Sullurinn, eiginmaðurinn og höfuðsóttin.

Helvítis sullaveikin er að ganga frá mér. Ég er að verða meira og minna rúmliggjandi af hennar völdum og það rétt á meðan höfuðsóttin heldur sig til hlés og ég ætti að vera á fótum! En liggi maður fyrir gefst tími til að blogga. Og bloggið einkennist af líðaninni. Biturt eins og magasýra. Ég þarf nú samt að hysja mig upp á rassgatinu og reyna að hressa mig eitthvað við. Tala nú ekki um þar sem ég ætla að fara að halda uppi skemmtilegheitum á laugardagskvöldið í Einarshúsinu. Vertinn þar var nú reyndar búin að lofa neðanmittisbröndurum og fullorðinsleikjum skilst mér. Ég hef meira að segja fengið spurningar á borð við; hvenær á klámkvöldið að vera hjá þér Ylfa??

Ekkert klám.

Ég er ekki gefin fyrir klám. Tvíræðar skrítlur og skemmtilegir leikir eru mér vissulega að skapi og þeir sem hafa gaman af slíku ættu að geta skemmt sér nk. laugardagskvöld. En grófara verður það nú ekki....

að sinni.....

Annars ætlaði ég að ganga fram af eiginmanninum og vinnufélögum hans með því að lofa þeim súludansi á laugardagskvöldið en ég hefði nú betur sleppt því. Haraldur lætur ekki ganga fram af sér og svaraði hinn rólegasti; jæja góða. verður þá öryggisnefnd Byggingaeftirlitsins búin að kanna húsnæðið fyrst?

Múahahahahahahahaha

Jæja, þá fer þessu bitra bloggi að ljúka. Mér tókst nú eiginlega ekki að hafa það eins beiskt og ég ætlaði..... Verð þó að reyna;

Ég var að lesa fundargerð bæjarráðs Bolungarvíkur og rak þá augun í eftirfarandi klausu:

-----------------------------------

3. Tillaga Baldurs S. Einarssonar að breyttri gjaldskrá íþróttamiðstöðvar.

Bæjarráð samþykkir að bæta við núverandi gjaldsrkrá:

1. Gullkort (12 mán.) hjóna eða sambýlisfólks í Íþróttamiðstöð kosta 59.900,-.

Verðið gildir allt árið.

2. Árskort námsmanna sem eru í fullu námi þegar kortið er keypt kosta 25.900,-.

Verðið gildir allt árið.

3. Gildistími sértilboða sem eru í gangi, framlengist til 1. október 2009.

-------------------------

Sko! Mér finnst það gott mál hjá bæjarráði að vilja lækka gjöldin í íþróttahúsið á þessum síðustu og verstu tímum. Persónulega hefði ég þó frekar vilja sjá þjónustuna óskerta og að fólk héldi vinnunni sinni áfram í íþróttamiðstöðinni, heldur en að hjónum og sambúðarfólki væri hyglað sérstaklega umfram t.a.m. einstæðar mæður....  þetta fer að jaðra við einhverja hreintrúarstefnu hér í Bolungarvík. Er ekki þorrablótið nóg?? (úbbs, þarna var stigið á skottið á einhverjum Tounge )

Ég hlakka til að sjá hvað fer fram á bæjarstjórnarfundinum í kvöld! Þetta fer að verða spennandi. Kannski að eitthvað fleira leynist þar í pokahorninu sem er jafn ævintýralegt og þessi bókun! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég las fullorðin-sleikjum og hugsaði með mér hvað væri eiginlega í gangi, fannst það frekar spes að hugsa mér fullorðna fólkið í bolungarvík koma saman til að fara í sleik haha

kristín ketilsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Það þarf engin að hafa áhyggjur af því að burðarþol Einarshúss standist ekki hvaða álag sem er. Húsið hefur staðið óhaggað í hundrað ár og súlurnar fengið að njóta tvíræðra skrítlna og skemmtilegra leikja þegar svo ber undir. Hárbeittu línunni er þó jafnan fylgt og sjaldnast farið yfir strikið. Það er einmitt þessvegna sem þér er falið að eiga kvöld í Einarshúsið einu sinni í mánuði í vetur.

Vona svo að sullaveikin og höfðusóttin haldi sig til hlés eða bara hverfi fyrir fullt og fast og eiginmaðurinn verði jafn rólegur og áður og sjáumst hressar á laugardagskvöld.

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 11.9.2009 kl. 01:10

3 identicon

hlakka til að heyra neðanbeltishúmorinn þinn! 

vigga (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 01:11

4 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 12.9.2009 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband