :) Leigðu bara slottið út og leigðu svo bara annað slott hér. Þá getur þú keypt þér hund fyrir mismuninn... og fóður :)

Vala; Kola er, eins og bróðir hennar, að leita að framtíðarheimili. Það verður að vera gott heimili og öruggt að það verði heimili hennar ævina á enda. (með skynsamlegum frávikum auðvitað!) Ef þú hefur uppá þetta að bjóða, já, þá getum við skoðað það :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.8.2009 kl. 12:40

6 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Algjör krútt þessi barnabörn þín. Til hamingju enn og aftur.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 29.8.2009 kl. 14:34

7 Smámynd: Ragnheiður

flott þessi kríli

Ragnheiður , 29.8.2009 kl. 17:34

8 Smámynd: Aprílrós

æðislega fallegir og mamman líka ;;)

Aprílrós, 29.8.2009 kl. 20:29

9 identicon

Æ - krúttin!

Harpa J (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 23:10

10 identicon

Flott fyrsta myndin. Svipurinn á Urtu er eins og hann á að vera á öllum nýbökuðum mæðrum:)

Eyja (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband