Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Í faðmi fjalla blárra

Hann Einar Oddur Flateyringur og alþingismaður lést í gær. Hann var ásamt hópi fólks að ganga Kaldbak sem er hæsta fjallið okkar hér á kjálkanum og varð örendur. Ég votta Sigrúnu Gerðu vinkonu minni, fjölskyldu hans sem og Flateyringum öllum mína dýpstu samúð vegna þeirra missis. Þegar ég dey, þá óska ég þess að ég fái að fara á þennan hátt. Í faðmi fjalla blárra eins og þessi sanni Vestfirðingur, umkringd góðu fólki, og síðast en ekki síst: einmitt svona. Einn tveir og þrír. 

En lífið hér í Hraunbergshúsi gengur sinn vanagang. Það er áfram dæmalaus blíða og börnin hlaupa allsber í garðinum og kæla sig í úðaranum. Á milli þess sem þau borða ís. Við ætlum að fara á Súganda í kvöld og sjá Galdrakarlinn í Oz. Finnbogi hefur verið hjá okkur um helgina og hann ætlar að koma með ásamt systur sinni og pabba. Björgúlfur er að koma heim og við erum öll orðin full tilhlökkunar enda hefur hann verið í burtu í þrjár vikur! Það er laaaangur tími. En það er best að henda sunnudagsmatnum í ofninn, það mun vera Freschetta pizza með pepperóni.... enda stóð ég sveitt að steikja kótilettur í raspi í morgun fyrir fólkið á skýlinu, Auk þess er eldhúsið undirlagt af rabarbaraútgerð. Það er verið að gera saft í lítravís, hlaup og svo framvegis. Svo að við étum bara pizzur.

Held reyndar að ég ætti að hætta að éta yfirhöfuð. Ég slæ hvert persónulega þyngdarmetið á fætur öðru. Það er ágætt. Vel alið veit á gott......

Í faðmi fjalla blárra.


Ef bara ég gæti dólað mér á sundhring ævina á enda....

Ég er byrjuð að vinna. Úff, hvað það var erfitt að vakna í morgun. Lífið hjá mér einkennist ýmist af algjöru iðjuleysi eða massa vinnu. Núna er ég að leysa af á Rúv, var að vinna þar frá níu í morgun til hálf sjö, svo á morgun mæti ég á Skýlið og elda mat fyrir vistmenn, þar verð ég fram yfir hádegi og fer svo á Rúv. Vinna á Skýlinu um helgina og svo bæði þar og á Rúv næstu viku...... En veðrið heldur áfram að vera bara dásamlegt svo að mér finnst hálf fúlt að vera inni.

Ég hef komist að því að ég er hræðilegur fréttamaður. Mér finnst gaman að tala og þar er útvarp engin undantekning, en ég hef engan áhuga á fréttum sem slíkum. Skemmtilegt að taka viðtöl við skemmtilegt fólk sem er að gera skemmtilega hluti, jafnvel líka þá sem eiga í erfiðleikum, en þegar kemur að pólitík eða fundargerðum, tjah... þá finnst mér eins og ég sé að lesa sömu blaðsíðuna aftur og aftur án þess að ná innihaldinu. Ég er líka svo ferlega lengi alltaf að komast í gang. Ég er náttúrulega bara afleysingapíka svo að oft líður frekar langur tími á milli vinnu hjá mér og þá er ég hreinlega ekki með á nótunum. Mig vantar algjörlega þessa "fréttagreddu," og hef oftar en ekki samúð með fólki sem ég sé í sjónvarpsfréttum, reyna að berja af sér fréttamenn. Ömurlegast þykir mér þegar fólk er að upplifa persónulega erfiðleika sem á einhverra hluta vegna, að vera sjálfsagt að séu uppi á pallborði þjóðfélagsins. ´

En ég hef prýðisgóða útvarpsrödd og mér finnst vinnan skemmtileg. Aðallega vegna þess hversu mikið ég hitti af skemmtilegu fólki. En ég viðurkenni vanmátt minn fúslega þegar kemur að því að meta gæði mín sem fréttamaður. Dagskrárgerð er eitthvað sem ég gæti aftur á móti vel hugsað mér. En nóg um það.

Ég var farin að halda að sumargestirnir yrðu engir. En í gær hrundu hér inn skemmtilegir ættingjar sem að vísu gistu ekki en stöldruðu við fram á kvöld og borðuðu með okkur. Svo hringdi systir mín áðan og boðaði komu sinnar fjölskyldu um aðra helgi. Enda kominn tími til að hitta þau. Börnin mín muna eiginlega ekkert eftir henni né börnunum hennar. Það er alveg ferlegt en minnir mann á hvað tíminn er afstæður hjá litlum krökkum og hvað þau eru fljót að gleyma. (Yrsa systir ætlar að koma með tvo kanínuunga handa okkur og ég sagði henni að við miðum slefandi með saxið. Kanínur eru afbragsðmatur.) Tengdapabbi kom í skotferð um daginn og ætlar eitthvað að kíkja meira í sumar svo að einhver reytingur verður nú af fólki.

Halli er búinn að sækja um vinnu hjá Háskólasetrinu á Ísafirði við Tækni...sviðs...something. Ég vona að hann fái það. Auðvitað er fínt að hafa hann heima að taka til og elda á meðan ég vinn. Held bara að bankinn yrði frekar fúll yfir því hversu lélegar heimtur yrðu á afborgunum okkar!

Og fyrst ég er farin að tala um peninga þá erum við á svona heldur blönku tímabili núna. Óvænt fjárútlát, s.s ísskápur, klósett og fleira settu svolítið strik í reikninginn svo ekki sé talað um þriggja vikna utanlandferð. Því höfum við ákveðið að gera ekkert sérstakt meira í sumar enda ég að vinna flesta daga sem eftir eru af því. Við vorum þó búin að ákveða að fara á Hesteyri í Jökulfjörðum um Verslunnarmannahelgina og gista í tjaldi. Þar er alltaf haldin heilmikil kjötsúpuveisla við varðeld þar sem aragrúi af fólki syngur saman og skemmtir sér. Til að vera nú nógu flott á því ákvað ég að bjóða nú vini Björgúlfs með, sem er fluttur úr bænum og býr nú í Reykjanesbæ. Svo pantaði ferð með áætlunarbátnum íí dag. Verðið var litlar ÞRJÁTÍU OG FJÖGURÞÚSUND OG TVÖHUNDRUÐ KRÓNUR!!!!

Við förum nú bara í Skálavík og tjöldum þar, takk fyrir pent!

FríðaBirna!! Ég veit þú lest alltaf bloggið mitt. Kíktu um helgina svo við getum skipulagt eitthvað skemmtilegt..... og ódýrt!

Rasstór??? Hvað áttu við????

 


Sumardagur

Ég ætla að byrja á því að biðja Nönnu afsökunar á því að geta ekki sent henni sultu. Ég bara vissi ekki af fyrr en ég var búin að selja allar krukkurnar af umbeðnum sortum elskan ...

Helgin var frábær. Við fórum á varðeld á föstudagskvöldið, grilluðum þar pylsur og horfðum,/og heyrðum Árna Johnsen sygja og spila. Tjah... maðurinn er frægur fyrir þetta svo að eitthvað hlýtur hann til brunns hafa að bera þó að ég, almúgakonan komi ekki auga á það. En eitt er víst. Ég hef aldrei sé nokkurn mann syngja "Minningu um mann" á jafn tregafullan og átakanlegan hátt. Maðurinn bókstaflega klemmdi aftur augun og í hverjum drætti andlitsins mátti lesa sorg og harm. Enda gríðarlegt harmaljóð þar á ferð auðvitað..........

Á laugardaginn stormaði svo fjölskyldan á markað og seldi vel á annað hundrað sultukrukkur. Það var yndislegt veður og stappa af fólki. Allir svo glaðir og kátir.  Halli var að vinna um kvöldið og ég að fara að vinna á sunnudagsmorguninn svo að við slepptum því að fara á ballið sem var haldið en ég fékk nú samt smá uppbót því að hann Friðrik Ómar kíkti í heimsókn til mín um kvöldið, hann var að fara að syngja á ballinu, og við rifjuðum upp gamla tíma á Dalvík. M.a þegar aumingja Frissi sem var lítill drengur þegar ég og systir hans leigðum saman gamlan hjall og hann vandi þangað komur sínar. Einn laugardagsmorgun þegar sól skein í heiði stímaði hann inn í húsið og upp á loft. Þar lá Ylfa Mist í timburmönnum, steinsofandi uppi í rúmi með enga sæng frekar en vant er og ....í engum náttfötum. Skemmst er frá því að segja að krakkareyið hrökklaðist til baka og síðan hefur hugur hans ekki staðið til kvenna!!! Smile

Ég fór síðan ekki varhluta af því að ball væri nánast í næsta húsi. Hundurinn minn sá til þess í félagi við annan hund sem var hér í pössun. Þau hjúin bókstaflega voru með brjáluna alla nóttina og urruðu og geltu á alla þá sem nálguðust húsið of mikið að þeirra mati.

Urta geltir mikið miðað við labrador tegundina og það hefur reynst erfitt að venja hana af því. Okkur finnst þetta eiginlega óþolandi. En hún er sæt og yndisleg þrátt fyrir það.

Enn og aftur er dásemdarveður. Ég ætla að fara aftur út. Og í kvöld ætla ég að elda einhvern dýrindis fiskrétt í tilefni sumars og sólar.

Lax hjá Gunna og steinu


Klukk í borg.

Flestir vina minna hafa bannað mér að klukka sig, enda held ég að þeir hafi fengið nóg af klukk æðinu sem gekk hér yfir heimasíðuheima fyrir nokkrum árum. Ég ætla að reyna samt, af því að Steina frænka er svo sæt og hún klukkaði mig.

Hér kemur algjörlega tilgangslaus fróðleikur um mig í átta liðum:

Ég er sultudrottning Vestfjarða fjórða árið í röð.

Og mér finnst aðalbláberjasulta best.

Ég les í að minnsta kosti klukkutíma áður en ég fer að sofa.

Ég les oft sömu bækurnar aftur og aftur.

Ég drekk frekar te en kaffi.

Samt finnst mér kaffi gott.

Ég þoli ekki að taka til.

Mér finnst samt skárst að þvo þvott.

Ég klukka: Nönnu, Togga, Sigguláru, Þórdísi, vélstýruna Önnu K., Salvöru, Júlla Theódórs og Júlla í Höfn.

 

 


07.07.07

Vinsæll dagur til að gifta sig. Skilst mér. Ég og Halli völdum ekki svona flotta dagsetningu. Meira svona; 16.07.05. Ekkert smart við það. Nema hvað að þetta var auðvitað flottasta brúðkaupið!

029

Bolvíkingar ætla held ég ekkert að vera að gifta sig í dag. En þeir ætla að halda markaðsdag! Og þar ætla ég að selja sultur!

Á boðstólnum verða:

Rabarbarasaft, rabarbarahlaup, strangheiðarleg rabarbarasulta, kiwisulta, krydduð eplasulta, appelsínuhlaup, mandarínumarmelaði, bróm- hind og jarðarberjasulta, jarðarberjasulta og að lokum hindberja og brómberjahlaup. Ég held að þá sé allt upptalið.

Verði velkomin að versla.

IMG_2669


Hörmung

Og við sem erum að taka upp úr kössunum. Ætli Þetta verði ekki til þess að Bolungarvíkin fagra leggist algjörlega af? Ég er einmitt núna að passa hund fyrir konu sem flutti í fyrra til Flateyrar. Maðurinn hennar var á sjó á Flateyri. Þau keyptu hús, fengu afsal, hann fékk uppsagnarbréf og er nú kominn á sjá í Grindavík. Þetta eru örlög margra. Þrátt fyrir það að einmitt það fyrirtæki sem maðurinn vann hjá hafi ekki verið í meiri kröggum en svo að enginn byggðakvóti hefur árum saman farið til þess. Hvenær ætlar fólk að átta sig? Hvenær ætla kjósendur að átta sig? Hvenær gerir fólk sér grein fyrir því að það ber sjálft ábyrgð á gerðum stjórnvalda? Með því að kjósa.

Við erum örvitar og komið er fram við okkur sem slíka. Það er bara sanngjarnt.

Nenni ekki að skrifa meira um þetta. Gerir mér svo gramt í geði. Ætla bara að einbeita mér að sultugerð. Hugsa að Bolungarvík verði bara að fara að gera út á ást og sultur. Breyta fiskvinnslunum í sultuverksmiðjur. Breyta beiningarskúrunum í ástarhreiður.

Nýja klósettið er komið. Það er bara töluvert þægilegra en það gamla.

Pissað í sandinn


mbl.is Þorskkvótinn verður 130 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún ríður ekki við einteyming, Gæfan.

Rétt í þessu var Haraldur bóndi minn að mölva klósettið.

Það var einhver sprunga sem hann ætlaði að laga með fyrrgreindum afleiðingum. Það hittist vel á, í dag fengum við nýjan ísskáp, á morgun kaupum við nýtt klósett. Húrra fyrir því.

Hingað kom maður frá tryggingunum til að meta skemmdirnar í kjallaranum. Svo virðist sem við séum tryggð fyrir svona trjóni, enda borgum við einhver hundruð þúsund í tryggingar á ári. Held nú reyndar að við þurfum að fara að endurskoða það eitthvað. Við erum með þetta út um allt og höfum satt best að segja varla hugmynd um fyrir hverju við erum tryggð og hverju ekki. En það er nú víst þannig með flesta. Menn halda að þeir séu tryggðir þangað til eitthvað kemur fyrir. Þá er það eitthvað smátt letur sem gjarna dúkkar upp. En ég get ekki kvartað að sinni þar sem allar líkur eru á því að skaðinn verði okkur bættur.

Ég ætla að fara með Valrúnu á kaffihús á eftir. Er búin að punta mig og fara í skárri fötin. Ætlum á nýja kaffihúsið á 'Isafirði, Endenborg. Munur að skreppa eitthvað út, ekki með börnin í eftirdragi. Bara svona tvær fullorðnar manneskjur. Það verður notalegt. Við förum bara tvær. Enda er hún að fara á morgun. Svo fer hún til Danmerkur. Ég ætla að vera hér. Kannski bara ævilangt. Kannski eitthvað áfram. Veit ekki. Mér finnst yndislegt að vera hér. Enda er sumar og sól. Bjart allan sólarhringinn. Það er dásamlegt.

Lífið er dásamlegt.

Kastað í Arnarfjörðinn


Hróarskelda

Ég hef farið á Hróarskeldu. Ekki þó hátíðina sjálfa heldur mikla landbúnaðarsýningu sem var haldin tveim helgum fyrr á sama stað. Tel þá upplifun alveg hafa jafnast á við Rokkhátíðina!!

Eftir að hafa lesið þessa moggafrétt hef ég ákveðið að svipta börnin mín þeim áður sjálfsögðu réttindum að fara á Hróarskeldu. Ja.. ég reyndar ætla að banna þeim að fara að heiman. Yfirhöfuð. Það er svo hættulegt.

ps) mér hefur alltaf funndist meira við hæfi að Roskilde væri íslenskuð "Hrosskelda." Hljómar mun betur en Hróarskelda. Whistling

 

Kissi kiss......


mbl.is Fjórar stúlkur slösuðust á Hróarskelduhátíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Álagafjötrar"

IMG_2683Ég las Colour Purple í gærkvöld./nótt. Alla. Langt síðan ég hef lesið hana og merkilegt nokk, hef aldrei séð nema brot úr myndinni. Ég ligg í suðurrískum bókmenntum þessa dagana. Nýlokin við "To kill a mocking bird." Það er góð bók! Svei mér ef hún slær ekki bara Daniellu Steel og Guðrúnu frá Lundi við!!

Annars er ég alvarlega að spá í að fjárfesta í endurútgáfu Ísfólksins. Ég las ALLAR bækurnar frá því að ég var krakki og fram á unglingsár. Sogaði þær bókstaflega í mig af mikilli áfergju. Um daginn gluggaði ég svo í "Álagafjötra" sem er 1.bókin og ég fékk algjört áfall. Bækurnar eru svo hræðilega illa þýddar!!! Það er varla að hægt sé að hafa gaman af því, þetta er svo pínlegt! Söguþráðurinn og konseptið snilld. Restin er eiginlega BARA glötuð. Skyldi ég hafa verið óvenju illa gefinn unglingur? Af hverju tók ég ekki eftir þessu? Mér finnst það mín heilaga skylda að lesa þetta allt aftur í réttri röð!

Og talandi um þetta. Í bókum Enid Blyton, sem fyrir mér voru algjört konfekt í æsku, eru miklar brotalamir. Fyrir það fyrsta eru bækurnar hræðilega leiðinlegar, þær blátt áfram eru gegnsósa af sexisma, og kynþáttafyrirlitning er augljós. Þegar farið er að tala um "surti" og "villimenn" þá hættir maður að lesa fyrir börnin sín!!! Hvort voru barnabókahöfundar fortíðarinnar svona lélegir eða börnin bara svona vitlaus??

Ég er að gera sultur. Þær verða til sölu á laugardaginn. Er búin að gera Bróm-hind og jarðarberjasultu, fagurrautt rabarbarahlaup, rabarbarasaft og núna er ég að sjóða strangheiðarlega rabarbarasultu. Kiwisultan og chutneyið verður gert á morgun.


MYNDIR

Myndir frá Danmerkurferðinni svo og bara okkar frábæru fjölskyldumyndir má sjá hér, við setjum þær nú frekar rólega inn reyndar, kannski eina-tvær á dag. Þetta tekur allt sinn tíma.

Keyptum ísskáp í dag. Kláruðum að hreinsa upp eftir vatnselginn í gær svo að nú er klárt fyrir manninn frá Tryggingunum sem kemur á morgun, og já!! Ég gerði eina sultutausporsjón. Næstu helgi er nefnilega markaðsdagurinn hér í Víkinni.

Húrra.

Set hér inn eina úr ferðinni. Svona skepnur voru allsstaðar. Þá á ég ekki við hundinn ;o)

Lisbet, Vox og Birnir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband